Gerir óþægilegt samtal auðveldara Lovísa Arnardóttir skrifar 3. október 2024 08:46 Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna. Samsett Ný launavakt, Rúna, gefur fyrirtækjum færi á að fá upplýsingar um laun starfsmanna mánaðarlega. Lausnin er hönnuð hjá Origo og er ætlað að auka gagnsæi í launum. Lausnin hefur verið í þróun í tvö ár og var opnuð fyrirtækjum síðasta föstudag. Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna hjá Origo, ræddu Rúnu launavakt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorgerður segir Rúnu útvega fersk launagögn mánaðarlega og sé hugsuð til að auðvelda stjórnendum að taka launaákvarðanir. Gögnin eru tekin úr launakerfi Origo en markmiðið er að fá gögn úr fleiri launakerfum. Gögn gull Gögnunum er skipt upp eftir ákveðinni flokkun og eru ópersónugreinanlegar. Miðað er við starfaflokkun Hagstofunnar. Ísleifur segir fyrirtæki skorta oft upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir um laun. Lausninni sé því einnig ætlað að tryggja réttlæti. „Launasýnileiki hefur á Íslandi alltaf verið dálítið tabú,“ segir Ísleifur. Með því að greina alvöru gögn geti launaviðtalið verið auðveldara og betra. „Gögn eru gull í nútímasamfélagi.“ Ísleifur segir yfirmenn geta leitað í kerfinu eftir ýmsum bakgrunnsbreytum eins og mannaforráði, aldri, starfsaldri og titli. Miðað við þær upplýsingar sem birtast geti hann svo séð hvaða laun þessi ákveðni starfsmaður ætti að vera með. Það gagnist líka starfsmanninum því ólíklegra sé að á honum sé svindlað. Þorgerður segir þetta ekki endilega til að fyrirtækin þurfi ekki að greiða hærri laun. Fyrirtækin vilji vanda sig og borga samkeppnishæf laun. Hingað til hafi þau ekki haft nægilega góð gögn því gögnin sem liggi fyrir séu of gömul. Eins og úr launakönnunum og öðru. Þessi gögn séu tekin í rauntíma og því betri. Ísleifur segir samtalið um launavæntingar miklu auðveldari þegar þessar upplýsingar séu á borðinu. Mörgum þyki þessi umræða afar óþægileg en þetta auðveldi hana. „Þetta er einhver menning sem þarf að snúa,“ segir Þorgerður um það af hverju laun séu feimnismál. Störf verði auglýst með launabili Hún segir til að byrja með sé lausnin aðeins aðgengileg fyrirtækjum og yfirmönnum en ekki starfsmönnum. Þau segja endurgjöfina frá fyrirtækjum hafa verið góða. „Ég reikna með því að einn daginn verði öll störf auglýst með einhverju launabili,“ segir Ísleifur. Á vef Origo kemur fram að hægt sé að fá aðgang að launavaktinni fyrir 29.900 krónur á mánuði fyrir 50 stöðugildi. Séu þau fleiri er greitt 150 krónur fyrir hvert stöðugildi. Bítið Tækni Jafnréttismál Mest lesið Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Sjá meira
Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna hjá Origo, ræddu Rúnu launavakt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorgerður segir Rúnu útvega fersk launagögn mánaðarlega og sé hugsuð til að auðvelda stjórnendum að taka launaákvarðanir. Gögnin eru tekin úr launakerfi Origo en markmiðið er að fá gögn úr fleiri launakerfum. Gögn gull Gögnunum er skipt upp eftir ákveðinni flokkun og eru ópersónugreinanlegar. Miðað er við starfaflokkun Hagstofunnar. Ísleifur segir fyrirtæki skorta oft upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir um laun. Lausninni sé því einnig ætlað að tryggja réttlæti. „Launasýnileiki hefur á Íslandi alltaf verið dálítið tabú,“ segir Ísleifur. Með því að greina alvöru gögn geti launaviðtalið verið auðveldara og betra. „Gögn eru gull í nútímasamfélagi.“ Ísleifur segir yfirmenn geta leitað í kerfinu eftir ýmsum bakgrunnsbreytum eins og mannaforráði, aldri, starfsaldri og titli. Miðað við þær upplýsingar sem birtast geti hann svo séð hvaða laun þessi ákveðni starfsmaður ætti að vera með. Það gagnist líka starfsmanninum því ólíklegra sé að á honum sé svindlað. Þorgerður segir þetta ekki endilega til að fyrirtækin þurfi ekki að greiða hærri laun. Fyrirtækin vilji vanda sig og borga samkeppnishæf laun. Hingað til hafi þau ekki haft nægilega góð gögn því gögnin sem liggi fyrir séu of gömul. Eins og úr launakönnunum og öðru. Þessi gögn séu tekin í rauntíma og því betri. Ísleifur segir samtalið um launavæntingar miklu auðveldari þegar þessar upplýsingar séu á borðinu. Mörgum þyki þessi umræða afar óþægileg en þetta auðveldi hana. „Þetta er einhver menning sem þarf að snúa,“ segir Þorgerður um það af hverju laun séu feimnismál. Störf verði auglýst með launabili Hún segir til að byrja með sé lausnin aðeins aðgengileg fyrirtækjum og yfirmönnum en ekki starfsmönnum. Þau segja endurgjöfina frá fyrirtækjum hafa verið góða. „Ég reikna með því að einn daginn verði öll störf auglýst með einhverju launabili,“ segir Ísleifur. Á vef Origo kemur fram að hægt sé að fá aðgang að launavaktinni fyrir 29.900 krónur á mánuði fyrir 50 stöðugildi. Séu þau fleiri er greitt 150 krónur fyrir hvert stöðugildi.
Bítið Tækni Jafnréttismál Mest lesið Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Sjá meira