Arftaki Þóris fundinn: „Þetta eru stórir skór að fylla í“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 08:31 Þórir Hergeirsson á eftir eitt stórmót með norska landsliðinu og hefur náð stórkostlegum árangri. Getty/Steph Chambers Norska handknattleikssambandið hefur tilkynnt um arftaka Þóris Hergeirssonar sem eftir EM í desember hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá 2009 og unnið með því hvorki fleiri né færri en tíu stórmót, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Nú er ljóst að hinn 56 ára gamli Ole Gustav Gjekstad, fyrsti kostur hjá norska sambandinu, mun taka við af Þóri. „Þetta eru stórir skór að fylla í. Þórir hefur skilað stórkostlegu starfi yfir langan tíma,“ sagði Gjekstad eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í morgun. Hann var engu að síður tilbúinn að taka þeirri áskorun, að viðhalda árangrinum sem Þórir hefur náð. Ole Gustav Gjekstad hefur náð frábærum árangri sem þjálfari félagsliða, meðal annars með Vipers Kristiansand.EPA-EFE/Tibor Illyes „Það væri heigulsháttur að sleppa þessu tækifæri. Ég hlakka mikið til. Ég vil halda áfram því sem gert hefur verið,“ sagði Gjekstad sem verður með stóran hluta af sama teymi og Þórir hefur haft. Gjekstad þekkir það vel að vinna titla. Hann stýrði norska liðinu Vipers Kristiansand til sigurs í Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, frá 2021-2023. Áður hafði hann einnig náð frábærum árangri með Larvik. Hann stýrði sömuleiðis karlaliði Drammen á árunum 2005-2008 og vann norsku deildina í tvígang, og norska bikarinn einu sinni. Undanfarið hefur Gjekstad verið þjálfari Odense í Danmörku. Fjallaði um liðið í sjónvarpi Gjekstad hefur þjálfað hóp af þeim leikmönnum sem nú eru í norska landsliðinu og þekkir vel til liðsins. Hann var auk þess sérfræðingur Max-sjónvarpsstöðvarinnar á leikjum norska liðsins á Ólympíuleikunum í sumar, þar sem það vann til gullverðlauna. Gjekstad virðist þó taka við norska liðinu í ákveðnum kynslóðaskiptum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal er hætt, Nora Mörk á í vandræðum með skrokkinn, og fleiri lykilmenn eru að rifa seglin. „Nýr þjálfari mun ekki hafa sama mannskap og Þórir Hergeirsson hefur haft,“ sagði Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay, við Dagbladet í september. Hann bætti við: „Hver sem tekur við starfinu veit að samanburðurinn verður við árangur sem er alveg rosalegur, og þannig verður það alveg burtséð frá því hvaða mannskapur stendur til boða.“ Norski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá 2009 og unnið með því hvorki fleiri né færri en tíu stórmót, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Nú er ljóst að hinn 56 ára gamli Ole Gustav Gjekstad, fyrsti kostur hjá norska sambandinu, mun taka við af Þóri. „Þetta eru stórir skór að fylla í. Þórir hefur skilað stórkostlegu starfi yfir langan tíma,“ sagði Gjekstad eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í morgun. Hann var engu að síður tilbúinn að taka þeirri áskorun, að viðhalda árangrinum sem Þórir hefur náð. Ole Gustav Gjekstad hefur náð frábærum árangri sem þjálfari félagsliða, meðal annars með Vipers Kristiansand.EPA-EFE/Tibor Illyes „Það væri heigulsháttur að sleppa þessu tækifæri. Ég hlakka mikið til. Ég vil halda áfram því sem gert hefur verið,“ sagði Gjekstad sem verður með stóran hluta af sama teymi og Þórir hefur haft. Gjekstad þekkir það vel að vinna titla. Hann stýrði norska liðinu Vipers Kristiansand til sigurs í Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, frá 2021-2023. Áður hafði hann einnig náð frábærum árangri með Larvik. Hann stýrði sömuleiðis karlaliði Drammen á árunum 2005-2008 og vann norsku deildina í tvígang, og norska bikarinn einu sinni. Undanfarið hefur Gjekstad verið þjálfari Odense í Danmörku. Fjallaði um liðið í sjónvarpi Gjekstad hefur þjálfað hóp af þeim leikmönnum sem nú eru í norska landsliðinu og þekkir vel til liðsins. Hann var auk þess sérfræðingur Max-sjónvarpsstöðvarinnar á leikjum norska liðsins á Ólympíuleikunum í sumar, þar sem það vann til gullverðlauna. Gjekstad virðist þó taka við norska liðinu í ákveðnum kynslóðaskiptum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal er hætt, Nora Mörk á í vandræðum með skrokkinn, og fleiri lykilmenn eru að rifa seglin. „Nýr þjálfari mun ekki hafa sama mannskap og Þórir Hergeirsson hefur haft,“ sagði Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay, við Dagbladet í september. Hann bætti við: „Hver sem tekur við starfinu veit að samanburðurinn verður við árangur sem er alveg rosalegur, og þannig verður það alveg burtséð frá því hvaða mannskapur stendur til boða.“
Norski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira