Háskóli Íslands er ekki að sinna skyldum sínum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar 4. október 2024 10:02 Á Íslandi er fólki kennt frá blautu barnsbeini að menntun sé mikilvægasta verkfærið fyrir bjarta og árangursríka framtíð. Það er skólaskylda upp að 10. bekk og þaðan eru okkur allir menntavegir færir. Hvort sem þú vilt verða fatahönnuður og ferð þá í Listaháskólann eða besservisser bókmenntafræðingurog hendir þér ofan í bóklegt nám Háskóla Íslands. „Mennt er máttur“ sagði enski heimspekingurinn Francis Bacon, og hann hafði nokkuð til síns máls. Með menntun öðlumst við mátt. Menntamorð (e. scholasticide) er því hugtak sem ætti að skjóta okkur skelk í bringu. Það raungerist núna í þeirri hryllilegu staðreynd að allir skólar á Gaza hafa verið sprengdir í loft upp af Ísraelsher. Engin börn byrjuðu í fyrsta bekk þetta haust og engir háskólanemar héldu sínu námi áfram, hvort sem þau voru að læra fatahönnun eða bókmenntir. Það er engin skömm í því að vita ekki nóg eða líða eins og maður geti ekkert gert. Þjóðarmorðið á Gaza er okkar veruleika svo fjarri að það er ekki hægt að setja sig í þeirra fótspor. Við höfum til dæmis eitt sem þau hafa ekki, fullt aðgengi að menntun, samnemendum okkar og kennurum. Við höfum ekki misst máttinn sem menntunin gefur. Það hryggir okkur að skólinn sem við stundum nám við sé enn í akademísku samstarfi við ísraelska háskóla, þrátt fyrir hörmungarnar sem yfirvöld þar hafa ollið palestínskum skólum, kennurum og nemendum. Við spyrjum Háskólann eins og aðrir spyrja börn, myndi þér líða vel ef einhver gerði svona við þig? Þótt að Palestínumenn berjist með endalausri og aðdáunarveðri seiglu hafa nemendur á Gaza verið svipt möguleikanum til menntunar, þar sem Ísrael veit að mennt er máttur. Við getum hinsvegar nýtt okkar menntun, okkar mátt, í þeirra þágu. Háskóla Íslands ber skylda að fordæma þjóða- og menntamorðið í Palestínu og það vita skólastjórnendur mætavel. Háskólinn er nefnilega einn af þeim fjölmörgu skólum sem undirrituðu Magna Charta Universitatum, sáttmála um að stuðla að sameiginlegum siðferðislegumskyldum háskólanna. Þar kemur til dæmis fram að háskólar viðurkenni að menntun sé mannréttindi og að háskólastofnanir eigi að ýta undir og hjálpa þeim sem ekki hafa aðgang að þeim mannréttindum. Í þokkabót hefur skólinn opinberlega birt að gildi sín séu akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska. Sú hegðun sem Háskóli Íslands sýnir af sér með hlutleysi og þögn þegar heimurinn horfir upp á þjóðarmorð, og bíður jafnvel gestafyrirlesurum frá opinberlega Síonískum háskólum til sín, sýnir ekki þessi gildi í verki, frá okkar dyrum séð sýnir þessi hegðun þröngsýni, mismunun og loddaraskap. Háskóli Íslands á að geta staðið við orð sín og skuldbindingar. Ef Háskólinn sinnir ekki skyldum sínum núna, hvaða prinsipp mun hann svíkja næst? Viljum við að orð elsta háskóla Íslands séu merkingarsnauð? Höfundar eru Kjartan Sveinn Guðmundsson og Silja Höllu Egilsdóttir og þau skrifa f.h Stúdenta. Fyrir Palestínu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er fólki kennt frá blautu barnsbeini að menntun sé mikilvægasta verkfærið fyrir bjarta og árangursríka framtíð. Það er skólaskylda upp að 10. bekk og þaðan eru okkur allir menntavegir færir. Hvort sem þú vilt verða fatahönnuður og ferð þá í Listaháskólann eða besservisser bókmenntafræðingurog hendir þér ofan í bóklegt nám Háskóla Íslands. „Mennt er máttur“ sagði enski heimspekingurinn Francis Bacon, og hann hafði nokkuð til síns máls. Með menntun öðlumst við mátt. Menntamorð (e. scholasticide) er því hugtak sem ætti að skjóta okkur skelk í bringu. Það raungerist núna í þeirri hryllilegu staðreynd að allir skólar á Gaza hafa verið sprengdir í loft upp af Ísraelsher. Engin börn byrjuðu í fyrsta bekk þetta haust og engir háskólanemar héldu sínu námi áfram, hvort sem þau voru að læra fatahönnun eða bókmenntir. Það er engin skömm í því að vita ekki nóg eða líða eins og maður geti ekkert gert. Þjóðarmorðið á Gaza er okkar veruleika svo fjarri að það er ekki hægt að setja sig í þeirra fótspor. Við höfum til dæmis eitt sem þau hafa ekki, fullt aðgengi að menntun, samnemendum okkar og kennurum. Við höfum ekki misst máttinn sem menntunin gefur. Það hryggir okkur að skólinn sem við stundum nám við sé enn í akademísku samstarfi við ísraelska háskóla, þrátt fyrir hörmungarnar sem yfirvöld þar hafa ollið palestínskum skólum, kennurum og nemendum. Við spyrjum Háskólann eins og aðrir spyrja börn, myndi þér líða vel ef einhver gerði svona við þig? Þótt að Palestínumenn berjist með endalausri og aðdáunarveðri seiglu hafa nemendur á Gaza verið svipt möguleikanum til menntunar, þar sem Ísrael veit að mennt er máttur. Við getum hinsvegar nýtt okkar menntun, okkar mátt, í þeirra þágu. Háskóla Íslands ber skylda að fordæma þjóða- og menntamorðið í Palestínu og það vita skólastjórnendur mætavel. Háskólinn er nefnilega einn af þeim fjölmörgu skólum sem undirrituðu Magna Charta Universitatum, sáttmála um að stuðla að sameiginlegum siðferðislegumskyldum háskólanna. Þar kemur til dæmis fram að háskólar viðurkenni að menntun sé mannréttindi og að háskólastofnanir eigi að ýta undir og hjálpa þeim sem ekki hafa aðgang að þeim mannréttindum. Í þokkabót hefur skólinn opinberlega birt að gildi sín séu akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska. Sú hegðun sem Háskóli Íslands sýnir af sér með hlutleysi og þögn þegar heimurinn horfir upp á þjóðarmorð, og bíður jafnvel gestafyrirlesurum frá opinberlega Síonískum háskólum til sín, sýnir ekki þessi gildi í verki, frá okkar dyrum séð sýnir þessi hegðun þröngsýni, mismunun og loddaraskap. Háskóli Íslands á að geta staðið við orð sín og skuldbindingar. Ef Háskólinn sinnir ekki skyldum sínum núna, hvaða prinsipp mun hann svíkja næst? Viljum við að orð elsta háskóla Íslands séu merkingarsnauð? Höfundar eru Kjartan Sveinn Guðmundsson og Silja Höllu Egilsdóttir og þau skrifa f.h Stúdenta. Fyrir Palestínu við Háskóla Íslands.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar