Er meðvirkni kostur? Davíð Þór Sigurðsson skrifar 9. október 2024 10:31 Eru kennarar við grunnskóla meðvirkir sem stétt? Þessu hef ég oft velt fyrir mér frá því ég byrjaði fyrst að kenna. Það liggur nefnilega fyrir að í hvert sinn sem kjarasamningar eru gerðir selja grunnskólakennarar frá sér réttindi eða kjarabætur. Hvað er það sem veldur? Hvað veldur því að við gerum hvað eftir annað samninga í góðri trú með loforðum sem ekki eru efnd? Við höfum ekki yfirvinnuheimild, bindingu á vinnutíma eða kennsluafslátt til að gefa lengur eftir í samningaviðræðum. Kannski dettur okkur í hug að auka kennsluskylduna? Mögulega bara gera það verkefni kennara að sækja nemendur í upphafi dags og skutla þeim heim úr skóla í lok dags? Hver veit? Þá heldur kannski meðalaldur kennarastéttarinnar áfram að lækka og hlutfall kennara með leyfisbréf að hækka. Nei bíddu, það var öfugt. En þá hlýtur hugsjónafólkinu okkar að renna blóð til skyldunnar að bjarga málunum. Ég myndi samt ekki setja pening á það. En kannski er bara klassíska íslenska æðruleysið útgangspunkturinn, að vona að þetta reddist. Sjálfur er ég frekar til í að finna aðrar lausnir en að stóla á að meðvirkni kennara endist að eilífu. Það liggur enda fyrir að einfaldasta lausnin sé að hækka laun kennara. Ég leyfi mér að fullyrða að það er töluvert meira til af fólki sem er tilbúið að vinna andlega og líkamlega krefjandi og slítandi starf fái það vel borgað. Sem mótsvar við því er auðvitað hægt að benda á höfrungahlaupið sem hækkun launa gæti ollið. Það er verðbólga. Kannski skortir sveitarfélögin bolmagn til að koma til móts við kennara. Staðreyndin er þó sú, að kjör og vinnuaðstæður grunnskólakennara geta hvorki keppt við opinbera markaðinn né hinn frjálsa um aðföng. Annars væri skólakerfið líklegast ekki að glíma við skort á jafn mikilvægum aðföngum og menntuðum kennurum. Ef nýútskrifaðir kennarar eru líklegri til að leita annað en á starfsvettvanginn sem þeir vörðu síðustu fimm árum ævi sinnar í að undirbúa sig fyrir, þá liggur vandinn að öllum líkindum ekki í því að það séu ekki nógu margir að útskrifast. Mér finnst líklegra að hann liggi heldur í launakjörum og vinnuaðstæðum. Ég held að kennarastarfið geti ekki bara verið unnið af hugsjóninni einni. Það þarf líka að vera eftirsóknarverður kostur sem framtíðarstarf. Höfundur er kennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Grunnskólar Skóla- og menntamál Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eru kennarar við grunnskóla meðvirkir sem stétt? Þessu hef ég oft velt fyrir mér frá því ég byrjaði fyrst að kenna. Það liggur nefnilega fyrir að í hvert sinn sem kjarasamningar eru gerðir selja grunnskólakennarar frá sér réttindi eða kjarabætur. Hvað er það sem veldur? Hvað veldur því að við gerum hvað eftir annað samninga í góðri trú með loforðum sem ekki eru efnd? Við höfum ekki yfirvinnuheimild, bindingu á vinnutíma eða kennsluafslátt til að gefa lengur eftir í samningaviðræðum. Kannski dettur okkur í hug að auka kennsluskylduna? Mögulega bara gera það verkefni kennara að sækja nemendur í upphafi dags og skutla þeim heim úr skóla í lok dags? Hver veit? Þá heldur kannski meðalaldur kennarastéttarinnar áfram að lækka og hlutfall kennara með leyfisbréf að hækka. Nei bíddu, það var öfugt. En þá hlýtur hugsjónafólkinu okkar að renna blóð til skyldunnar að bjarga málunum. Ég myndi samt ekki setja pening á það. En kannski er bara klassíska íslenska æðruleysið útgangspunkturinn, að vona að þetta reddist. Sjálfur er ég frekar til í að finna aðrar lausnir en að stóla á að meðvirkni kennara endist að eilífu. Það liggur enda fyrir að einfaldasta lausnin sé að hækka laun kennara. Ég leyfi mér að fullyrða að það er töluvert meira til af fólki sem er tilbúið að vinna andlega og líkamlega krefjandi og slítandi starf fái það vel borgað. Sem mótsvar við því er auðvitað hægt að benda á höfrungahlaupið sem hækkun launa gæti ollið. Það er verðbólga. Kannski skortir sveitarfélögin bolmagn til að koma til móts við kennara. Staðreyndin er þó sú, að kjör og vinnuaðstæður grunnskólakennara geta hvorki keppt við opinbera markaðinn né hinn frjálsa um aðföng. Annars væri skólakerfið líklegast ekki að glíma við skort á jafn mikilvægum aðföngum og menntuðum kennurum. Ef nýútskrifaðir kennarar eru líklegri til að leita annað en á starfsvettvanginn sem þeir vörðu síðustu fimm árum ævi sinnar í að undirbúa sig fyrir, þá liggur vandinn að öllum líkindum ekki í því að það séu ekki nógu margir að útskrifast. Mér finnst líklegra að hann liggi heldur í launakjörum og vinnuaðstæðum. Ég held að kennarastarfið geti ekki bara verið unnið af hugsjóninni einni. Það þarf líka að vera eftirsóknarverður kostur sem framtíðarstarf. Höfundur er kennari og þjálfari.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun