Sund og kvíði Davíð Már Sigurðsson skrifar 10. október 2024 11:01 Sundkennsla barna er eitthvað sem hefur verið bitbein í pólitísku umhverfi samtímans og oftar en ekki notuð til að skora einhver rokkstig á gamla Twitter. Nú eða næla sér í auðveld atkvæði rétt fyrir kosningar, eins og gerðist til að mynda síðast 2022. Umræðan byggist þá oft á reynslu foreldra sem upplifðu sundkennslu óbreytta í öll þau tíu ár sem þau gengu í skóla. Ég þekki það sjálfur að sund snerist að mörgu leyti um að synda fram og til baka þangað til kennslustundinni lauk. Kannski kíkja í pottinn síðustu mínúturnar ef maður náði að klára allt sem sett var fyrir. Og til að bæta gráu ofan á svart, að vera með kennara sem var hörkutól af gamla skólanum, sem hélt að það væri algjör snilld að öskra mann áfram. Auðvitað er líklegt að þú, sem foreldri, hafir neikvæða ímynd af sundkennslu ef þetta var raunin. Staðan í dag er hins vegar allt önnur. Sundkennarar nútímans, sem og síðustu ára, hafa breytt nálgun sinni gífurlega. Nú á dögum er leikjafræði, leikfimi í vatni, björgun og jákvæð upplifun af hreyfingu í fyrirrúmi. Sundkennsla, og leikfimi/skólaíþróttir ef út í það er farið, byggja á því að skila nemendum út í lífið sem heilsteyptari einstaklingum heldur en þegar þau hófu nám. Sem einstaklingum sem kunna að takast á við verkefni og leysa vandamál sem verða á vegi þeirra. Einn samstarfsfélagi benti mér á að starfið snúist ekki bara um að kenna færni, heldur á nemandi að geta nýtt sér sundlaugarnar þurfi hann á því að halda, til dæmis við endurhæfingu eftir slys. Eða, hvort er hann líklegri til að nýta sér sundlaugina ef hann hafði neikvæða eða jákvæða upplifun í skólanum? Svarið liggur í augum uppi. Og bara svo það sé á hreinu, þá er enginn sundkennari nú til dags að láta nemendur standa eða falla með framkvæmd á flugsundi. Það má þó alveg reka það ofan í mig og benda mér á slík tilfelli ef einhver eru. Að sund sé kvíðavaldandi er annar angi af umræðunni. Við því segi ég einfaldlega: Ef eitthvað veldur þér kvíða, er forðun vænlegust til ávinnings? Líkleg til þess að draga úr kvíðanum? Sumir hafa bent á að erfitt sé fyrir nemendur að þurfa að fara í sturtu og að þeir séu þar berskjaldaðir. Gott og vel, þetta er samt einn af örfáum stöðum þar sem hægt er að sjá allt rófið af líkamstýpum, öfugt við einsleitu glansmyndina sem samfélagsmiðlar mála upp, og börn hafa aðgang að nánast öllum stundum sólarhringsins. Ég tel að það hafi verið stigið feilspor þegar dregið var úr sundkennslu barna. Það eitt að kunna að synda getur skilið á milli lífs og dauða. Það eru fáir hlutir í skólakerfinu sem geta haft eins afdrifarík áhrif. Að lokum vil ég árétta að sundkennsla er ekki bara SUND. Við sem íþróttakennarar erum ekki bara að kenna rétt fótatök í bringu- eða skriðsundi. Við erum að skapa jákvæða upplifun að hreyfingu til frambúðar. Höfundur er sund- og leikfimikennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Sundkennsla barna er eitthvað sem hefur verið bitbein í pólitísku umhverfi samtímans og oftar en ekki notuð til að skora einhver rokkstig á gamla Twitter. Nú eða næla sér í auðveld atkvæði rétt fyrir kosningar, eins og gerðist til að mynda síðast 2022. Umræðan byggist þá oft á reynslu foreldra sem upplifðu sundkennslu óbreytta í öll þau tíu ár sem þau gengu í skóla. Ég þekki það sjálfur að sund snerist að mörgu leyti um að synda fram og til baka þangað til kennslustundinni lauk. Kannski kíkja í pottinn síðustu mínúturnar ef maður náði að klára allt sem sett var fyrir. Og til að bæta gráu ofan á svart, að vera með kennara sem var hörkutól af gamla skólanum, sem hélt að það væri algjör snilld að öskra mann áfram. Auðvitað er líklegt að þú, sem foreldri, hafir neikvæða ímynd af sundkennslu ef þetta var raunin. Staðan í dag er hins vegar allt önnur. Sundkennarar nútímans, sem og síðustu ára, hafa breytt nálgun sinni gífurlega. Nú á dögum er leikjafræði, leikfimi í vatni, björgun og jákvæð upplifun af hreyfingu í fyrirrúmi. Sundkennsla, og leikfimi/skólaíþróttir ef út í það er farið, byggja á því að skila nemendum út í lífið sem heilsteyptari einstaklingum heldur en þegar þau hófu nám. Sem einstaklingum sem kunna að takast á við verkefni og leysa vandamál sem verða á vegi þeirra. Einn samstarfsfélagi benti mér á að starfið snúist ekki bara um að kenna færni, heldur á nemandi að geta nýtt sér sundlaugarnar þurfi hann á því að halda, til dæmis við endurhæfingu eftir slys. Eða, hvort er hann líklegri til að nýta sér sundlaugina ef hann hafði neikvæða eða jákvæða upplifun í skólanum? Svarið liggur í augum uppi. Og bara svo það sé á hreinu, þá er enginn sundkennari nú til dags að láta nemendur standa eða falla með framkvæmd á flugsundi. Það má þó alveg reka það ofan í mig og benda mér á slík tilfelli ef einhver eru. Að sund sé kvíðavaldandi er annar angi af umræðunni. Við því segi ég einfaldlega: Ef eitthvað veldur þér kvíða, er forðun vænlegust til ávinnings? Líkleg til þess að draga úr kvíðanum? Sumir hafa bent á að erfitt sé fyrir nemendur að þurfa að fara í sturtu og að þeir séu þar berskjaldaðir. Gott og vel, þetta er samt einn af örfáum stöðum þar sem hægt er að sjá allt rófið af líkamstýpum, öfugt við einsleitu glansmyndina sem samfélagsmiðlar mála upp, og börn hafa aðgang að nánast öllum stundum sólarhringsins. Ég tel að það hafi verið stigið feilspor þegar dregið var úr sundkennslu barna. Það eitt að kunna að synda getur skilið á milli lífs og dauða. Það eru fáir hlutir í skólakerfinu sem geta haft eins afdrifarík áhrif. Að lokum vil ég árétta að sundkennsla er ekki bara SUND. Við sem íþróttakennarar erum ekki bara að kenna rétt fótatök í bringu- eða skriðsundi. Við erum að skapa jákvæða upplifun að hreyfingu til frambúðar. Höfundur er sund- og leikfimikennari.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun