Stofnun Félags Hafnarverkamanna: Ástæður og áhrif Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 10. október 2024 16:01 Sumarið 2022 hófst undirbúningsvinna við stofnun Félags Hafnarverkamanna. Nokkrir vinnufélagar höfðu rætt þessi mál og reynt hafði verið að stofna deild hafnarverkamanna innan Eflingar, sem var stéttarfélag þeirra á þeim tíma, en það hafði ekki borið árangur. Hugmyndir um stofnun sérstaks félags eða deildar höfðu verið í umræðunni meðal hafnarverkamanna frá því að Dagsbrún sameinaðist öðrum stéttarfélögum í Eflingu árið 1998. Þessi sameining hafði leitt til þess að hafnarverkamenn fundu fyrir þörf á sérstakri hagsmunagæslu sem myndi einblína á þeirra sérstöku aðstæður og starfsskilyrði. Þegar farið var af stað, voru strax settar í gang viðræður við Sjómannafélag Íslands um að verða deild innan þeirra vébanda. Þær viðræður gengu afar vel, enda er Sjómannafélagið með fraktmenn skipafélaganna. Einnig sóttust stofnendur félagsins eftir tengingu við ITF, eða International Transport Workers' Federation, sem eru alþjóðleg samtök sem sameina verkalýðsfélög starfsmanna í flutningageiranum, þar á meðal hafnarverkamenn, sjómenn, flugfélagastarfsmenn, járnbrautarstarfsmenn og fleiri. ITF vinnur að því að bæta réttindi og starfsskilyrði flutningaverkamanna um allan heim með því að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og hagsmunagæslu. Þrátt fyrir að félagið hafi orðið að deild innan Sjómannafélagsins í desember 2022, var baráttunni ekki lokið. Það þurfti að fara þrisvar sinnum fyrir félagsdóm. Hafnarverkamenn hafa lengi verið mikilvægur hluti af íslensku atvinnulífi, en starfsskilyrði þeirra hafa oft verið erfið og óstöðug. Á undanförnum árum hafa þeir staðið frammi fyrir auknum áskorunum, þar á meðal breytingum í skipulagi hafna, tækniframförum og aukinni samkeppni. Þessar breytingar hafa leitt til þess að hafnarverkamenn hafa þurft að berjast fyrir réttindum sínum og betri starfsskilyrðum. Félag Hafnarverkamanna setti sér skýr markmið og hlutverk við stofnunina:Bæta Starfsskilyrði: Félagið vinnur að því að bæta starfsskilyrði hafnarverkamanna, þar á meðal launakjör, vinnuumhverfi og öryggi.Fræðsla og Þjálfun: Félagið leggur áherslu á fræðslu og þjálfun hafnarverkamanna til að tryggja að þeir séu vel undirbúnir fyrir breytingar í starfsemi hafna.Hagsmunagæsla: Félagið stendur vörð um réttindi hafnarverkamanna og tryggir að þeir fái sanngjörn kjör og meðferð. Stofnun Félags Hafnarverkamanna var sett upp sem sameining hafnarverkamanna um allt land, ekki bara í Reykjavík. Verkefni næstu ára er að kynna félagið og baráttuna fyrir öðrum starfsmönnum hafna um allt land. Félagið hefur fengið hvatningu frá hafnarverkamönnum um allt land og er mikill áhugi á að taka þátt í baráttunni. Launamál, aðstaða og öryggi hafa verið aðal málin hjá hafnarverkamönnum um allt land, enda er þetta hættuleg vinna sem felur í sér stór tæki sem flytja þunga gáma og hættulegan varning eins og sprengiefni og ætandi sýrur. Slys á svæðunum skipafélagana eru sem betur fer ekki mörg, en því miður hafa orðið alvarleg slys undanfarin tvö ár, sem ég mun ræða í næstu skoðanagrein. Stofnun Félags Hafnarverkamanna árið 2022 mun marka tímamót í baráttunni fyrir betri starfsskilyrðum og réttindum hafnarverkamanna á Íslandi. Með skýrum markmiðum og sterkri hagsmunagæslu mun félagið hafa veruleg áhrif á starfsskilyrði og framtíð hafnarverkamanna. Næstu skref fyrir félagið felast í því að halda áfram að vinna að betri starfsskilyrðum og tryggja að hafnarverkamenn fái sanngjörn kjör og meðferð. SAMAN ERUM VIÐ STERK OG SAMSTAÐA SKILAR ÁRANGRI Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarmál Stéttarfélög Vinnumarkaður Sverrir Fannberg Júlíusson Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Sumarið 2022 hófst undirbúningsvinna við stofnun Félags Hafnarverkamanna. Nokkrir vinnufélagar höfðu rætt þessi mál og reynt hafði verið að stofna deild hafnarverkamanna innan Eflingar, sem var stéttarfélag þeirra á þeim tíma, en það hafði ekki borið árangur. Hugmyndir um stofnun sérstaks félags eða deildar höfðu verið í umræðunni meðal hafnarverkamanna frá því að Dagsbrún sameinaðist öðrum stéttarfélögum í Eflingu árið 1998. Þessi sameining hafði leitt til þess að hafnarverkamenn fundu fyrir þörf á sérstakri hagsmunagæslu sem myndi einblína á þeirra sérstöku aðstæður og starfsskilyrði. Þegar farið var af stað, voru strax settar í gang viðræður við Sjómannafélag Íslands um að verða deild innan þeirra vébanda. Þær viðræður gengu afar vel, enda er Sjómannafélagið með fraktmenn skipafélaganna. Einnig sóttust stofnendur félagsins eftir tengingu við ITF, eða International Transport Workers' Federation, sem eru alþjóðleg samtök sem sameina verkalýðsfélög starfsmanna í flutningageiranum, þar á meðal hafnarverkamenn, sjómenn, flugfélagastarfsmenn, járnbrautarstarfsmenn og fleiri. ITF vinnur að því að bæta réttindi og starfsskilyrði flutningaverkamanna um allan heim með því að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og hagsmunagæslu. Þrátt fyrir að félagið hafi orðið að deild innan Sjómannafélagsins í desember 2022, var baráttunni ekki lokið. Það þurfti að fara þrisvar sinnum fyrir félagsdóm. Hafnarverkamenn hafa lengi verið mikilvægur hluti af íslensku atvinnulífi, en starfsskilyrði þeirra hafa oft verið erfið og óstöðug. Á undanförnum árum hafa þeir staðið frammi fyrir auknum áskorunum, þar á meðal breytingum í skipulagi hafna, tækniframförum og aukinni samkeppni. Þessar breytingar hafa leitt til þess að hafnarverkamenn hafa þurft að berjast fyrir réttindum sínum og betri starfsskilyrðum. Félag Hafnarverkamanna setti sér skýr markmið og hlutverk við stofnunina:Bæta Starfsskilyrði: Félagið vinnur að því að bæta starfsskilyrði hafnarverkamanna, þar á meðal launakjör, vinnuumhverfi og öryggi.Fræðsla og Þjálfun: Félagið leggur áherslu á fræðslu og þjálfun hafnarverkamanna til að tryggja að þeir séu vel undirbúnir fyrir breytingar í starfsemi hafna.Hagsmunagæsla: Félagið stendur vörð um réttindi hafnarverkamanna og tryggir að þeir fái sanngjörn kjör og meðferð. Stofnun Félags Hafnarverkamanna var sett upp sem sameining hafnarverkamanna um allt land, ekki bara í Reykjavík. Verkefni næstu ára er að kynna félagið og baráttuna fyrir öðrum starfsmönnum hafna um allt land. Félagið hefur fengið hvatningu frá hafnarverkamönnum um allt land og er mikill áhugi á að taka þátt í baráttunni. Launamál, aðstaða og öryggi hafa verið aðal málin hjá hafnarverkamönnum um allt land, enda er þetta hættuleg vinna sem felur í sér stór tæki sem flytja þunga gáma og hættulegan varning eins og sprengiefni og ætandi sýrur. Slys á svæðunum skipafélagana eru sem betur fer ekki mörg, en því miður hafa orðið alvarleg slys undanfarin tvö ár, sem ég mun ræða í næstu skoðanagrein. Stofnun Félags Hafnarverkamanna árið 2022 mun marka tímamót í baráttunni fyrir betri starfsskilyrðum og réttindum hafnarverkamanna á Íslandi. Með skýrum markmiðum og sterkri hagsmunagæslu mun félagið hafa veruleg áhrif á starfsskilyrði og framtíð hafnarverkamanna. Næstu skref fyrir félagið felast í því að halda áfram að vinna að betri starfsskilyrðum og tryggja að hafnarverkamenn fái sanngjörn kjör og meðferð. SAMAN ERUM VIÐ STERK OG SAMSTAÐA SKILAR ÁRANGRI Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun