Aukið aðgengi að faglegri þjónustu – Styðjum Afstöðu! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 8. október 2024 10:00 Mikilvægt er að tryggja að fangar í íslenskum fangelsum fái stuðning og aðstoð til endurhæfingar og tryggja þannig jákvæða aðlögun að samfélaginu að nýju. Afstaða hóf nýverið fjársöfnun á Karolina Fund með það að markmiði að auka aðgengi í fangelsum landsins að faglegri þjónustu á breiðum grunni ásamt auknum félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningjagrundvelli. Afstaða býr yfir öflugu teymi fagfólks í sjálfboðavinnu og jafningja sem leggur áherslu á að fangavist hafi tilgang. Þegar 19 dagar eru eftir af söfnuninni er ljóst að hún hefur ekki gengið sem skyldi. Það er miður og mögulegt að bakslag hafi orðið eftir markvissa vinnu félagsins undanfarin ár við að minnka fordóma gagnvart málaflokknum. Víst er að margar neikvæðar fréttir hafa verið sagðar af fangelsismálum á undanförnum misserum og fókusinn sjaldnast á mikilvægi endurhæfingar í fangelsum til þess að fækka glæpum og tryggja þannig öruggara samfélag. Mikilvægara er nú en nokkru sinni fyrr að standa saman og tryggja að Afstaða nái markmiði sínu í söfnuninni. Hvað er Afstaða? Afstaða er mannúðar og mannréttindafélag sem gætir hagsmuna fanga á íslandi og miðar að því að veita föngum breiða faglega þjónustu, ráðgjöf og félagslegan stuðning á jafningjagrundvelli. Teymi Afstöðu samanstendur af reynslumiklu fagfólki og jafningjum sem leggja áherslu á að fangavist hafi tilgang. Markmið okkar er að bjóða einstaklingum og fjölskyldum þeirra upp á nauðsynlega þjónustu í erfiðum aðstæðum, ásamt því að fækka glæpum, endurkomum í fangelsin, spara pening hjá lögreglu, dómstólum og fangelsum og það sem skiptir mestu máli að fækka brotaþolum. Þá vinnur félagið markvisst að því að fækka fordómum í samfélaginu gagnvart þessum hóp og að fækka þeim sem eru á varanlegum fjárstuðningi hjá ríki og sveitarfélögum. Skilaboð söfnunarinnar Söfnunin er hugsuð til þess að fangar fái betri og breiðari aðgang að faglegri þjónustu, hvort sem það er í formi einkatíma hjá fagfólki og jafningjum eða fái styrk til að leita sér sjálfir eftir þeirri þjónustu. Þetta skiptir máli til að byggja upp traust og hjálpa föngum að þróa nauðsynlega hæfni til að komast aftur inn í samfélagið. Hvers vegna er mikilvægt að styðja Afstöðu? Bætt lýðheilsa: Með því að styrkja Afstöðu stuðlar þú að bættri lýðheilsu í samfélaginu. Fólk sem er í fangelsi þarf að fá aðstoð við að takast á við geðrænar áskoranir og vímuefnaneyslu. Það skilar sér einnig í bættri lýðheilsu fyrir almenning. Færri glæpir: Þegar fangar fá aðstoð við endurhæfingu minnkar hættan á að þeir fari aftur í glæpastarfsemi, sem skiptir sköpum fyrir öryggi samfélagsins. Aukið réttlæti: Aðstoðum þá sem hafa verið útskúfaðir úr samfélaginu. Öll hjálp skiptir máli í því að skapa réttlæti og mannúð því það er samfélagslega hagkvæmt og leiðir til endurtekninga afbrota hjá sama einstaklingi og fækkar brotaþolum um leið. Hvernig getum við hjálpað? Til þess að auka sýnileika söfnunarinnar hvetjum við öll til að deila og miðla verkefninu. Samfélagsmiðlar: Að deila söfnuninni á samfélagsmiðlum, notaðu myndefni sem sýnir áhrif þess að stuðla að aðgengi að faglegri þjónustu, ekki nota myndir af rimlum eða turnum. Samstarf: Ræddu við þau fyrirtæki og stofnanir sem þú þekkir til um möguleika á samstarfi og stuðningi. Persónulegar Sögur: Deildu sögum þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu Afstöðu og hvernig það hefur breytt lífi þeirra. Við vitum að þær eru margar. Að lokum Við höfum öll hlutverk í því að styðja við réttlátara og betra samfélag. Með því að styðja Afstöðu stuðlar þú að bættri framtíð, færri glæpum og réttlæti í samfélaginu. Gerum okkar besta til að tryggja að söfnunin gangi betur – hjálp okkar getur gert gæfumun! Nú er rétti tíminn til að láta rödd okkar heyrast og gera breytingu fyrir þá sem þurfa á því að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að tryggja að fangar í íslenskum fangelsum fái stuðning og aðstoð til endurhæfingar og tryggja þannig jákvæða aðlögun að samfélaginu að nýju. Afstaða hóf nýverið fjársöfnun á Karolina Fund með það að markmiði að auka aðgengi í fangelsum landsins að faglegri þjónustu á breiðum grunni ásamt auknum félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningjagrundvelli. Afstaða býr yfir öflugu teymi fagfólks í sjálfboðavinnu og jafningja sem leggur áherslu á að fangavist hafi tilgang. Þegar 19 dagar eru eftir af söfnuninni er ljóst að hún hefur ekki gengið sem skyldi. Það er miður og mögulegt að bakslag hafi orðið eftir markvissa vinnu félagsins undanfarin ár við að minnka fordóma gagnvart málaflokknum. Víst er að margar neikvæðar fréttir hafa verið sagðar af fangelsismálum á undanförnum misserum og fókusinn sjaldnast á mikilvægi endurhæfingar í fangelsum til þess að fækka glæpum og tryggja þannig öruggara samfélag. Mikilvægara er nú en nokkru sinni fyrr að standa saman og tryggja að Afstaða nái markmiði sínu í söfnuninni. Hvað er Afstaða? Afstaða er mannúðar og mannréttindafélag sem gætir hagsmuna fanga á íslandi og miðar að því að veita föngum breiða faglega þjónustu, ráðgjöf og félagslegan stuðning á jafningjagrundvelli. Teymi Afstöðu samanstendur af reynslumiklu fagfólki og jafningjum sem leggja áherslu á að fangavist hafi tilgang. Markmið okkar er að bjóða einstaklingum og fjölskyldum þeirra upp á nauðsynlega þjónustu í erfiðum aðstæðum, ásamt því að fækka glæpum, endurkomum í fangelsin, spara pening hjá lögreglu, dómstólum og fangelsum og það sem skiptir mestu máli að fækka brotaþolum. Þá vinnur félagið markvisst að því að fækka fordómum í samfélaginu gagnvart þessum hóp og að fækka þeim sem eru á varanlegum fjárstuðningi hjá ríki og sveitarfélögum. Skilaboð söfnunarinnar Söfnunin er hugsuð til þess að fangar fái betri og breiðari aðgang að faglegri þjónustu, hvort sem það er í formi einkatíma hjá fagfólki og jafningjum eða fái styrk til að leita sér sjálfir eftir þeirri þjónustu. Þetta skiptir máli til að byggja upp traust og hjálpa föngum að þróa nauðsynlega hæfni til að komast aftur inn í samfélagið. Hvers vegna er mikilvægt að styðja Afstöðu? Bætt lýðheilsa: Með því að styrkja Afstöðu stuðlar þú að bættri lýðheilsu í samfélaginu. Fólk sem er í fangelsi þarf að fá aðstoð við að takast á við geðrænar áskoranir og vímuefnaneyslu. Það skilar sér einnig í bættri lýðheilsu fyrir almenning. Færri glæpir: Þegar fangar fá aðstoð við endurhæfingu minnkar hættan á að þeir fari aftur í glæpastarfsemi, sem skiptir sköpum fyrir öryggi samfélagsins. Aukið réttlæti: Aðstoðum þá sem hafa verið útskúfaðir úr samfélaginu. Öll hjálp skiptir máli í því að skapa réttlæti og mannúð því það er samfélagslega hagkvæmt og leiðir til endurtekninga afbrota hjá sama einstaklingi og fækkar brotaþolum um leið. Hvernig getum við hjálpað? Til þess að auka sýnileika söfnunarinnar hvetjum við öll til að deila og miðla verkefninu. Samfélagsmiðlar: Að deila söfnuninni á samfélagsmiðlum, notaðu myndefni sem sýnir áhrif þess að stuðla að aðgengi að faglegri þjónustu, ekki nota myndir af rimlum eða turnum. Samstarf: Ræddu við þau fyrirtæki og stofnanir sem þú þekkir til um möguleika á samstarfi og stuðningi. Persónulegar Sögur: Deildu sögum þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu Afstöðu og hvernig það hefur breytt lífi þeirra. Við vitum að þær eru margar. Að lokum Við höfum öll hlutverk í því að styðja við réttlátara og betra samfélag. Með því að styðja Afstöðu stuðlar þú að bættri framtíð, færri glæpum og réttlæti í samfélaginu. Gerum okkar besta til að tryggja að söfnunin gangi betur – hjálp okkar getur gert gæfumun! Nú er rétti tíminn til að láta rödd okkar heyrast og gera breytingu fyrir þá sem þurfa á því að halda.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun