Dauðarefsing Pírata Sigurjón Þórðarson skrifar 4. október 2024 07:46 Flokkur fólksins lagði fram frumvarp í síðustu viku sem felur í sér að heimilt verði að vísa hættulegum glæpamönnum úr landi þó svo þeir hafi fengið hér stöðu flóttamanns. Þingmaður Pírata fann það út í umræðunni með langsóttum og ógeðfelldum hætti að með því væri Flokkur fólksins að leggja til dauðarefsingu. Hún Arndís Anna margtuggði vitleysuna svo oft að hún virtist vera farin að trúa áburðinum. Auðvitað snýst málið um hag Íslands og Íslendinga þannig að hægt sé vísa stórhættulegum síafbrotamönnum úr landi. Það er ótrúlegt að þetta ákvæði sé ekki nú þegar í lögum en Inga Sæland lagði breytinguna til síðastliðið vor en þá guggnuðu ríkisstjórnarflokkarnir á að samþykkja málið. Í stað þess að segja þjóðinni satt um hver hindrunin væri fyrir þessu þjóðþrifamáli þá settu sumir Sjálfstæðismenn á einhvern kjaftavaðal um að óljós lagatækni stæði í veginum. Eins og fyrr segir þá var frumvarpið lagt að nýju fram í síðustu viku, enda bólar ekkert á frumvarpi sem dómsmálaráðherra boðaði að ætti að koma sama efnis á haustþingi. Skýringin á biðinni kom fram í viðtali við tilvonandi formann VG, Svandísi Svavars en hún greindi frá því að hún hefði bannað Sjálfstæðisflokknum að koma fram með frekari frumvörp um útlendingamál. Það er alveg kristaltært að VG er í harðri samkeppni við bæði Sósíalista og sérstaklega Pírata um atkvæði þeirra sem vilja leggja niður landamærin og hleypa öllum sem hingað reka á fjörur landsins hæli með tilheyrandi útgjöldum. Baráttan er hörð um þessi fáu atkvæði þar sem hluti þingmanna Samfylkingarinnar virðast einnig hafa blandað sér nýlega með krafti í baráttuna. Okkur í Flokki fólksins teljum rétt að senda þá með hraði úr landi sem hafa misnotað gestrisni landsmanna, m.a. kynferðisafbrotamenn. Hvers vegna eru Píratar, VG og fleiri á móti því? Höfundur er varaþingmaður í Norðvesturkjöræmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins lagði fram frumvarp í síðustu viku sem felur í sér að heimilt verði að vísa hættulegum glæpamönnum úr landi þó svo þeir hafi fengið hér stöðu flóttamanns. Þingmaður Pírata fann það út í umræðunni með langsóttum og ógeðfelldum hætti að með því væri Flokkur fólksins að leggja til dauðarefsingu. Hún Arndís Anna margtuggði vitleysuna svo oft að hún virtist vera farin að trúa áburðinum. Auðvitað snýst málið um hag Íslands og Íslendinga þannig að hægt sé vísa stórhættulegum síafbrotamönnum úr landi. Það er ótrúlegt að þetta ákvæði sé ekki nú þegar í lögum en Inga Sæland lagði breytinguna til síðastliðið vor en þá guggnuðu ríkisstjórnarflokkarnir á að samþykkja málið. Í stað þess að segja þjóðinni satt um hver hindrunin væri fyrir þessu þjóðþrifamáli þá settu sumir Sjálfstæðismenn á einhvern kjaftavaðal um að óljós lagatækni stæði í veginum. Eins og fyrr segir þá var frumvarpið lagt að nýju fram í síðustu viku, enda bólar ekkert á frumvarpi sem dómsmálaráðherra boðaði að ætti að koma sama efnis á haustþingi. Skýringin á biðinni kom fram í viðtali við tilvonandi formann VG, Svandísi Svavars en hún greindi frá því að hún hefði bannað Sjálfstæðisflokknum að koma fram með frekari frumvörp um útlendingamál. Það er alveg kristaltært að VG er í harðri samkeppni við bæði Sósíalista og sérstaklega Pírata um atkvæði þeirra sem vilja leggja niður landamærin og hleypa öllum sem hingað reka á fjörur landsins hæli með tilheyrandi útgjöldum. Baráttan er hörð um þessi fáu atkvæði þar sem hluti þingmanna Samfylkingarinnar virðast einnig hafa blandað sér nýlega með krafti í baráttuna. Okkur í Flokki fólksins teljum rétt að senda þá með hraði úr landi sem hafa misnotað gestrisni landsmanna, m.a. kynferðisafbrotamenn. Hvers vegna eru Píratar, VG og fleiri á móti því? Höfundur er varaþingmaður í Norðvesturkjöræmi.
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar