Ragnheiður Theodórs ein af fimm til PLAIO Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 09:41 Nýju starfsmennirnir fimm hjá PLAIO. PLAIO Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur ráðið til sín fimm starfsmenn, þvert á allar deildir fyrirtækisins. Markmiðið með ráðningunum er að styðja betur við innleiðingu nýrra viðskiptavina PLAIO, en þeim hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum. Sömuleiðis hefur ný deild verið sett á laggirnar sem snýr að fagþjónustu (Professional Services) og styður við samþættingu á tækni viðskiptavina og PLAIO hugbúnaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PLAIO. Ragnheiður Theodórsdóttir gegnir stöðu sérfræðings í viðskiptaþróun. Hún er með B.A. gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Syddansk Universitet í Danmörku. Undanfarin ár hefur hún búið og starfað í Danmörku, Bretlandi og Rússlandi. Ragnheiður starfaði áður sem viðskiptaþróunarstjóri hjá The Reykjavík EDITION og markaðsstjóri RIFF, auk þess hefur hún rekið eigið fyrirtæki í markaðsþjónustu fyrirtækja. Hún er sögð koma dýrmæta reynslu af alþjóðamarkaðnum í viðskiptaþróunarteymi PLAIO. Júlíus Ingi Guðmundsson er sérfræðingur í líkanagerð og aðgerðargreiningu. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Júlíus starfaði áður hjá Controlant við að greina og besta ferla, en þar áður var hann gagnasérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann mun sjá um að beita hagnýtum reikniritum til að minnka sóun og stuðla að betri ákvarðanatöku fyrir viðskiptavini PLAIO. Viljar Rúnarsson er sérfræðingur í samþættingu. Hann er með M.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Aalto University í Finnlandi og B.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Viljar starfaði áður hjá AGR þar sem hann leiddi hugbúnaðarhönnun fyrir samþættingar ásamt því að koma að ráðgjöf í sölu, innleiðingu og stafrænum innviðum. Hann mun koma til með að þróa og hanna tengimöguleika og viðmót PLAIO kerfisins. Þórdís Pétursdóttir er bakendaforritari. Hún er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Síðan þá hefur hún starfað hjá bæði Stokki og Controlant, þar sem hún hefur sérhæft sig í þróun veflausna með megináherslu á bakendakerfi og DevOps. Hún mun starfa við þróun bakendakerfa með það að markmiði að stuðla að aukinni skilvirkni og öryggi. Pálmi Pétursson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri fagþjónustu. Hann er með M.Sc. gráðu í verkfræði DTU í Danmörku. Hann hefur starfað síðustu 25 ár hjá AGR við þróun og ráðgjöf viðskiptalausna í innkaupa og birgðastýringu fyrir framleiðslu, lyfjaiðnað, heildsölu og smásölu. Pálmi hefur síðustu ár leitt ráðgjafateymi félagsins frá skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn og gegnt lykilhlutverki í vexti fyrirtækisins á Norðurlöndunum. „PLAIO er í kröftugum vexti þessa dagana og við sjáum eftirspurn og þörf á markaðnum skila sér í nýjum viðskiptavinum. Við erum gríðarlega ánægð með þessar ráðningar, þetta er allt fólk með mikla reynslu og þekkingu sem mun styðja við þennan vöxt,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO. „PLAIO þróar byltingarkenndan hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja, sem stuðlar að hagræðingu í rekstri og bættri nýtingu aðfanga. Hugbúnaðurinn býður upp á notendavæna framsetningu gagna og upplýsinga, gefur aukna yfirsýn í samanburði við eldri kerfi, og nýtir m.a. gervigreind til að bæta ákvarðanatöku.“ Vistaskipti Lyf Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Sömuleiðis hefur ný deild verið sett á laggirnar sem snýr að fagþjónustu (Professional Services) og styður við samþættingu á tækni viðskiptavina og PLAIO hugbúnaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PLAIO. Ragnheiður Theodórsdóttir gegnir stöðu sérfræðings í viðskiptaþróun. Hún er með B.A. gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Syddansk Universitet í Danmörku. Undanfarin ár hefur hún búið og starfað í Danmörku, Bretlandi og Rússlandi. Ragnheiður starfaði áður sem viðskiptaþróunarstjóri hjá The Reykjavík EDITION og markaðsstjóri RIFF, auk þess hefur hún rekið eigið fyrirtæki í markaðsþjónustu fyrirtækja. Hún er sögð koma dýrmæta reynslu af alþjóðamarkaðnum í viðskiptaþróunarteymi PLAIO. Júlíus Ingi Guðmundsson er sérfræðingur í líkanagerð og aðgerðargreiningu. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Júlíus starfaði áður hjá Controlant við að greina og besta ferla, en þar áður var hann gagnasérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann mun sjá um að beita hagnýtum reikniritum til að minnka sóun og stuðla að betri ákvarðanatöku fyrir viðskiptavini PLAIO. Viljar Rúnarsson er sérfræðingur í samþættingu. Hann er með M.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Aalto University í Finnlandi og B.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Viljar starfaði áður hjá AGR þar sem hann leiddi hugbúnaðarhönnun fyrir samþættingar ásamt því að koma að ráðgjöf í sölu, innleiðingu og stafrænum innviðum. Hann mun koma til með að þróa og hanna tengimöguleika og viðmót PLAIO kerfisins. Þórdís Pétursdóttir er bakendaforritari. Hún er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Síðan þá hefur hún starfað hjá bæði Stokki og Controlant, þar sem hún hefur sérhæft sig í þróun veflausna með megináherslu á bakendakerfi og DevOps. Hún mun starfa við þróun bakendakerfa með það að markmiði að stuðla að aukinni skilvirkni og öryggi. Pálmi Pétursson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri fagþjónustu. Hann er með M.Sc. gráðu í verkfræði DTU í Danmörku. Hann hefur starfað síðustu 25 ár hjá AGR við þróun og ráðgjöf viðskiptalausna í innkaupa og birgðastýringu fyrir framleiðslu, lyfjaiðnað, heildsölu og smásölu. Pálmi hefur síðustu ár leitt ráðgjafateymi félagsins frá skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn og gegnt lykilhlutverki í vexti fyrirtækisins á Norðurlöndunum. „PLAIO er í kröftugum vexti þessa dagana og við sjáum eftirspurn og þörf á markaðnum skila sér í nýjum viðskiptavinum. Við erum gríðarlega ánægð með þessar ráðningar, þetta er allt fólk með mikla reynslu og þekkingu sem mun styðja við þennan vöxt,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO. „PLAIO þróar byltingarkenndan hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja, sem stuðlar að hagræðingu í rekstri og bættri nýtingu aðfanga. Hugbúnaðurinn býður upp á notendavæna framsetningu gagna og upplýsinga, gefur aukna yfirsýn í samanburði við eldri kerfi, og nýtir m.a. gervigreind til að bæta ákvarðanatöku.“
Vistaskipti Lyf Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira