Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Árni Sæberg skrifar 10. október 2024 14:26 Þórey G. Guðmundsdóttir, Rakel Þorbergsdóttir og Atli Björn Levy. Betri samgöngur Betri samgöngur ohf., sem hafa umsjón með framkvæmdum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, hafa ráðið þrjá nýja starfsmenn og forstöðumaður þróunar hefur verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóri. Meðal nýrra starfsmanna er Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Starfsmannafjöldi félagsins tvöfaldast. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að ráðningarnar séu gerðar í kjölfar breytinga sem urðu með uppfærslu Samgöngusáttmálans í ágúst síðastliðnum. Með uppfærslunni hafi verkefni verið færð til Betri samgangna og því sé að hluta um færslu á störfum að ræða, en ekki ný störf. Fjárfestingar og framkvæmdir sem Betri samgöngur hafa umsjón með séu Borgarlínan, stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu, gerð hjóla- og göngustíga, umferðarstýring, aukið umferðarflæði og öryggisaðgerðir. Þekking og framlag nauðsynlegt „Það er okkur mikil ánægja að bjóða þessa þrjá reyndu sérfræðinga velkomna í starfsmannahópinn okkar og mikilvægt skref í að efla starfsemi félagins. Þekking þeirra og framlag er nauðsynlegt nú þegar uppfærður samgöngusáttmáli gerir okkur kleift að setja fullan þunga í framkvæmdir og halda áfram með undirbúning lykilverkefna sáttmálans. Markmið Betri samgangna er eftir sem áður að efla samgöngur og bæta allar samgönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu,“ er haft eftir Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samngangna. Fjármálastjóri frá Vaxa Í tilkynningu segir að Þórey G. Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur hafi verið ráðin fjármálastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki fjölbreyttan feril í fjármála- og viðskiptageiranum. Þórey hafi nú síðast starfast sem fjármálastjóri hjá grænmetisframleiðandanum Vaxa, hafi um árabil verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins, forstöðumaður hagdeildar Samskipa og forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka. Þórey hafi útskrifast sem viðskiptafræðingur (cand.oecon) af reikningshalds- og endurskoðunarsviði Háskóla Íslands árið 1995. Verkefnastjórinn frá Orku náttúrunnar Atli Björn Levy samgönguverkfræðingur hafi verið ráðinn forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu. Hann búi yfir fjölbreyttri reynslu sem verkfræðingur og verkefnastjóri. Atli Björn komi til Betri samgangna frá Orku náttúrunnar, þar sem hann hafi verið verkefnastjóri fjárfestingaverkefna á verkefnastofu. Hann hafi áður starfað á skrifstofu samgöngustjóra og á verkefnastofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, sem verkefnastjóri hjá Isavia og verkfræðingur hjá Verkís. Atli Björn hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 2007 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Var hjá NATO eftir langan feril á Rúv Rakel Þorbergsdóttir, fréttamaður og samskiptaráðgjafi, hafi verið ráðin samskiptastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki langan fjölmiðlaferil, hafi starfað í rúma tvo áratugi hjá Rúv sem fréttamaður, þáttastjórnandi, vaktstjóri og loks sem fréttastjóri frá 2014 til 2022. Rakel hafi nú síðast starfað sem samskiptaráðgjafi fyrir utanríkisráðuneytið hjá NATO Force Integration Unit í Litáen. Hún hafi lokið meistaranámi í fjölmiðlun frá Emerson College í Boston árið 1999 og útskrifast með BA-gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1996. Hækkaður í tign Loks segir að Þorsteinn R. Hermannsson, sem gegnt hafi stöðu forstöðumanns þróunar hjá Betri samgöngum frá árinu 2021, hafi verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóra. Hann hafi verið samgöngustjóri Reykjavíkurborgar frá 2016 til 2021. Þorsteinn hafi áður verið fagstjóri samgangna hjá Mannviti, verkfræðingur samgönguáætlunar í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, sviðsstjóri umferðar- og skipulagssviðs hjá Mannviti og samgönguverkfræðingur hjá Hönnun hf. Hann hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington árið 2005 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Fyrir uppfærslu samgöngusáttmálans hafi starfsmenn Betri samgangna verið þrír, þeir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri, Þorsteinn R. Hermannsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana. Samgöngur Borgarlína Vistaskipti Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að ráðningarnar séu gerðar í kjölfar breytinga sem urðu með uppfærslu Samgöngusáttmálans í ágúst síðastliðnum. Með uppfærslunni hafi verkefni verið færð til Betri samgangna og því sé að hluta um færslu á störfum að ræða, en ekki ný störf. Fjárfestingar og framkvæmdir sem Betri samgöngur hafa umsjón með séu Borgarlínan, stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu, gerð hjóla- og göngustíga, umferðarstýring, aukið umferðarflæði og öryggisaðgerðir. Þekking og framlag nauðsynlegt „Það er okkur mikil ánægja að bjóða þessa þrjá reyndu sérfræðinga velkomna í starfsmannahópinn okkar og mikilvægt skref í að efla starfsemi félagins. Þekking þeirra og framlag er nauðsynlegt nú þegar uppfærður samgöngusáttmáli gerir okkur kleift að setja fullan þunga í framkvæmdir og halda áfram með undirbúning lykilverkefna sáttmálans. Markmið Betri samgangna er eftir sem áður að efla samgöngur og bæta allar samgönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu,“ er haft eftir Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samngangna. Fjármálastjóri frá Vaxa Í tilkynningu segir að Þórey G. Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur hafi verið ráðin fjármálastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki fjölbreyttan feril í fjármála- og viðskiptageiranum. Þórey hafi nú síðast starfast sem fjármálastjóri hjá grænmetisframleiðandanum Vaxa, hafi um árabil verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins, forstöðumaður hagdeildar Samskipa og forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka. Þórey hafi útskrifast sem viðskiptafræðingur (cand.oecon) af reikningshalds- og endurskoðunarsviði Háskóla Íslands árið 1995. Verkefnastjórinn frá Orku náttúrunnar Atli Björn Levy samgönguverkfræðingur hafi verið ráðinn forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu. Hann búi yfir fjölbreyttri reynslu sem verkfræðingur og verkefnastjóri. Atli Björn komi til Betri samgangna frá Orku náttúrunnar, þar sem hann hafi verið verkefnastjóri fjárfestingaverkefna á verkefnastofu. Hann hafi áður starfað á skrifstofu samgöngustjóra og á verkefnastofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, sem verkefnastjóri hjá Isavia og verkfræðingur hjá Verkís. Atli Björn hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 2007 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Var hjá NATO eftir langan feril á Rúv Rakel Þorbergsdóttir, fréttamaður og samskiptaráðgjafi, hafi verið ráðin samskiptastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki langan fjölmiðlaferil, hafi starfað í rúma tvo áratugi hjá Rúv sem fréttamaður, þáttastjórnandi, vaktstjóri og loks sem fréttastjóri frá 2014 til 2022. Rakel hafi nú síðast starfað sem samskiptaráðgjafi fyrir utanríkisráðuneytið hjá NATO Force Integration Unit í Litáen. Hún hafi lokið meistaranámi í fjölmiðlun frá Emerson College í Boston árið 1999 og útskrifast með BA-gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1996. Hækkaður í tign Loks segir að Þorsteinn R. Hermannsson, sem gegnt hafi stöðu forstöðumanns þróunar hjá Betri samgöngum frá árinu 2021, hafi verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóra. Hann hafi verið samgöngustjóri Reykjavíkurborgar frá 2016 til 2021. Þorsteinn hafi áður verið fagstjóri samgangna hjá Mannviti, verkfræðingur samgönguáætlunar í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, sviðsstjóri umferðar- og skipulagssviðs hjá Mannviti og samgönguverkfræðingur hjá Hönnun hf. Hann hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington árið 2005 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Fyrir uppfærslu samgöngusáttmálans hafi starfsmenn Betri samgangna verið þrír, þeir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri, Þorsteinn R. Hermannsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana.
Samgöngur Borgarlína Vistaskipti Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira