Mun Alþingi fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar 7. október 2024 14:31 Ég hef í dag sent Forseta Íslands bréf þar sem athygli hennar er vakin á umsögn um Fjárlagafrumvarp 2025 sem Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur sent Alþingi vegna ráðgerðs stuðnings við vopnakaup og hernað uppá nær 7 milljarða króna. Umsögnin er birt í heild á síðunni www.austurvollur.is Forsetin er hvött til að kynna sér þessa umsögn vel sem unnin var í samstarfi fleiri aðila sem komust að þeirri niðurstöðu að hver sá þingmaður sem styður slík vopnakaup myndi um leið að fremja landráð þar sem vopnakaupin eru til stuðnings við styrjöld erlends ríkis á erlendri grund sem hefur ekkert með varnir Íslands að gera og sem í raun grefur undan öryggi þjóðarinnar. Slíkt athæfi fellur undir landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Undirriti forseti Íslands frumvarpið og veiti þannig heimild til slíkra vopnakaupa er forsetinn að svíkja sína kjósendur með afgerandi hætti og vísvitandi að fremja landráð. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti vopnakaupum Vopnakaupin eru þvert á þjóðarvilja og þá yfirlýstu friðarstefnu sem Halla Tómasdóttir boðaði framboði sínu til forseta Íslands. Í umsögninni til Alþingis segir: Forsetinn lýsti því yfir í sínu framboði fyrir aðeins örfáum mánuðum síðan að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé á móti þátttöku í stríði og vopnakaupum. Frú forseti lýsti því jafnframt yfir að vopnakaup væru stórt mál sem varðar hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða og það væri eitt af grunngildum þjóðarinnar að vera friðsöm. Hún sagði að taka þátt í vopnakaupum væri hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið og öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Sjá má myndband á síðunni www.austurvollur.is þar sem Halla talar fyrir friði og gegn vopnakaupum og lýsir því að hún hafi talað við fólk og hlustað við fólk úr öllum samfélagshópum og kynslóðum um allt land sem hafi tekið undir með henni að vilja frið og hafni vopnakaupum. Malsskotsréttur „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ sagði Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í forystusæti RÚV. Forseti Íslands sem öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum hefur ekki annað val en að vísa vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu Það er því ljóst að forseti Íslands hefur ekkert val um annað en hafna fjárlögum með vopnakaupum ætli forsetinn ekki að svíkja sína kjósendur og fremja landráð. Forsetinn þarf einnig að taka tillit til þess að gjá hefur nú myndast á milli þings og þjóðar þegar sú staða er komin upp að meirihluti alþingismanna hefur ekki stuðning þjóðarinnar samanber ítrekaðar kannanir við fylgi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu.Ljóst má vera að þjóðin mun hafna vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu því slíkar aðgerðir grafa undan öryggi þjóðarinnar og fjármunum okkar er betur varið í annað eins og forseti Íslands kynnti þjóðinni í forsetaframboði sínu fyrr á árinu. Tafarlausar friðarviðræður við Rússland Við vonum að alþingismenn sjái að sér og fjarlægi vopnakaup og stuðning við hernað úr fjárlagafrumvarpinu áður en það er sent friðarforsetanum á Bessastöðum og þess í stað að setja á fót átak undir forystu forseta Íslands til að hefja tafarlaust friðarviðræður við Rússland. Umsögnin er hægt að lesa í heild á vefnum austurvollur.is https://austurvollur.is/frettir/mun-althingi-fremja-landrad/ Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég hef í dag sent Forseta Íslands bréf þar sem athygli hennar er vakin á umsögn um Fjárlagafrumvarp 2025 sem Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur sent Alþingi vegna ráðgerðs stuðnings við vopnakaup og hernað uppá nær 7 milljarða króna. Umsögnin er birt í heild á síðunni www.austurvollur.is Forsetin er hvött til að kynna sér þessa umsögn vel sem unnin var í samstarfi fleiri aðila sem komust að þeirri niðurstöðu að hver sá þingmaður sem styður slík vopnakaup myndi um leið að fremja landráð þar sem vopnakaupin eru til stuðnings við styrjöld erlends ríkis á erlendri grund sem hefur ekkert með varnir Íslands að gera og sem í raun grefur undan öryggi þjóðarinnar. Slíkt athæfi fellur undir landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Undirriti forseti Íslands frumvarpið og veiti þannig heimild til slíkra vopnakaupa er forsetinn að svíkja sína kjósendur með afgerandi hætti og vísvitandi að fremja landráð. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti vopnakaupum Vopnakaupin eru þvert á þjóðarvilja og þá yfirlýstu friðarstefnu sem Halla Tómasdóttir boðaði framboði sínu til forseta Íslands. Í umsögninni til Alþingis segir: Forsetinn lýsti því yfir í sínu framboði fyrir aðeins örfáum mánuðum síðan að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé á móti þátttöku í stríði og vopnakaupum. Frú forseti lýsti því jafnframt yfir að vopnakaup væru stórt mál sem varðar hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða og það væri eitt af grunngildum þjóðarinnar að vera friðsöm. Hún sagði að taka þátt í vopnakaupum væri hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið og öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Sjá má myndband á síðunni www.austurvollur.is þar sem Halla talar fyrir friði og gegn vopnakaupum og lýsir því að hún hafi talað við fólk og hlustað við fólk úr öllum samfélagshópum og kynslóðum um allt land sem hafi tekið undir með henni að vilja frið og hafni vopnakaupum. Malsskotsréttur „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ sagði Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í forystusæti RÚV. Forseti Íslands sem öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum hefur ekki annað val en að vísa vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu Það er því ljóst að forseti Íslands hefur ekkert val um annað en hafna fjárlögum með vopnakaupum ætli forsetinn ekki að svíkja sína kjósendur og fremja landráð. Forsetinn þarf einnig að taka tillit til þess að gjá hefur nú myndast á milli þings og þjóðar þegar sú staða er komin upp að meirihluti alþingismanna hefur ekki stuðning þjóðarinnar samanber ítrekaðar kannanir við fylgi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu.Ljóst má vera að þjóðin mun hafna vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu því slíkar aðgerðir grafa undan öryggi þjóðarinnar og fjármunum okkar er betur varið í annað eins og forseti Íslands kynnti þjóðinni í forsetaframboði sínu fyrr á árinu. Tafarlausar friðarviðræður við Rússland Við vonum að alþingismenn sjái að sér og fjarlægi vopnakaup og stuðning við hernað úr fjárlagafrumvarpinu áður en það er sent friðarforsetanum á Bessastöðum og þess í stað að setja á fót átak undir forystu forseta Íslands til að hefja tafarlaust friðarviðræður við Rússland. Umsögnin er hægt að lesa í heild á vefnum austurvollur.is https://austurvollur.is/frettir/mun-althingi-fremja-landrad/ Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun