Lausn húsnæðisvandans Guðjón Sigurbjartsson skrifar 2. október 2024 10:01 Húsnæðisvandinn á Íslandi hefur verið viðvarandi mörg undanfarin ár og aðgerðir stjórnvalda duga skammt. Húsnæðisverð hækkar stöðugt og sveiflast aðallega upp á við, með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið, sérstaklega ungt, efnalítið fólk. Lóðaskortur er oft nefndur sem helsta ástæða húsnæðisvandans, en það er fleira sem kemur til. Ein af stærstu ástæðunum er að þegar kaupmáttur almennings dregst saman, til dæmis vegna hárra stýrivaxta, draga lánveitendur úr lánveitingum til byggingaraðila sem leiðir til minni framleiðslu íbúða, verðhækkana og seljendur hægja á sölu og bíða verðhækkana. Þessi grein fjallar um aðgerðir sem duga til að fá fram nægt, stöðugt framboð húsnæðis og lækka húsnæðisverð. 1. Hvað þarf til? Samkvæmt greiningum HMS þarf um 4.500 nýjar íbúðir inn á markaðinn á ári. Ef hver íbúð kostar 70 m.kr. í framleiðslu kostar ársframleiðslan um 315 milljörðum króna. Almennt lækkar framleiðsluverð á einingu með auknu magni og stöðugleika í framleiðslu. Þetta á jafnt við um íbúðahúsnæði. Stór fjársterkur byggingaaðili sem myndi framleiða þúsundir íbúða á ári, óháð eftirspurnarsveiflum, gæti skipulagt sig langt fram í tímann og þannig lækkað byggingarkostnað um segjum 15%, sem gerir um 10 m.kr. á meðalíbúð, sjá tilvísun. Ef nægt framboði væri til staðar af íbúðahúsnæði í uppsveiflum efnahagslífsins, væru bólu verðhækkanir minni, kannski 10 m.kr. minni á íbúð en við skort. Samtals myndi því nægt stöðugt framboð íbúðahúsnæðis lækka íbúðaverð 10 til 20 m.kr. varlega áætlað. Stór fjársterkur byggingaaðili myndi líka auðvelda sveitarfélögum að þróa og undirbúa byggingarsvæði og hafa þau til reiðu eftir þörfum, vitandi að þau fengju kostnaðinn greiddan til baka með álagningu, jafnvel fyrir fram. Lækkun íbúðaverðs myndi einnig lækka verðbólga, vextir og verðtryggð lán. Það liggur því mikið við að þetta náist fram og að því ættu allir að vinna. Líklega myndi duga að á markaðinn kæmi fjársterkur byggingaraðili sem myndi láta framleiða um 1/3 af árlegri íbúðaþörf, það er um 1.500 íbúðir á ári, óháð sveiflum, til að ná fram ofangreindum áhrifum. Á krepputímum myndi lítið seljast en í uppsveiflum færi allt sem til væri. Ef við miðum við 7 ára kreppur yrði lagerinn í lok sölutregðutímabils segjum um 5.000 íbúðir, sem svo myndu seljast á þenslutímum væri fjárbindingin mest um 350 milljarðar króna. Vissulega kostar að eiga mikið á lager en sá kostnaður fæst til baka og vel það með kostnaðarlækkun með aukinni jafnri framleiðslu. 2. Hlutverk lífeyrissjóðanna Heildareignir Íslensku lífeyrissjóðanna voru í árslok 2022 um 7.000 ma. kr. Ný fjárfestingaþörf þeirra er í kringum 200 ma.kr. / ári auk endur fjárfestinga. Um 70% fjárfestinga þeirra er innanlands, þar af hundruð milljarða í fasteignum. Hlutverk lífeyrissjóðanna er að hjálpa okkur að safna í varasjóði fyrir tekjulitlu árin. Árleg fjármunasöfnun þeirra nemur stórum hluta af eðlilegri sjóðasöfnun fólks. Til þess ávaxta féð almennings og verja verðrýrnun ber sjóðunum að fjárfesta með yfirveguðum hætti og stefna á að minnsta kosti 3,5% raunávöxtun. Lífeyrissjóðirnir eru reyndar virkir á fasteignamarkaði, eiga meðal annars tugi ef ekki hundruð milljarða í fasteignaþróun og leigufélögum, mega það lögum samkvæmt. En sjóðunum er gert að vera varkárir. Líkast til er það ástæða þess að þeir hafa ekki beitt sér að ráði við að leysa húsnæðisvandann sem þeim væri í lófa lagið því ofangreind hámarks fjárfesting, um 350 milljarðar að hámarki, er innan við 5% af núverandi heildar fjárfestingum lífeyrissjóða og örugg og arðbær. Fyrir þá er spurningin e.t.v. af hverju þeir ættu að vera að flækja sína starfsemi. Ljóst er að til að lífeyrissjóðirnir komi inn á húsnæðismarkaðinn með svo markvissum og jákvæðum hætti, þarf löggjafinn að fela þeim það í löggjöf og traustu regluverki. Meðal þess sem þar þarf að taka á er: á að stofna sér félag/félög um verkefnið; á að bjóða allt út til núverandi byggingaverktaka; að tempra ruðningsáhrif gagnvart minni byggingaraðilum. Vissulega er hér að mörgu að hyggja en markmiðið er gott og ávinningurinn mikill. 3. Lokaorð og hvatning Til að fullnægja eftirspurn eftir íbúðahúsnæði hvernig sem árar og til að ná fram verðlækkun þarf aðkomu fjársterks velviljaðs aðila með þolinmótt fjármagn. Fyrir almenning á Íslandi sem lögum samkvæmt fela lífeyrissjóðum stóran hluta tekna sinna til varðveislu og ávöxtunar, væri mjög gott að sjóðirnir nýti hluta sparnaðarins til að laga til á húsnæðismarkaði, enda má gera það án þess að gefa eftir af ávöxtunarkröfum. Með þessu mun skortur á íbúðahúsnæði nánast hverfa, húsnæðisverð lækka, sem og verðtryggðar skuldbindingar. Það er til mikils að vinna og mikilvægt að löggjafinn láti til sín taka. Höfundur er viðskiptafræðingur. Tilvísanir: 1. Framleiðni á byggingamarkaði: Samanburður við Noreg - Ævar Rafn Hafþórsson og Þórólfur Matthíasson https://skemman.is/bitstream/1946/26368/1/HAG_Ævar_Þórólfur.pdf 2. Staða húsnæðismarkaðarins www.hms.is 3. Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, 36. og 37. gr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandinn á Íslandi hefur verið viðvarandi mörg undanfarin ár og aðgerðir stjórnvalda duga skammt. Húsnæðisverð hækkar stöðugt og sveiflast aðallega upp á við, með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið, sérstaklega ungt, efnalítið fólk. Lóðaskortur er oft nefndur sem helsta ástæða húsnæðisvandans, en það er fleira sem kemur til. Ein af stærstu ástæðunum er að þegar kaupmáttur almennings dregst saman, til dæmis vegna hárra stýrivaxta, draga lánveitendur úr lánveitingum til byggingaraðila sem leiðir til minni framleiðslu íbúða, verðhækkana og seljendur hægja á sölu og bíða verðhækkana. Þessi grein fjallar um aðgerðir sem duga til að fá fram nægt, stöðugt framboð húsnæðis og lækka húsnæðisverð. 1. Hvað þarf til? Samkvæmt greiningum HMS þarf um 4.500 nýjar íbúðir inn á markaðinn á ári. Ef hver íbúð kostar 70 m.kr. í framleiðslu kostar ársframleiðslan um 315 milljörðum króna. Almennt lækkar framleiðsluverð á einingu með auknu magni og stöðugleika í framleiðslu. Þetta á jafnt við um íbúðahúsnæði. Stór fjársterkur byggingaaðili sem myndi framleiða þúsundir íbúða á ári, óháð eftirspurnarsveiflum, gæti skipulagt sig langt fram í tímann og þannig lækkað byggingarkostnað um segjum 15%, sem gerir um 10 m.kr. á meðalíbúð, sjá tilvísun. Ef nægt framboði væri til staðar af íbúðahúsnæði í uppsveiflum efnahagslífsins, væru bólu verðhækkanir minni, kannski 10 m.kr. minni á íbúð en við skort. Samtals myndi því nægt stöðugt framboð íbúðahúsnæðis lækka íbúðaverð 10 til 20 m.kr. varlega áætlað. Stór fjársterkur byggingaaðili myndi líka auðvelda sveitarfélögum að þróa og undirbúa byggingarsvæði og hafa þau til reiðu eftir þörfum, vitandi að þau fengju kostnaðinn greiddan til baka með álagningu, jafnvel fyrir fram. Lækkun íbúðaverðs myndi einnig lækka verðbólga, vextir og verðtryggð lán. Það liggur því mikið við að þetta náist fram og að því ættu allir að vinna. Líklega myndi duga að á markaðinn kæmi fjársterkur byggingaraðili sem myndi láta framleiða um 1/3 af árlegri íbúðaþörf, það er um 1.500 íbúðir á ári, óháð sveiflum, til að ná fram ofangreindum áhrifum. Á krepputímum myndi lítið seljast en í uppsveiflum færi allt sem til væri. Ef við miðum við 7 ára kreppur yrði lagerinn í lok sölutregðutímabils segjum um 5.000 íbúðir, sem svo myndu seljast á þenslutímum væri fjárbindingin mest um 350 milljarðar króna. Vissulega kostar að eiga mikið á lager en sá kostnaður fæst til baka og vel það með kostnaðarlækkun með aukinni jafnri framleiðslu. 2. Hlutverk lífeyrissjóðanna Heildareignir Íslensku lífeyrissjóðanna voru í árslok 2022 um 7.000 ma. kr. Ný fjárfestingaþörf þeirra er í kringum 200 ma.kr. / ári auk endur fjárfestinga. Um 70% fjárfestinga þeirra er innanlands, þar af hundruð milljarða í fasteignum. Hlutverk lífeyrissjóðanna er að hjálpa okkur að safna í varasjóði fyrir tekjulitlu árin. Árleg fjármunasöfnun þeirra nemur stórum hluta af eðlilegri sjóðasöfnun fólks. Til þess ávaxta féð almennings og verja verðrýrnun ber sjóðunum að fjárfesta með yfirveguðum hætti og stefna á að minnsta kosti 3,5% raunávöxtun. Lífeyrissjóðirnir eru reyndar virkir á fasteignamarkaði, eiga meðal annars tugi ef ekki hundruð milljarða í fasteignaþróun og leigufélögum, mega það lögum samkvæmt. En sjóðunum er gert að vera varkárir. Líkast til er það ástæða þess að þeir hafa ekki beitt sér að ráði við að leysa húsnæðisvandann sem þeim væri í lófa lagið því ofangreind hámarks fjárfesting, um 350 milljarðar að hámarki, er innan við 5% af núverandi heildar fjárfestingum lífeyrissjóða og örugg og arðbær. Fyrir þá er spurningin e.t.v. af hverju þeir ættu að vera að flækja sína starfsemi. Ljóst er að til að lífeyrissjóðirnir komi inn á húsnæðismarkaðinn með svo markvissum og jákvæðum hætti, þarf löggjafinn að fela þeim það í löggjöf og traustu regluverki. Meðal þess sem þar þarf að taka á er: á að stofna sér félag/félög um verkefnið; á að bjóða allt út til núverandi byggingaverktaka; að tempra ruðningsáhrif gagnvart minni byggingaraðilum. Vissulega er hér að mörgu að hyggja en markmiðið er gott og ávinningurinn mikill. 3. Lokaorð og hvatning Til að fullnægja eftirspurn eftir íbúðahúsnæði hvernig sem árar og til að ná fram verðlækkun þarf aðkomu fjársterks velviljaðs aðila með þolinmótt fjármagn. Fyrir almenning á Íslandi sem lögum samkvæmt fela lífeyrissjóðum stóran hluta tekna sinna til varðveislu og ávöxtunar, væri mjög gott að sjóðirnir nýti hluta sparnaðarins til að laga til á húsnæðismarkaði, enda má gera það án þess að gefa eftir af ávöxtunarkröfum. Með þessu mun skortur á íbúðahúsnæði nánast hverfa, húsnæðisverð lækka, sem og verðtryggðar skuldbindingar. Það er til mikils að vinna og mikilvægt að löggjafinn láti til sín taka. Höfundur er viðskiptafræðingur. Tilvísanir: 1. Framleiðni á byggingamarkaði: Samanburður við Noreg - Ævar Rafn Hafþórsson og Þórólfur Matthíasson https://skemman.is/bitstream/1946/26368/1/HAG_Ævar_Þórólfur.pdf 2. Staða húsnæðismarkaðarins www.hms.is 3. Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, 36. og 37. gr.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun