Sorrý, ekkert partý fyrir þig (þú ert svo mikið ves) Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 9. október 2024 11:02 Sum hafa ekki aðgengi að skrifstofu sveitarfélagsins eða einu versluninni í plássinu, né leikskólanum, hvað þá að störfum sem henta. Við sem nýtum hjólastóla verðum fyrir ýmsum hindrunum í daglegu lífi. Hindrunum sem aðrir, og ég sjálf í fyrra lífi, tókum ekki eftir. Það að komast ekki í veislur, partý, íþróttaviðburði, leikhús eða annað varð allt í einu blákaldur veruleikinn. Félagslegt aðgengi er mikilvægara hreyfihömluðu fólki eftir að það fær hjólastólinn heldur en áður. Útilokun, aðgreining og höfnun eru erfitt föruneyti þess sem nýtir hjálpartæki, en vandamálið er ekki þess hreyfihamlaða heldur samfélagsins; fyrirtækja sem ráða ekki hreyfihamlað fólk í vinnu vegna lágs fötlunarsjálfstraust, ráðuneyta þar sem hreyfihamlað fólk er skilið eftir þegar partý eru haldin, af því að partýstaðurinn er ekki aðgengilegur. Sama má segja um ferðamannastaði, hótel og viðburði svo sem þegar friðarsúlan er tendruð í Viðey, ekkert aðgengi. Svo eru það afmælisveislurnar þar sem öllum í bekknum er boðið en hreyfihamlaða barnið kemst ekki í. Að ekki sé minnst á Íþróttirnar og viðburðina sem hreyfihömluð börn og fullorðnir eru útilokuð frá vegna aðgengisleysis. Sjálfsbjörg hefur í áratugi vakið athygli á og barist fyrir úrbótum í þessum málum og margt hefur áunnist. Aðgengi hefur stórlega batnað og má þakka það t.d. bættum Skipulags- og byggingalögum og byggingareglugerðum þar sem algild hönnun er viðmiðið. En eitt er að lög taki tillit til hreyfihamlaðs fólks, annað er að samfélagið, fólkið í landinu, tileinki sér þann hugsunarhátt að gera ráð fyrir öllum. Að það sé í raun viðurkennt og þykja sjálfsögð réttindi að fatlað fólk hafi aðgengi að öllum sviðum samfélagsins. Í því felst ekki bara aðgengi að partýjum þó þau séu mikilvæg heldur líka aðgengi að menntun, atvinnu, menningu og stjórnsýslu svo eitthvað sé nefnt. Undanfarin ár hefur, ítrekað verið bent á að hugsunarleysi þeirra sem hanna og byggja hindranir í samfélaginu, gera okkur sem nýtum hjálpartæki gríðarlegan óleik. Bara með hugsunarleysi sínu. Sama má segja um partý það sem umrætt hefur verið í fjölmiðlum og vinum mínum var boðið í en var ekki aðgengilegt. Þau tóku þá ákvörðun að í stað þess að sitja eftir með sára tilfinningu höfnunar, buðu þau í partýið heim til sín og þangað gátu allir starfsfélagar komið hvort sem þeir nýttu hjólastól eða ekki. Það má þó ekki vera þannig að best sé að sá sem nýtir hjálpartæki bjóði alltaf í partýið. Í viðhorfaveisluna er öllum boðið, en til þess að mæta í hana þarf fólk að vera rétt gírað og í stuði, líka veisluhaldararnir. Látum nýliðinn atburð um viðhorf eða hugsunarleysi, eins og það er kallað, verða til þess að breyta leiknum, þannig að öll geti tekið þátt. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Hrakfallasaga Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Leikbúningar stjórnmálamanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Sum hafa ekki aðgengi að skrifstofu sveitarfélagsins eða einu versluninni í plássinu, né leikskólanum, hvað þá að störfum sem henta. Við sem nýtum hjólastóla verðum fyrir ýmsum hindrunum í daglegu lífi. Hindrunum sem aðrir, og ég sjálf í fyrra lífi, tókum ekki eftir. Það að komast ekki í veislur, partý, íþróttaviðburði, leikhús eða annað varð allt í einu blákaldur veruleikinn. Félagslegt aðgengi er mikilvægara hreyfihömluðu fólki eftir að það fær hjólastólinn heldur en áður. Útilokun, aðgreining og höfnun eru erfitt föruneyti þess sem nýtir hjálpartæki, en vandamálið er ekki þess hreyfihamlaða heldur samfélagsins; fyrirtækja sem ráða ekki hreyfihamlað fólk í vinnu vegna lágs fötlunarsjálfstraust, ráðuneyta þar sem hreyfihamlað fólk er skilið eftir þegar partý eru haldin, af því að partýstaðurinn er ekki aðgengilegur. Sama má segja um ferðamannastaði, hótel og viðburði svo sem þegar friðarsúlan er tendruð í Viðey, ekkert aðgengi. Svo eru það afmælisveislurnar þar sem öllum í bekknum er boðið en hreyfihamlaða barnið kemst ekki í. Að ekki sé minnst á Íþróttirnar og viðburðina sem hreyfihömluð börn og fullorðnir eru útilokuð frá vegna aðgengisleysis. Sjálfsbjörg hefur í áratugi vakið athygli á og barist fyrir úrbótum í þessum málum og margt hefur áunnist. Aðgengi hefur stórlega batnað og má þakka það t.d. bættum Skipulags- og byggingalögum og byggingareglugerðum þar sem algild hönnun er viðmiðið. En eitt er að lög taki tillit til hreyfihamlaðs fólks, annað er að samfélagið, fólkið í landinu, tileinki sér þann hugsunarhátt að gera ráð fyrir öllum. Að það sé í raun viðurkennt og þykja sjálfsögð réttindi að fatlað fólk hafi aðgengi að öllum sviðum samfélagsins. Í því felst ekki bara aðgengi að partýjum þó þau séu mikilvæg heldur líka aðgengi að menntun, atvinnu, menningu og stjórnsýslu svo eitthvað sé nefnt. Undanfarin ár hefur, ítrekað verið bent á að hugsunarleysi þeirra sem hanna og byggja hindranir í samfélaginu, gera okkur sem nýtum hjálpartæki gríðarlegan óleik. Bara með hugsunarleysi sínu. Sama má segja um partý það sem umrætt hefur verið í fjölmiðlum og vinum mínum var boðið í en var ekki aðgengilegt. Þau tóku þá ákvörðun að í stað þess að sitja eftir með sára tilfinningu höfnunar, buðu þau í partýið heim til sín og þangað gátu allir starfsfélagar komið hvort sem þeir nýttu hjólastól eða ekki. Það má þó ekki vera þannig að best sé að sá sem nýtir hjálpartæki bjóði alltaf í partýið. Í viðhorfaveisluna er öllum boðið, en til þess að mæta í hana þarf fólk að vera rétt gírað og í stuði, líka veisluhaldararnir. Látum nýliðinn atburð um viðhorf eða hugsunarleysi, eins og það er kallað, verða til þess að breyta leiknum, þannig að öll geti tekið þátt. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar