Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, María Jónasdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir skrifa 3. október 2024 09:30 Veigamikil ákvörðun var tekin árið 2014 um að bóknám til stúdentsprófs í framhaldsskólum skyldi stytt úr fjórum árum í þrjú. Mikil og mikilvæg umræða hefur átt sér stað undanfarin misseri um áhrif þessara breytinga. Við undirritaðar störfum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og höfum á undanförnum árum rannsakað áhrif styttingarinnar á inntak og uppbyggingu bóknámsbrauta til stúdentsprófs, samspili styttingarinnar við aðrar stefnubreytingar og mögulegar afleiðingar þessara breytinga þegar kemur að undirbúningi nemenda fyrir nám á háskólastigi. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að rifja upp aðdraganda styttingarinnar. Með breytingum á lögum um framhaldsskóla árið 2008 var tekið upp nýtt einingakerfi og þurfti að endurskilgreina námsbrautir með hliðsjón af því. Jafnframt var tekinn upp hæfniviðmiða rammi að evrópskri fyrirmynd. Með tilkomu laganna var námskrárgerð falin framhaldsskólunum og þeim veitt frelsi til að hanna námsbrautir út frá sérstöðu skólanna og áherslum. Þá var einnig opnað fyrir þann möguleika að skipuleggja námsbrautir, m.a. stúdentsprófsbrautir, með þriggja ára námstíma. Að undanskildum nokkrum framhaldsskólum voru fáir sem innleiddu þriggja ára stúdentsprófsbrautir. Árið 2014, í kjölfar útgáfu Hvítbókar um umbætur í menntun tóku stjórnvöld einhliða ákvörðun um að allir framhaldsskólar skyldu stytta námstíma bóknámsbrauta til stúdentsprófs um eitt ár og fengu til þess eitt ár. Framhaldsskólum var í sjálfsvald sett að útfæra námsbrautarlýsingar fyrir þriggja ára stúdentsprófsbrautir í ljósi fyrrgreindra breytinga á verklagi við námsbrautagerð og gátu því farið mjög ólíkar leiðir að því markmiði að stytta námsskipan um eitt ár. Skólar þurftu að fá staðfestingu á námsbrautarlýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en að öðru leyti var ekki haldið utan um hvernig útfærsla nýrra námsbrauta var framkvæmd í framhaldsskólunum eða skoðað hvaða afleiðingar þessi einhliða stjórnvaldsákvörðun menntayfirvalda hafði á nám og kennslu í framhaldsskólum á Íslandi. Í tíu ár höfum við safnað fjölbreyttum gögnum um þróun framhaldsskólans og höfum því nokkuð góða yfirsýn yfir þá sögu sem rakin er hér að framan. Gögnin spanna viðtöl við ólíka hagaðila innan kerfisins; nemendur, skólastjórnendur, framhaldsskólakennara og háskólakennara. Við höfum einnig rýnt í uppbyggingu námsbrauta og safnað upplýsingum um námsframboð ólíkra framhaldsskóla. Niðurstöður okkar varpa ljósi á ýmsar kerfislægar áskoranir. Jafnvægið í inntaki námsins hefur raskast, hvort farið sé á dýptina eða breiddina. Áður voru skilgreindar fimm ólíkar stúdentsprófsbrautir þar sem gætt var að jafnvægi á milli dýptar námsins og breiddar þess. Í dag hafa nemendur val um tæplega 160 ólíkar útfærslur stúdentsprófsbrauta. Svo virðist sem framhaldsskólarnir hafi verið knúnir til að velja á milli þess að fækka einingum sem falla undir sérhæfingu brautar eða minnka frjálst val og hlutdeild annarra námsgreina. Í sumum tilfellum hefur inntak náms á stúdentsprófsbrautum verið skert mikið, sérstaklega ef litið er til fjölda eininga í einstaka námsgreinum. Einnig heyra málabrautir nánast sögunni til og í sumum skólum hefur orðið umtalsverður niðurskurður tungumála (annarra en ensku) og einstakra félagsgreina. Loks sýna niðurstöðurnar að verulega mikill munur er á framboði framhaldsskóla í einingafjölda þegar horft er til þeirra námsgreina sem Háskóli Íslands leggur áherslu á í inntökuskilyrðum sínum. Þetta þýðir að nemendur á samskonar brautum í ólíkum framhaldsskólum hafa ekki sömu möguleika þegar kemur að vali á háskólanámi og virðist stærð og staðsetning skóla ráða þar miklu. Niðurstöðurnar vekja upp áleitnar spurningar um það hvort jafnrétti meðal framhaldsskólanema sé tryggt. Til að opna á samtal um niðurstöður okkar bjóðum við til málþings þann 11. október næstkomandi kl. 13 í stofu VHV-023 í Veröld, húsi Vigdísar, Háskóla Íslands. Barna- og menntamálaráðherra opnar málstofuna, þá fara fram kynningar á helstu rannsóknarniðurstöðum og í lokin verða pallborðsumræður. Við hvetjum öll áhugasöm um málefni framhaldsskólans að koma, hlusta og taka þátt í samtalinu. Elsa Eiríksdóttir prófessor, Guðrún Ragnarsdóttir prófessor, María Jónasdóttir, aðjúnkt og doktorsefni og Valgerður S. Bjarnadóttir lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Veigamikil ákvörðun var tekin árið 2014 um að bóknám til stúdentsprófs í framhaldsskólum skyldi stytt úr fjórum árum í þrjú. Mikil og mikilvæg umræða hefur átt sér stað undanfarin misseri um áhrif þessara breytinga. Við undirritaðar störfum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og höfum á undanförnum árum rannsakað áhrif styttingarinnar á inntak og uppbyggingu bóknámsbrauta til stúdentsprófs, samspili styttingarinnar við aðrar stefnubreytingar og mögulegar afleiðingar þessara breytinga þegar kemur að undirbúningi nemenda fyrir nám á háskólastigi. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að rifja upp aðdraganda styttingarinnar. Með breytingum á lögum um framhaldsskóla árið 2008 var tekið upp nýtt einingakerfi og þurfti að endurskilgreina námsbrautir með hliðsjón af því. Jafnframt var tekinn upp hæfniviðmiða rammi að evrópskri fyrirmynd. Með tilkomu laganna var námskrárgerð falin framhaldsskólunum og þeim veitt frelsi til að hanna námsbrautir út frá sérstöðu skólanna og áherslum. Þá var einnig opnað fyrir þann möguleika að skipuleggja námsbrautir, m.a. stúdentsprófsbrautir, með þriggja ára námstíma. Að undanskildum nokkrum framhaldsskólum voru fáir sem innleiddu þriggja ára stúdentsprófsbrautir. Árið 2014, í kjölfar útgáfu Hvítbókar um umbætur í menntun tóku stjórnvöld einhliða ákvörðun um að allir framhaldsskólar skyldu stytta námstíma bóknámsbrauta til stúdentsprófs um eitt ár og fengu til þess eitt ár. Framhaldsskólum var í sjálfsvald sett að útfæra námsbrautarlýsingar fyrir þriggja ára stúdentsprófsbrautir í ljósi fyrrgreindra breytinga á verklagi við námsbrautagerð og gátu því farið mjög ólíkar leiðir að því markmiði að stytta námsskipan um eitt ár. Skólar þurftu að fá staðfestingu á námsbrautarlýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en að öðru leyti var ekki haldið utan um hvernig útfærsla nýrra námsbrauta var framkvæmd í framhaldsskólunum eða skoðað hvaða afleiðingar þessi einhliða stjórnvaldsákvörðun menntayfirvalda hafði á nám og kennslu í framhaldsskólum á Íslandi. Í tíu ár höfum við safnað fjölbreyttum gögnum um þróun framhaldsskólans og höfum því nokkuð góða yfirsýn yfir þá sögu sem rakin er hér að framan. Gögnin spanna viðtöl við ólíka hagaðila innan kerfisins; nemendur, skólastjórnendur, framhaldsskólakennara og háskólakennara. Við höfum einnig rýnt í uppbyggingu námsbrauta og safnað upplýsingum um námsframboð ólíkra framhaldsskóla. Niðurstöður okkar varpa ljósi á ýmsar kerfislægar áskoranir. Jafnvægið í inntaki námsins hefur raskast, hvort farið sé á dýptina eða breiddina. Áður voru skilgreindar fimm ólíkar stúdentsprófsbrautir þar sem gætt var að jafnvægi á milli dýptar námsins og breiddar þess. Í dag hafa nemendur val um tæplega 160 ólíkar útfærslur stúdentsprófsbrauta. Svo virðist sem framhaldsskólarnir hafi verið knúnir til að velja á milli þess að fækka einingum sem falla undir sérhæfingu brautar eða minnka frjálst val og hlutdeild annarra námsgreina. Í sumum tilfellum hefur inntak náms á stúdentsprófsbrautum verið skert mikið, sérstaklega ef litið er til fjölda eininga í einstaka námsgreinum. Einnig heyra málabrautir nánast sögunni til og í sumum skólum hefur orðið umtalsverður niðurskurður tungumála (annarra en ensku) og einstakra félagsgreina. Loks sýna niðurstöðurnar að verulega mikill munur er á framboði framhaldsskóla í einingafjölda þegar horft er til þeirra námsgreina sem Háskóli Íslands leggur áherslu á í inntökuskilyrðum sínum. Þetta þýðir að nemendur á samskonar brautum í ólíkum framhaldsskólum hafa ekki sömu möguleika þegar kemur að vali á háskólanámi og virðist stærð og staðsetning skóla ráða þar miklu. Niðurstöðurnar vekja upp áleitnar spurningar um það hvort jafnrétti meðal framhaldsskólanema sé tryggt. Til að opna á samtal um niðurstöður okkar bjóðum við til málþings þann 11. október næstkomandi kl. 13 í stofu VHV-023 í Veröld, húsi Vigdísar, Háskóla Íslands. Barna- og menntamálaráðherra opnar málstofuna, þá fara fram kynningar á helstu rannsóknarniðurstöðum og í lokin verða pallborðsumræður. Við hvetjum öll áhugasöm um málefni framhaldsskólans að koma, hlusta og taka þátt í samtalinu. Elsa Eiríksdóttir prófessor, Guðrún Ragnarsdóttir prófessor, María Jónasdóttir, aðjúnkt og doktorsefni og Valgerður S. Bjarnadóttir lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar