Mun Alþingi fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar 7. október 2024 14:31 Ég hef í dag sent Forseta Íslands bréf þar sem athygli hennar er vakin á umsögn um Fjárlagafrumvarp 2025 sem Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur sent Alþingi vegna ráðgerðs stuðnings við vopnakaup og hernað uppá nær 7 milljarða króna. Umsögnin er birt í heild á síðunni www.austurvollur.is Forsetin er hvött til að kynna sér þessa umsögn vel sem unnin var í samstarfi fleiri aðila sem komust að þeirri niðurstöðu að hver sá þingmaður sem styður slík vopnakaup myndi um leið að fremja landráð þar sem vopnakaupin eru til stuðnings við styrjöld erlends ríkis á erlendri grund sem hefur ekkert með varnir Íslands að gera og sem í raun grefur undan öryggi þjóðarinnar. Slíkt athæfi fellur undir landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Undirriti forseti Íslands frumvarpið og veiti þannig heimild til slíkra vopnakaupa er forsetinn að svíkja sína kjósendur með afgerandi hætti og vísvitandi að fremja landráð. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti vopnakaupum Vopnakaupin eru þvert á þjóðarvilja og þá yfirlýstu friðarstefnu sem Halla Tómasdóttir boðaði framboði sínu til forseta Íslands. Í umsögninni til Alþingis segir: Forsetinn lýsti því yfir í sínu framboði fyrir aðeins örfáum mánuðum síðan að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé á móti þátttöku í stríði og vopnakaupum. Frú forseti lýsti því jafnframt yfir að vopnakaup væru stórt mál sem varðar hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða og það væri eitt af grunngildum þjóðarinnar að vera friðsöm. Hún sagði að taka þátt í vopnakaupum væri hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið og öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Sjá má myndband á síðunni www.austurvollur.is þar sem Halla talar fyrir friði og gegn vopnakaupum og lýsir því að hún hafi talað við fólk og hlustað við fólk úr öllum samfélagshópum og kynslóðum um allt land sem hafi tekið undir með henni að vilja frið og hafni vopnakaupum. Malsskotsréttur „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ sagði Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í forystusæti RÚV. Forseti Íslands sem öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum hefur ekki annað val en að vísa vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu Það er því ljóst að forseti Íslands hefur ekkert val um annað en hafna fjárlögum með vopnakaupum ætli forsetinn ekki að svíkja sína kjósendur og fremja landráð. Forsetinn þarf einnig að taka tillit til þess að gjá hefur nú myndast á milli þings og þjóðar þegar sú staða er komin upp að meirihluti alþingismanna hefur ekki stuðning þjóðarinnar samanber ítrekaðar kannanir við fylgi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu.Ljóst má vera að þjóðin mun hafna vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu því slíkar aðgerðir grafa undan öryggi þjóðarinnar og fjármunum okkar er betur varið í annað eins og forseti Íslands kynnti þjóðinni í forsetaframboði sínu fyrr á árinu. Tafarlausar friðarviðræður við Rússland Við vonum að alþingismenn sjái að sér og fjarlægi vopnakaup og stuðning við hernað úr fjárlagafrumvarpinu áður en það er sent friðarforsetanum á Bessastöðum og þess í stað að setja á fót átak undir forystu forseta Íslands til að hefja tafarlaust friðarviðræður við Rússland. Umsögnin er hægt að lesa í heild á vefnum austurvollur.is https://austurvollur.is/frettir/mun-althingi-fremja-landrad/ Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég hef í dag sent Forseta Íslands bréf þar sem athygli hennar er vakin á umsögn um Fjárlagafrumvarp 2025 sem Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur sent Alþingi vegna ráðgerðs stuðnings við vopnakaup og hernað uppá nær 7 milljarða króna. Umsögnin er birt í heild á síðunni www.austurvollur.is Forsetin er hvött til að kynna sér þessa umsögn vel sem unnin var í samstarfi fleiri aðila sem komust að þeirri niðurstöðu að hver sá þingmaður sem styður slík vopnakaup myndi um leið að fremja landráð þar sem vopnakaupin eru til stuðnings við styrjöld erlends ríkis á erlendri grund sem hefur ekkert með varnir Íslands að gera og sem í raun grefur undan öryggi þjóðarinnar. Slíkt athæfi fellur undir landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Undirriti forseti Íslands frumvarpið og veiti þannig heimild til slíkra vopnakaupa er forsetinn að svíkja sína kjósendur með afgerandi hætti og vísvitandi að fremja landráð. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti vopnakaupum Vopnakaupin eru þvert á þjóðarvilja og þá yfirlýstu friðarstefnu sem Halla Tómasdóttir boðaði framboði sínu til forseta Íslands. Í umsögninni til Alþingis segir: Forsetinn lýsti því yfir í sínu framboði fyrir aðeins örfáum mánuðum síðan að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé á móti þátttöku í stríði og vopnakaupum. Frú forseti lýsti því jafnframt yfir að vopnakaup væru stórt mál sem varðar hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða og það væri eitt af grunngildum þjóðarinnar að vera friðsöm. Hún sagði að taka þátt í vopnakaupum væri hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið og öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Sjá má myndband á síðunni www.austurvollur.is þar sem Halla talar fyrir friði og gegn vopnakaupum og lýsir því að hún hafi talað við fólk og hlustað við fólk úr öllum samfélagshópum og kynslóðum um allt land sem hafi tekið undir með henni að vilja frið og hafni vopnakaupum. Malsskotsréttur „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ sagði Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í forystusæti RÚV. Forseti Íslands sem öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum hefur ekki annað val en að vísa vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu Það er því ljóst að forseti Íslands hefur ekkert val um annað en hafna fjárlögum með vopnakaupum ætli forsetinn ekki að svíkja sína kjósendur og fremja landráð. Forsetinn þarf einnig að taka tillit til þess að gjá hefur nú myndast á milli þings og þjóðar þegar sú staða er komin upp að meirihluti alþingismanna hefur ekki stuðning þjóðarinnar samanber ítrekaðar kannanir við fylgi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu.Ljóst má vera að þjóðin mun hafna vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu því slíkar aðgerðir grafa undan öryggi þjóðarinnar og fjármunum okkar er betur varið í annað eins og forseti Íslands kynnti þjóðinni í forsetaframboði sínu fyrr á árinu. Tafarlausar friðarviðræður við Rússland Við vonum að alþingismenn sjái að sér og fjarlægi vopnakaup og stuðning við hernað úr fjárlagafrumvarpinu áður en það er sent friðarforsetanum á Bessastöðum og þess í stað að setja á fót átak undir forystu forseta Íslands til að hefja tafarlaust friðarviðræður við Rússland. Umsögnin er hægt að lesa í heild á vefnum austurvollur.is https://austurvollur.is/frettir/mun-althingi-fremja-landrad/ Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar