Er vitlaust gefið í stjórnmálum? Reynir Böðvarsson skrifar 3. október 2024 14:02 Hægri stjórnmálahreyfingar hafa alstaðar jákvæðan aðstöðumun vegna tengsla þeirra við fjármagnseigendur, ekki minnst hvað varðar áhrif á fjölmiðlun. Fjölmiðlar gegna afgerandi lykilhlutverki í að móta skoðanir almennings og hafa þannig líka áhrif á pólitíska skoðunar myndun og þeir sem hafa fjármagn hafa meiri möguleika á að stjórna eða hafa áhrif á þessi valdatæki. Ef benda á einhvern einn einstakan galla í lýðræðisferlinu á vesturlöndum þá er það þetta ójafnvægi á aðgangi að fjármagni þar sem fjármagnsöflin ausa fjármunum í hægri stjórnmálahreyfingar á sama tíma og vinstrið er stöðugt í fjárþröng og verða að treysta á velvilja launafólks sem oftar en ekki eru á lágum launum. Í flestum löndum eiga auðugir einstaklingar og fyrirtæki stóran hlut fjölmiðla, og þeir styðja gjarnan hafa tengsl við hægrisinnaða stjórnmálahreyfingar. Vegna þess að hægri stjórnmál stefna oft í átt að markaðslausnum og verndun fjármagnseigenda, er líklegt að eigendur fjölmiðla hafi hagsmuni af því að styðja hægrisinnaðar hugmyndir. Í Bretlandi til dæmis eru sumir af stærstu dagblöðum og fjölmiðlum í eigu auðugra einstaklinga sem hafa augljós tengsl við hægristefnuna, eins og Rupert Murdoch og hans fjölmiðlaveldi. Í Bandaríkjunum hafa mörg stórfyrirtæki og fjárfestar veitt stóru flokkunum og þá sérstaklega Repúblikanaflokknum verulega fjárhagslega styrki, sem hefur styrkt herferðir þeirra. Fjármagnið gerir hægri flokkum kleift að nýta öflugari auglýsingaherferðir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Vinstri stjórnmálaflokkar hafa reynt að vinna gegn þessum aðstöðumun með því að nýta samfélagsmiðla og óháða netmiðla til að koma sínum skilaboðum á framfæri. Þessi miðlun er ódýrari og getur náð til stórs hóps, en samt hafa vinstriflokkar yfirleitt miklu minna fjármagn til að reka stórar herferðir. Þegar fjölmiðlar eru í eigu eða undir áhrifum auðugra einstaklinga eða fyrirtækja, hafa þeir haft bein áhrif á það hvernig almenningur skynjar hægri og vinstri stjórnmál. Þetta kemur fram í hlutdrægri fréttaflutningi eða áherslu á ákveðin málefni sem styðja hægrisinnaða hugmyndafræði. Þetta smitar jafnvel útfrá sér yfir á óháða fjölmiðla eins og til dæmis ríkisfjölmiðla þar sem „norminu” er haldi til hægri. Við þekkjum þetta á Íslandi þar sem auðvaldið heldur uppi Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu og RÚV þorir varla að fjalla um efni sem því er ekki að skapi. Það er því alveg ljóst að þetta ójafnvægi hefur áhrif á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu og styrkir stöðu hægri flokka á kostnað flokka til vinstri. Ef einhver áhugi er fyrir því að reka alvöru lýðræðisþjóðfélag þá þarf að ná fram breytingum á þessu, ekki bara á Íslandi heldur víðast um veröld. Hægri hugmyndasmiðjur víðs vegar um heiminn, fjármagnaðar af auðmönnum, framleiða efni sem viðheldur þessu ójafnvægi og gerir umbætur í þágu almennings nánast ómögulegar. Leikurinn fer ekki vel því það er vitlaust gefið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Hægri stjórnmálahreyfingar hafa alstaðar jákvæðan aðstöðumun vegna tengsla þeirra við fjármagnseigendur, ekki minnst hvað varðar áhrif á fjölmiðlun. Fjölmiðlar gegna afgerandi lykilhlutverki í að móta skoðanir almennings og hafa þannig líka áhrif á pólitíska skoðunar myndun og þeir sem hafa fjármagn hafa meiri möguleika á að stjórna eða hafa áhrif á þessi valdatæki. Ef benda á einhvern einn einstakan galla í lýðræðisferlinu á vesturlöndum þá er það þetta ójafnvægi á aðgangi að fjármagni þar sem fjármagnsöflin ausa fjármunum í hægri stjórnmálahreyfingar á sama tíma og vinstrið er stöðugt í fjárþröng og verða að treysta á velvilja launafólks sem oftar en ekki eru á lágum launum. Í flestum löndum eiga auðugir einstaklingar og fyrirtæki stóran hlut fjölmiðla, og þeir styðja gjarnan hafa tengsl við hægrisinnaða stjórnmálahreyfingar. Vegna þess að hægri stjórnmál stefna oft í átt að markaðslausnum og verndun fjármagnseigenda, er líklegt að eigendur fjölmiðla hafi hagsmuni af því að styðja hægrisinnaðar hugmyndir. Í Bretlandi til dæmis eru sumir af stærstu dagblöðum og fjölmiðlum í eigu auðugra einstaklinga sem hafa augljós tengsl við hægristefnuna, eins og Rupert Murdoch og hans fjölmiðlaveldi. Í Bandaríkjunum hafa mörg stórfyrirtæki og fjárfestar veitt stóru flokkunum og þá sérstaklega Repúblikanaflokknum verulega fjárhagslega styrki, sem hefur styrkt herferðir þeirra. Fjármagnið gerir hægri flokkum kleift að nýta öflugari auglýsingaherferðir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Vinstri stjórnmálaflokkar hafa reynt að vinna gegn þessum aðstöðumun með því að nýta samfélagsmiðla og óháða netmiðla til að koma sínum skilaboðum á framfæri. Þessi miðlun er ódýrari og getur náð til stórs hóps, en samt hafa vinstriflokkar yfirleitt miklu minna fjármagn til að reka stórar herferðir. Þegar fjölmiðlar eru í eigu eða undir áhrifum auðugra einstaklinga eða fyrirtækja, hafa þeir haft bein áhrif á það hvernig almenningur skynjar hægri og vinstri stjórnmál. Þetta kemur fram í hlutdrægri fréttaflutningi eða áherslu á ákveðin málefni sem styðja hægrisinnaða hugmyndafræði. Þetta smitar jafnvel útfrá sér yfir á óháða fjölmiðla eins og til dæmis ríkisfjölmiðla þar sem „norminu” er haldi til hægri. Við þekkjum þetta á Íslandi þar sem auðvaldið heldur uppi Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu og RÚV þorir varla að fjalla um efni sem því er ekki að skapi. Það er því alveg ljóst að þetta ójafnvægi hefur áhrif á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu og styrkir stöðu hægri flokka á kostnað flokka til vinstri. Ef einhver áhugi er fyrir því að reka alvöru lýðræðisþjóðfélag þá þarf að ná fram breytingum á þessu, ekki bara á Íslandi heldur víðast um veröld. Hægri hugmyndasmiðjur víðs vegar um heiminn, fjármagnaðar af auðmönnum, framleiða efni sem viðheldur þessu ójafnvægi og gerir umbætur í þágu almennings nánast ómögulegar. Leikurinn fer ekki vel því það er vitlaust gefið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun