Kvótakerfi stjórnmálaflokkanna Einar G. Harðarson skrifar 9. október 2024 12:32 Kosningar síðustu ára hafa einkennst af aukningu atkvæða í tapi og sigri en aldrei í þeim mæli sem við sjáum í skoðanakönnunum í dag. Stjórnarflokkarnir eru með 20% fylgi samanlagt, Framsókn með 5%, Vinstri græn með 3% og Sjálfstæðisflokkurinn með 12%. Þeir sem þekkja fleiri en 5-10 síðustu kosningar hafa ekki séð annað eins hvorki í skoðanakönnunum né kosningum. Að þvi undanskildu þegar Píratar mældust með um 30-35% fylgi um mitt kjörtímabil 2015-16 en fengu 14,5% í kosningunum*. Nú mætti ætla að árferði, gegnsæi, málefni og frammistaða í ríkisstjórn eða léleg eða góð stjórnarandstaða skipti þarna máli. Þannig var það áður. Foringjar höfðu mikið að segja í fylgi flokkanna. Þeir voru leiðtogar með málefni og drógu til sín fólk til starfa í flokkunum á þeim grunni. Nú í dag eru pólitískir flokkar ríkisreknir. Fái flokkur yfir 2,5% atkvæða í kosningum fær hann umtalsverða fjármuni frá ríkinu en fari fylgið yfir 5% sem nægir til að koma manni á þing þá aukast greiðslur frá ríkinu til muna. Greiðslur til stjórnmálaflokkana á Íslandi nema hundruðum milljóna á ári og er úthlutað eftir stærð þeirra í kosningum. Greiðslurnar fara fram í byrjun árs. Bara frá þessu atriði var alltaf ljóst að ekki yrði kosið núna í haust því þá fá flokkarnir ekki greiðslu sem kemur eftir áramót. Stór ástæða fyrir því að ekki er löngu búið að kjósa. Nú sitja stjórnir sem lengst til að fá „kvótann”. Með þessu fyrirkomulagi hafa stjórnmálaflokkar byggt sér fílabeinsturn. Niðurstaðan er sú að gamla trygga grasrótin sem byrjaði að bera út dreifirit 16 ára settist svo í hverfastjórnir, nefndir og kjördæmaráð. Með þessum hætti skutu menn rótum í flokkum og færu ekki þaðan nema mikið gengi á. Vinir og félagar úr dreifingum og húsgöngum, stjórnum og nefndum, hittumst síðan á ofangreindum fundum, urðu félagar og sumir vinir. Nú er þessi grasrót flokkana er ekki lengur til staðar. Ekki er lengur þörf á sjálfboðaliðum til að bera út bæklings né þá heldur að menn vinni sig upp í nefndir og stjórnir eftir dugnaði í vinnu fyrir flokka. Ekki þarf að sýna tryggð með því að mæta á hverfafundi og vera verðlaunaður fyrir. Tryggðin er farin. Menn mæta ekki lengur og mjög fámennar klíkur geta valið fólk sem svo velur aftur fólk í stærri nefndir og ráð. Frami í flokkum er ekki að vera tryggur og duglegur í vinnu fyrir flokkinn og mæta á fundi heldur eitthvað allt annað. Að auki gerir þetta nýjum framboðum erfiðara fyrir. Þau fá ekki styrk (kvóta) og þurfa að byrja á að smala saman peningum. Þetta fyrirkomulag er ekkert ólíkt kvótakerfinu í byrjun. Þú færð úthlutun ef þú áttir fylgi (aflamark) fyrir þegar kerfið var sett á. Allir flokkar sem voru með í upphafi „kvótakerfisins” og fengu úthlutaðan „kvóta” eru enn þá á þingi. Samfylking, Vinstri Græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Nú kann að draga til tíðinda. Sá tími kann að vera liðinn að flokkar hafa tryggt fylgi. Líklegast er þó að fjórflokkurinn haldi velli áfram í krafti þessa peninga (kvóta) sem þeir fá nú þegar. Fiskkvótaeigendur eru hættir að henda smáfisk því sá fiskur verður aldrei stór. Þetta hafa stjórnmálaflokkar ekki lært. *Píratar höfðu ekki rótgróna áralanga tryggð né nægilegt fjármagn til að verja fylgið. Ætla má að það hafi gerst því peninga (kvóta) skorti. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Kosningar síðustu ára hafa einkennst af aukningu atkvæða í tapi og sigri en aldrei í þeim mæli sem við sjáum í skoðanakönnunum í dag. Stjórnarflokkarnir eru með 20% fylgi samanlagt, Framsókn með 5%, Vinstri græn með 3% og Sjálfstæðisflokkurinn með 12%. Þeir sem þekkja fleiri en 5-10 síðustu kosningar hafa ekki séð annað eins hvorki í skoðanakönnunum né kosningum. Að þvi undanskildu þegar Píratar mældust með um 30-35% fylgi um mitt kjörtímabil 2015-16 en fengu 14,5% í kosningunum*. Nú mætti ætla að árferði, gegnsæi, málefni og frammistaða í ríkisstjórn eða léleg eða góð stjórnarandstaða skipti þarna máli. Þannig var það áður. Foringjar höfðu mikið að segja í fylgi flokkanna. Þeir voru leiðtogar með málefni og drógu til sín fólk til starfa í flokkunum á þeim grunni. Nú í dag eru pólitískir flokkar ríkisreknir. Fái flokkur yfir 2,5% atkvæða í kosningum fær hann umtalsverða fjármuni frá ríkinu en fari fylgið yfir 5% sem nægir til að koma manni á þing þá aukast greiðslur frá ríkinu til muna. Greiðslur til stjórnmálaflokkana á Íslandi nema hundruðum milljóna á ári og er úthlutað eftir stærð þeirra í kosningum. Greiðslurnar fara fram í byrjun árs. Bara frá þessu atriði var alltaf ljóst að ekki yrði kosið núna í haust því þá fá flokkarnir ekki greiðslu sem kemur eftir áramót. Stór ástæða fyrir því að ekki er löngu búið að kjósa. Nú sitja stjórnir sem lengst til að fá „kvótann”. Með þessu fyrirkomulagi hafa stjórnmálaflokkar byggt sér fílabeinsturn. Niðurstaðan er sú að gamla trygga grasrótin sem byrjaði að bera út dreifirit 16 ára settist svo í hverfastjórnir, nefndir og kjördæmaráð. Með þessum hætti skutu menn rótum í flokkum og færu ekki þaðan nema mikið gengi á. Vinir og félagar úr dreifingum og húsgöngum, stjórnum og nefndum, hittumst síðan á ofangreindum fundum, urðu félagar og sumir vinir. Nú er þessi grasrót flokkana er ekki lengur til staðar. Ekki er lengur þörf á sjálfboðaliðum til að bera út bæklings né þá heldur að menn vinni sig upp í nefndir og stjórnir eftir dugnaði í vinnu fyrir flokka. Ekki þarf að sýna tryggð með því að mæta á hverfafundi og vera verðlaunaður fyrir. Tryggðin er farin. Menn mæta ekki lengur og mjög fámennar klíkur geta valið fólk sem svo velur aftur fólk í stærri nefndir og ráð. Frami í flokkum er ekki að vera tryggur og duglegur í vinnu fyrir flokkinn og mæta á fundi heldur eitthvað allt annað. Að auki gerir þetta nýjum framboðum erfiðara fyrir. Þau fá ekki styrk (kvóta) og þurfa að byrja á að smala saman peningum. Þetta fyrirkomulag er ekkert ólíkt kvótakerfinu í byrjun. Þú færð úthlutun ef þú áttir fylgi (aflamark) fyrir þegar kerfið var sett á. Allir flokkar sem voru með í upphafi „kvótakerfisins” og fengu úthlutaðan „kvóta” eru enn þá á þingi. Samfylking, Vinstri Græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Nú kann að draga til tíðinda. Sá tími kann að vera liðinn að flokkar hafa tryggt fylgi. Líklegast er þó að fjórflokkurinn haldi velli áfram í krafti þessa peninga (kvóta) sem þeir fá nú þegar. Fiskkvótaeigendur eru hættir að henda smáfisk því sá fiskur verður aldrei stór. Þetta hafa stjórnmálaflokkar ekki lært. *Píratar höfðu ekki rótgróna áralanga tryggð né nægilegt fjármagn til að verja fylgið. Ætla má að það hafi gerst því peninga (kvóta) skorti. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar