Sorrý, ekkert partý fyrir þig (þú ert svo mikið ves) Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 9. október 2024 11:02 Sum hafa ekki aðgengi að skrifstofu sveitarfélagsins eða einu versluninni í plássinu, né leikskólanum, hvað þá að störfum sem henta. Við sem nýtum hjólastóla verðum fyrir ýmsum hindrunum í daglegu lífi. Hindrunum sem aðrir, og ég sjálf í fyrra lífi, tókum ekki eftir. Það að komast ekki í veislur, partý, íþróttaviðburði, leikhús eða annað varð allt í einu blákaldur veruleikinn. Félagslegt aðgengi er mikilvægara hreyfihömluðu fólki eftir að það fær hjólastólinn heldur en áður. Útilokun, aðgreining og höfnun eru erfitt föruneyti þess sem nýtir hjálpartæki, en vandamálið er ekki þess hreyfihamlaða heldur samfélagsins; fyrirtækja sem ráða ekki hreyfihamlað fólk í vinnu vegna lágs fötlunarsjálfstraust, ráðuneyta þar sem hreyfihamlað fólk er skilið eftir þegar partý eru haldin, af því að partýstaðurinn er ekki aðgengilegur. Sama má segja um ferðamannastaði, hótel og viðburði svo sem þegar friðarsúlan er tendruð í Viðey, ekkert aðgengi. Svo eru það afmælisveislurnar þar sem öllum í bekknum er boðið en hreyfihamlaða barnið kemst ekki í. Að ekki sé minnst á Íþróttirnar og viðburðina sem hreyfihömluð börn og fullorðnir eru útilokuð frá vegna aðgengisleysis. Sjálfsbjörg hefur í áratugi vakið athygli á og barist fyrir úrbótum í þessum málum og margt hefur áunnist. Aðgengi hefur stórlega batnað og má þakka það t.d. bættum Skipulags- og byggingalögum og byggingareglugerðum þar sem algild hönnun er viðmiðið. En eitt er að lög taki tillit til hreyfihamlaðs fólks, annað er að samfélagið, fólkið í landinu, tileinki sér þann hugsunarhátt að gera ráð fyrir öllum. Að það sé í raun viðurkennt og þykja sjálfsögð réttindi að fatlað fólk hafi aðgengi að öllum sviðum samfélagsins. Í því felst ekki bara aðgengi að partýjum þó þau séu mikilvæg heldur líka aðgengi að menntun, atvinnu, menningu og stjórnsýslu svo eitthvað sé nefnt. Undanfarin ár hefur, ítrekað verið bent á að hugsunarleysi þeirra sem hanna og byggja hindranir í samfélaginu, gera okkur sem nýtum hjálpartæki gríðarlegan óleik. Bara með hugsunarleysi sínu. Sama má segja um partý það sem umrætt hefur verið í fjölmiðlum og vinum mínum var boðið í en var ekki aðgengilegt. Þau tóku þá ákvörðun að í stað þess að sitja eftir með sára tilfinningu höfnunar, buðu þau í partýið heim til sín og þangað gátu allir starfsfélagar komið hvort sem þeir nýttu hjólastól eða ekki. Það má þó ekki vera þannig að best sé að sá sem nýtir hjálpartæki bjóði alltaf í partýið. Í viðhorfaveisluna er öllum boðið, en til þess að mæta í hana þarf fólk að vera rétt gírað og í stuði, líka veisluhaldararnir. Látum nýliðinn atburð um viðhorf eða hugsunarleysi, eins og það er kallað, verða til þess að breyta leiknum, þannig að öll geti tekið þátt. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Sum hafa ekki aðgengi að skrifstofu sveitarfélagsins eða einu versluninni í plássinu, né leikskólanum, hvað þá að störfum sem henta. Við sem nýtum hjólastóla verðum fyrir ýmsum hindrunum í daglegu lífi. Hindrunum sem aðrir, og ég sjálf í fyrra lífi, tókum ekki eftir. Það að komast ekki í veislur, partý, íþróttaviðburði, leikhús eða annað varð allt í einu blákaldur veruleikinn. Félagslegt aðgengi er mikilvægara hreyfihömluðu fólki eftir að það fær hjólastólinn heldur en áður. Útilokun, aðgreining og höfnun eru erfitt föruneyti þess sem nýtir hjálpartæki, en vandamálið er ekki þess hreyfihamlaða heldur samfélagsins; fyrirtækja sem ráða ekki hreyfihamlað fólk í vinnu vegna lágs fötlunarsjálfstraust, ráðuneyta þar sem hreyfihamlað fólk er skilið eftir þegar partý eru haldin, af því að partýstaðurinn er ekki aðgengilegur. Sama má segja um ferðamannastaði, hótel og viðburði svo sem þegar friðarsúlan er tendruð í Viðey, ekkert aðgengi. Svo eru það afmælisveislurnar þar sem öllum í bekknum er boðið en hreyfihamlaða barnið kemst ekki í. Að ekki sé minnst á Íþróttirnar og viðburðina sem hreyfihömluð börn og fullorðnir eru útilokuð frá vegna aðgengisleysis. Sjálfsbjörg hefur í áratugi vakið athygli á og barist fyrir úrbótum í þessum málum og margt hefur áunnist. Aðgengi hefur stórlega batnað og má þakka það t.d. bættum Skipulags- og byggingalögum og byggingareglugerðum þar sem algild hönnun er viðmiðið. En eitt er að lög taki tillit til hreyfihamlaðs fólks, annað er að samfélagið, fólkið í landinu, tileinki sér þann hugsunarhátt að gera ráð fyrir öllum. Að það sé í raun viðurkennt og þykja sjálfsögð réttindi að fatlað fólk hafi aðgengi að öllum sviðum samfélagsins. Í því felst ekki bara aðgengi að partýjum þó þau séu mikilvæg heldur líka aðgengi að menntun, atvinnu, menningu og stjórnsýslu svo eitthvað sé nefnt. Undanfarin ár hefur, ítrekað verið bent á að hugsunarleysi þeirra sem hanna og byggja hindranir í samfélaginu, gera okkur sem nýtum hjálpartæki gríðarlegan óleik. Bara með hugsunarleysi sínu. Sama má segja um partý það sem umrætt hefur verið í fjölmiðlum og vinum mínum var boðið í en var ekki aðgengilegt. Þau tóku þá ákvörðun að í stað þess að sitja eftir með sára tilfinningu höfnunar, buðu þau í partýið heim til sín og þangað gátu allir starfsfélagar komið hvort sem þeir nýttu hjólastól eða ekki. Það má þó ekki vera þannig að best sé að sá sem nýtir hjálpartæki bjóði alltaf í partýið. Í viðhorfaveisluna er öllum boðið, en til þess að mæta í hana þarf fólk að vera rétt gírað og í stuði, líka veisluhaldararnir. Látum nýliðinn atburð um viðhorf eða hugsunarleysi, eins og það er kallað, verða til þess að breyta leiknum, þannig að öll geti tekið þátt. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun