....og þá var eins og blessuð skepan skildi..... Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. október 2024 13:29 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti það sem seðlabankastjóri kallaði í vor „aumingjalega stýrivaxtalækkun” í morgun. Um leið var tekið fram að hænufet morgunsins væri ekki endilega ávísun á meiri lækkun á næstunni. Nú er það alkunna að breytingar á stýrivöxtum hafa ekki endilega áhrif strax heldur þó nokkuð inn í framtíðinni. Lækkunin mun því ekki skipta miklu máli allavega fyrsta kastið. Ég er ekki sannfærður um að lækkun morgunsins sé byggð á hagfræðilegum forsendum. Hún virðist aðallega hugsuð sem snuð uppí þá sem harðast hafa gengið fram í gagnrýni á seðlabankastjóra og hirð hans vegna hávaxtastefnunnar. Það sem helst stendur upp úr varðandi stýrivaxtaákvarðanir undanfarandi er skilningsleysi peningastefnunefndar á ástandinu í landinu. Þannig fór seðlabankastjóri fram með nokkrum þjósti nýlega og kvað fullt af íbúðum í byggingu og skildi síst í því að menn skyldu minnast á skort í því efni. Hann virðist ekki skilja að meginhluti þeirra íbúða sem í smíðum er á Höfuðborgarsvæðinu eru ekki við alþýðukjör. Það kemur glögglega fram þegar kaupendahópurinn er gaumgæfður. Þar er einkum að finna fjárfesta og leigusala. Alþýða manna er ekki að kaupa íbúðir sem kosta um eitthundraðmilljónir og þá einkum ekki fyrstu kaupendur. Seðlabankastjóra er nokkur vorkunn. Það er auðvelt að koma sér upp rörsýn í Svörtuloftum. Þangað inn rata ekki raddir og skoðanir almennings. Seðlabankastjóri gerði einnig lítið úr vaxandi vanskilum heimila og fyrirtækja nýlega en var þegar í stað leiðréttur af innheimtufyrirtækjum. Ef seðlabankastjóri legði sig eftir að hlusta á ungt fólk í húsnæðisvanda, á eigendur smárra og meðalstórra fyrirtækja, á sveitarstjórnarmenn myndi hann hugsanlega haga málum ögn öðruvísi. Af orðum hans í morgun má ráða að hann skilur ekki enn þann vanda sem við er að etja í húsnæðismálum. Sá vandi er svo stór að hann mun hafa áhrif á verðbólgu næstu fimm til tíu ár. Það þarf samhæft átak til að bæta úr húsnæðisvandanum, sem NB er ekki einungis kominn til vegna innflutnings vinnuafls. Seðlabankastjóri og samverkamenn gætu komist að því með að gaumgæfa í hverskonar húsnæði stór hluti þeirra býr. Það er viðvarandi skortur á smærri og þó einkanlega ódýrari íbúðum. Þær verða ekki til meðan hangið er í þéttingastefnunni þar sem kostnaður við lóð undir hverja íbúð nemur milljónum. Vonandi mun „aumingjalega stýrivaxtalækkunin“ verða vísir að öðru meira. Það tefur fyrir að ríkisstjórn Íslands heldur áfram að skila auðu eins og sjá má í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Sem betur fer sér fyrir endann á valdatíð ónýtu ríkisstjórnarinnar sem hefur verið til fyrir sjálfa sig í nokkur ár. Næsta ríkisstjórn mun vonandi taka á málum með ákveðnum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri þannig að Seðlabankinn standi ekki einn í baráttunni við verðbólgu og geti tekið ákveðnari skref í vaxtalækkunum. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti það sem seðlabankastjóri kallaði í vor „aumingjalega stýrivaxtalækkun” í morgun. Um leið var tekið fram að hænufet morgunsins væri ekki endilega ávísun á meiri lækkun á næstunni. Nú er það alkunna að breytingar á stýrivöxtum hafa ekki endilega áhrif strax heldur þó nokkuð inn í framtíðinni. Lækkunin mun því ekki skipta miklu máli allavega fyrsta kastið. Ég er ekki sannfærður um að lækkun morgunsins sé byggð á hagfræðilegum forsendum. Hún virðist aðallega hugsuð sem snuð uppí þá sem harðast hafa gengið fram í gagnrýni á seðlabankastjóra og hirð hans vegna hávaxtastefnunnar. Það sem helst stendur upp úr varðandi stýrivaxtaákvarðanir undanfarandi er skilningsleysi peningastefnunefndar á ástandinu í landinu. Þannig fór seðlabankastjóri fram með nokkrum þjósti nýlega og kvað fullt af íbúðum í byggingu og skildi síst í því að menn skyldu minnast á skort í því efni. Hann virðist ekki skilja að meginhluti þeirra íbúða sem í smíðum er á Höfuðborgarsvæðinu eru ekki við alþýðukjör. Það kemur glögglega fram þegar kaupendahópurinn er gaumgæfður. Þar er einkum að finna fjárfesta og leigusala. Alþýða manna er ekki að kaupa íbúðir sem kosta um eitthundraðmilljónir og þá einkum ekki fyrstu kaupendur. Seðlabankastjóra er nokkur vorkunn. Það er auðvelt að koma sér upp rörsýn í Svörtuloftum. Þangað inn rata ekki raddir og skoðanir almennings. Seðlabankastjóri gerði einnig lítið úr vaxandi vanskilum heimila og fyrirtækja nýlega en var þegar í stað leiðréttur af innheimtufyrirtækjum. Ef seðlabankastjóri legði sig eftir að hlusta á ungt fólk í húsnæðisvanda, á eigendur smárra og meðalstórra fyrirtækja, á sveitarstjórnarmenn myndi hann hugsanlega haga málum ögn öðruvísi. Af orðum hans í morgun má ráða að hann skilur ekki enn þann vanda sem við er að etja í húsnæðismálum. Sá vandi er svo stór að hann mun hafa áhrif á verðbólgu næstu fimm til tíu ár. Það þarf samhæft átak til að bæta úr húsnæðisvandanum, sem NB er ekki einungis kominn til vegna innflutnings vinnuafls. Seðlabankastjóri og samverkamenn gætu komist að því með að gaumgæfa í hverskonar húsnæði stór hluti þeirra býr. Það er viðvarandi skortur á smærri og þó einkanlega ódýrari íbúðum. Þær verða ekki til meðan hangið er í þéttingastefnunni þar sem kostnaður við lóð undir hverja íbúð nemur milljónum. Vonandi mun „aumingjalega stýrivaxtalækkunin“ verða vísir að öðru meira. Það tefur fyrir að ríkisstjórn Íslands heldur áfram að skila auðu eins og sjá má í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Sem betur fer sér fyrir endann á valdatíð ónýtu ríkisstjórnarinnar sem hefur verið til fyrir sjálfa sig í nokkur ár. Næsta ríkisstjórn mun vonandi taka á málum með ákveðnum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri þannig að Seðlabankinn standi ekki einn í baráttunni við verðbólgu og geti tekið ákveðnari skref í vaxtalækkunum. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar