Stórar breytingar framundan Arnar Freyr Guðmundsson skrifar 2. október 2024 16:02 Í flóknum heimi þar sem tækni spilar lykilhlutverk getur skipt mjög miklu máli að tryggja öryggi alls þess ferlis sem vörur, þjónusta og upplýsingar fara í gegnum, allt frá framleiðslu til afhendingar til neytenda það sem við í daglegu tali köllum birgðakeðju. Það felur í sér að vernda bæði fyrirtæki og birgja þess gegn áhættu líkt og netógnunum, veikleikum í kerfum eða öryggisbrestum hjá þriðja aðila. Dæmi um öryggisbrest í birgjakeðju er CrowdStrike atvikið sem mörg urðu vör við í sumar en atvikið hafði meðal annars áhrif á flugsamgöngur og heilbrigðisþjónustu á heimsvísu. Aðfararnótt 19. júlí sendi CrowdStrike út uppfærslu á veiruvörn sinni, Falcon Sensor, sem olli því að Windows tölvur urðu óstarfhæfar vegna alvarlegs galla í nýjum rekli (e. driver). Uppfærslan var afturkölluð fljótt, en engu að síður urðu 8,5 milljónir tölva fyrir áhrifum og hafði atvikið alvarleg áhrif á fjölbreytta innviði um allan heim. Öryggisstefna skylda Mikilvægi öryggis birgjakeðju er sérstaklega áréttað í Evróputilskipun, sem tekur gildi í aðildarríkjum Evrópusambandsins 18. október 2024, en undirbúningur að innleiðingu hennar í íslensk lög er þegar hafinn. Með tilkomu tilskipunarinnar sem hefur heitið NIS2 verða fyrirtæki sem falla undir nauðsynlega og mikilvæga starfsemi skyldug til að tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi ströngum öryggiskröfum og stjórnendur bera ábyrgð á því að svo sé gert. Tilskipunin krefst þess að fyrirtæki hafi öfluga öryggisstefnu fyrir alla birgja. Stjórnendur bera þannig ábyrgð á því að fylgjast með öryggi birgjakeðjunnar og tryggja að allir aðilar uppfylli lágmarkskröfur um netöryggi. Birgjar þurfa að hafa innleitt áhættustýringarferli til að takast á við netógnir. Öryggisvottanir eða úttektir á birgjum skulu vera framkvæmdar reglulega til að tryggja að þeir fylgi ströngum öryggiskröfum. Viðbragðsáætlanir sem tryggja hröð viðbrögð við netárásum eða veikleikum í kerfum birgja skulu vera til staðar. Af þessu má sjá að aukin ábyrgð stjórnenda í öryggismálum er ein af stærstu og mikilvægustu breytingunum sem NIS2 felur í sér. Eins bera þeir ríka ábyrgð á því að meta og fylgjast með öryggisstefnu fyrirtækja og tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi settum öryggiskröfum. Þetta krefst þess að stjórnendur: Tryggi fjárhagslegan stuðning og mannafla til að innleiða öryggisstefnu. Fylgist reglulega með árangri og samræmi birgja og þjónustuaðila við öryggiskröfur. Meti áhættu sem fylgir birgjum og sjái til þess að allar áhættur séu teknar með í reikninginn við ákvarðanatöku. Stjórnendur þurfa að tryggja að öryggisstefna fyrirtækisins nái yfir alla birgjakeðjuna og að samningar við birgja taki mið af því að tryggja öryggi. Þetta getur verið í formi vottana, áreiðanleikakannana eða reglulegra úttektarferla til að tryggja að birgjar uppfylli ströngustu kröfur um netöryggi. Öryggi lykilatriði Stórar breytingar eru framundan með tilkomu NIS2, ábyrgð stjórnenda verður meiri og mikilvægt er að innleiða öflugar öryggisráðstafanir til að vernda birgjakeðjuna. Öryggi birgjakeðju er lykilatriði fyrir stöðugum rekstri og netöryggi fyrirtækja. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér: https://www.fjarskiptastofa.is/page/f9faad7e-8909-480f-87a1-513b540c3224 Höfundur er fagstjóri netvarna og prófana netöryggis á sviði stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í flóknum heimi þar sem tækni spilar lykilhlutverk getur skipt mjög miklu máli að tryggja öryggi alls þess ferlis sem vörur, þjónusta og upplýsingar fara í gegnum, allt frá framleiðslu til afhendingar til neytenda það sem við í daglegu tali köllum birgðakeðju. Það felur í sér að vernda bæði fyrirtæki og birgja þess gegn áhættu líkt og netógnunum, veikleikum í kerfum eða öryggisbrestum hjá þriðja aðila. Dæmi um öryggisbrest í birgjakeðju er CrowdStrike atvikið sem mörg urðu vör við í sumar en atvikið hafði meðal annars áhrif á flugsamgöngur og heilbrigðisþjónustu á heimsvísu. Aðfararnótt 19. júlí sendi CrowdStrike út uppfærslu á veiruvörn sinni, Falcon Sensor, sem olli því að Windows tölvur urðu óstarfhæfar vegna alvarlegs galla í nýjum rekli (e. driver). Uppfærslan var afturkölluð fljótt, en engu að síður urðu 8,5 milljónir tölva fyrir áhrifum og hafði atvikið alvarleg áhrif á fjölbreytta innviði um allan heim. Öryggisstefna skylda Mikilvægi öryggis birgjakeðju er sérstaklega áréttað í Evróputilskipun, sem tekur gildi í aðildarríkjum Evrópusambandsins 18. október 2024, en undirbúningur að innleiðingu hennar í íslensk lög er þegar hafinn. Með tilkomu tilskipunarinnar sem hefur heitið NIS2 verða fyrirtæki sem falla undir nauðsynlega og mikilvæga starfsemi skyldug til að tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi ströngum öryggiskröfum og stjórnendur bera ábyrgð á því að svo sé gert. Tilskipunin krefst þess að fyrirtæki hafi öfluga öryggisstefnu fyrir alla birgja. Stjórnendur bera þannig ábyrgð á því að fylgjast með öryggi birgjakeðjunnar og tryggja að allir aðilar uppfylli lágmarkskröfur um netöryggi. Birgjar þurfa að hafa innleitt áhættustýringarferli til að takast á við netógnir. Öryggisvottanir eða úttektir á birgjum skulu vera framkvæmdar reglulega til að tryggja að þeir fylgi ströngum öryggiskröfum. Viðbragðsáætlanir sem tryggja hröð viðbrögð við netárásum eða veikleikum í kerfum birgja skulu vera til staðar. Af þessu má sjá að aukin ábyrgð stjórnenda í öryggismálum er ein af stærstu og mikilvægustu breytingunum sem NIS2 felur í sér. Eins bera þeir ríka ábyrgð á því að meta og fylgjast með öryggisstefnu fyrirtækja og tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi settum öryggiskröfum. Þetta krefst þess að stjórnendur: Tryggi fjárhagslegan stuðning og mannafla til að innleiða öryggisstefnu. Fylgist reglulega með árangri og samræmi birgja og þjónustuaðila við öryggiskröfur. Meti áhættu sem fylgir birgjum og sjái til þess að allar áhættur séu teknar með í reikninginn við ákvarðanatöku. Stjórnendur þurfa að tryggja að öryggisstefna fyrirtækisins nái yfir alla birgjakeðjuna og að samningar við birgja taki mið af því að tryggja öryggi. Þetta getur verið í formi vottana, áreiðanleikakannana eða reglulegra úttektarferla til að tryggja að birgjar uppfylli ströngustu kröfur um netöryggi. Öryggi lykilatriði Stórar breytingar eru framundan með tilkomu NIS2, ábyrgð stjórnenda verður meiri og mikilvægt er að innleiða öflugar öryggisráðstafanir til að vernda birgjakeðjuna. Öryggi birgjakeðju er lykilatriði fyrir stöðugum rekstri og netöryggi fyrirtækja. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér: https://www.fjarskiptastofa.is/page/f9faad7e-8909-480f-87a1-513b540c3224 Höfundur er fagstjóri netvarna og prófana netöryggis á sviði stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun