Öryrkjar eiga betra skilið Svanberg Hreinsson skrifar 9. október 2024 09:02 Ár hvert eykst bilið á milli lágmarkslauna og tekna þeirra sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að fylgja vísitölu neysluverðs við ákvörðun um uppfærslur fjárhæða almannatrygginga, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hækki almennt mun minna en launavísitölur. Afleiðingin er sú að bilið á milli öryrkja og þeirra sem hafa lágmarkslaun fer breikkandi. Samkvæmt lögum eiga greiðslur almannatrygginga að breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessa reglu má finna í 62. gr., áður 69. gr. laga um almannatryggingar og var hún upphaflega leidd í lög árið 1997 með það markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sagði í þingræðu við 1. umræðu frumvarpsins: „Viðmiðunin á að vera við laun en engu að síður er settur annar lás sem á að gæta þess ef svo vildi til, sem við skulum vona að verði ekki á næstu árum, að launin hækki minna en verðlag eins og hefur nú komið fyrir." Yfirlýsingu forsætisráðherra í umræðunni er tæpast hægt að túlka öðruvísi en þannig að orðalag frumvarpsins beri að skilja svo að bætur almannatrygginga og greiðslur skuli beinlínis fylgja launaþróun (launavísitölu) nema þegar verðlag hækkar umfram laun. Það er augljóst að stjórnvöld fylgja ekki settum lögum þar sem öryrkjar og aldraðir fá lægri tekjur en þau eiga rétt á. En þar sem Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið skv. 41. gr. stjórnarskrárinnar og núverandi löggjöf felur Alþingi að ákvarða hækkanir bóta, hafa dómstólar talið það falla utan hlutverks síns að dæma um hvort rétt hafi verið staðið að hækkun bóta skv. 62. gr. laga um almannatryggingar og þar með er erfitt að kæra þetta óréttlæti. Svo virðist vera að kerfið hér á Íslandi ætli að teygja sig eins langt og hægt er til þess að koma í veg fyrir að fátækustu hópar samfélagsins fái tekjur sem standa undir grunnframfærslu. Í þessari stöðu er aðeins eitt sem hægt er að gera til að leiðrétta þetta rugl. Við þurfum að breyta lögunum á þann veg að stjórnvöld komist ekki upp með að hunsa þau eða mistúlka. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram frumvarp um að leiðrétta ákvæði 62. gr. þannig að það tryggi með fullnægjandi hætti að kjör lífeyrisþega almannatrygginga fylgi launaþróun. Frumvarpið leggur til að hækkun fjárhæða almannatrygginga, sem og frítekjumarka, skuli framvegis fylgja launaþróun eins og hún kemur fram í launavísitölu Hagstofu Íslands. Áfram er lagt til að greiðslur hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig er tryggt að greiðslur lækki ekki skyndilega ef launaþróun er neikvæð, en valdið til að ákvarða eftir hentisemi hve mikið bætur hækka hverju sinni, er tekið úr höndum ríkisstjórnarinnar Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa lofað að leiðrétta þessa svokölluðu kjaragliðnun, en ekkert hefur verið gert í þeim málum síðastliðin tvö kjörtímabil. Áfram halda stjórnvöld að neita fátæku fólki um sjálfsögð réttindi á meðan þingmenn ríkisstjórnarinnar berjast gegn frumvarpi Flokks fólksins sem myndi koma í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun. Að mínu mati eru þessi vinnubrögð óheiðarleg og óviðunandi. Við eigum betra skilið og Flokkur fólksins mun leggja allt sitt af mörkum til að leiðrétta áratuga langa sögu óréttlætis gagnvart lífeyrisþegum almannatrygginga. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanberg Hreinsson Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Ár hvert eykst bilið á milli lágmarkslauna og tekna þeirra sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að fylgja vísitölu neysluverðs við ákvörðun um uppfærslur fjárhæða almannatrygginga, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hækki almennt mun minna en launavísitölur. Afleiðingin er sú að bilið á milli öryrkja og þeirra sem hafa lágmarkslaun fer breikkandi. Samkvæmt lögum eiga greiðslur almannatrygginga að breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessa reglu má finna í 62. gr., áður 69. gr. laga um almannatryggingar og var hún upphaflega leidd í lög árið 1997 með það markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sagði í þingræðu við 1. umræðu frumvarpsins: „Viðmiðunin á að vera við laun en engu að síður er settur annar lás sem á að gæta þess ef svo vildi til, sem við skulum vona að verði ekki á næstu árum, að launin hækki minna en verðlag eins og hefur nú komið fyrir." Yfirlýsingu forsætisráðherra í umræðunni er tæpast hægt að túlka öðruvísi en þannig að orðalag frumvarpsins beri að skilja svo að bætur almannatrygginga og greiðslur skuli beinlínis fylgja launaþróun (launavísitölu) nema þegar verðlag hækkar umfram laun. Það er augljóst að stjórnvöld fylgja ekki settum lögum þar sem öryrkjar og aldraðir fá lægri tekjur en þau eiga rétt á. En þar sem Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið skv. 41. gr. stjórnarskrárinnar og núverandi löggjöf felur Alþingi að ákvarða hækkanir bóta, hafa dómstólar talið það falla utan hlutverks síns að dæma um hvort rétt hafi verið staðið að hækkun bóta skv. 62. gr. laga um almannatryggingar og þar með er erfitt að kæra þetta óréttlæti. Svo virðist vera að kerfið hér á Íslandi ætli að teygja sig eins langt og hægt er til þess að koma í veg fyrir að fátækustu hópar samfélagsins fái tekjur sem standa undir grunnframfærslu. Í þessari stöðu er aðeins eitt sem hægt er að gera til að leiðrétta þetta rugl. Við þurfum að breyta lögunum á þann veg að stjórnvöld komist ekki upp með að hunsa þau eða mistúlka. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram frumvarp um að leiðrétta ákvæði 62. gr. þannig að það tryggi með fullnægjandi hætti að kjör lífeyrisþega almannatrygginga fylgi launaþróun. Frumvarpið leggur til að hækkun fjárhæða almannatrygginga, sem og frítekjumarka, skuli framvegis fylgja launaþróun eins og hún kemur fram í launavísitölu Hagstofu Íslands. Áfram er lagt til að greiðslur hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig er tryggt að greiðslur lækki ekki skyndilega ef launaþróun er neikvæð, en valdið til að ákvarða eftir hentisemi hve mikið bætur hækka hverju sinni, er tekið úr höndum ríkisstjórnarinnar Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa lofað að leiðrétta þessa svokölluðu kjaragliðnun, en ekkert hefur verið gert í þeim málum síðastliðin tvö kjörtímabil. Áfram halda stjórnvöld að neita fátæku fólki um sjálfsögð réttindi á meðan þingmenn ríkisstjórnarinnar berjast gegn frumvarpi Flokks fólksins sem myndi koma í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun. Að mínu mati eru þessi vinnubrögð óheiðarleg og óviðunandi. Við eigum betra skilið og Flokkur fólksins mun leggja allt sitt af mörkum til að leiðrétta áratuga langa sögu óréttlætis gagnvart lífeyrisþegum almannatrygginga. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar