Eru sósíaldemokratískir flokkar smátt og smátt að hverfa? Reynir Böðvarsson skrifar 30. september 2024 22:30 Sósíaldemokratiskir flokkar í Norður-Evrópu hafa færst lengra til hægri á síðustu áratugum, sérstaklega í samanburði við stefnu þeirra allt fram að Nýfrjálshyggju. Það eru margar vísbendingar um þessa þróun, og hún á sér margar birtingarmyndir. Tengsl við verkalýðshreyfinguna hefur víða minnkað eða breyst í umhyggju fyrir millistétt frekar en þeirra sem eru á lægstu launum. Samfylkingin og fyrirrennarar hennar eru þar engin undantekning en hafa ekki þurft að fara eins langa vegferð og margir aðrir flokkar því aldrei fóru kratar á Íslandi eins langt til vinstri og flestir aðrir sambærilegir flokkar í Norður-Evrópu, voru alltaf að daðra við íhaldið. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar fór nýfrjálshyggja að verða ráðandi í alþjóðlegri hagstjórn, með áherslu á markaðslausnir, einkavæðingu og minni ríkisafskipti. Sósíaldemókratískir flokkar aðlöguðust þessari nýju hagfræði með því að milda sögulegar kröfur sínar um ríkisrekstur og miðstýringu, og tóku upp stefnu sem var hliðhollari markaðnum. Þetta sást til dæmis með stefnum eins og "Þriðja veginum" (e. Third Way), sem var vinsæl undir forystu Tony Blair í Bretlandi og Gerhard Schröder í Þýskalandi á tíunda áratugnum. Þessi hugmyndafræði var talin samræma félagslega hugsun við frjálslynda markaðshagfræði. Fyrir þann tíma voru sósíaldemókratískir flokkar meira að ýta á stórtækar opinberar fjárfestingar og jafnvel þjóðnýtingu (e. nationalization) á lykilfyrirtækjum, t.d. í orkugeiranum, samgöngum og fjármálum. Á síðustu áratugum hafa þessir flokkar í auknum mæli samþykkt einkavæðingu á þessum sviðum. Í sumum tilfellum hafa sósíaldemókratar sjálfir staðið fyrir slíku, eða sætt sig við áframhaldandi einkavæðingu undir stjórn hægri flokka. Á áttunda og níunda áratugnum byggðu sósíaldemókratískir flokkar upp sterkt velferðarkerfi í flestum löndum Norður-Evrópu, en á síðustu áratugum hafa verið innleiddar skerðingar á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir að sósíaldemókratar haldi oftast áfram að verja velferðarkerfið hafa þeir tekið upp stefnu um að draga úr útgjöldum, endurskipuleggja kerfin og leggja áherslu á aukna ráðdeild í ríkisfjármálum. Þetta hefur gerst samhliða vaxandi áróðri frá hægrinu um aukna ábyrgð einstaklinga um eigin hagi innan velferðarþjóðfélagsins. Oftast voru sósíaldemókratar ófeimnir við að taka afstöðu með háum sköttum til að fjármagna ríkisútgjöld og velferðarkerfi. Í dag virðist þessi afstaða orðin að feimnismáli, ákaflega varlega farið til þess að styggja ekki hægrið í flokknum. Þessir flokkar hafa þvert á móti í auknum mæli fallist á að lækka skatta til að skapa hagstæðara viðskiptaumhverfi og laða að erlent fjármagn. Þó að þeir verji enn meginstoðir velferðarkerfa sinna, hefur skattastefna þeirra orðið hliðhollari markaðinum svokallaða. Þessir flokkar hafa einnig talið sig nauðbeygða til aðlagast breyttum pólitískum veruleika með tilliti til innflytjenda- og öryggismála. Fyrir á árum stóðu þeir almennt fyrir opnari stefnu hvað varðar innflytjendur, fjölmenningu og mannréttindi. En á síðustu árum hefur í löndum, eins og í Svíþjóð og Danmörku og nú einnig Samfylkingin á Íslandi orðið breyting á stefnu þessara flokka, þar sem þeir hafa tekið upp harðari afstöðu til innflytjendamála og lögreglumála til að takast á við uppgang þjóðernispopúlískra flokka til hægri. Hvar getur maður nú fundið gamla heiðarlega sósíldemokratíska stefnu eins og lagt var upp með af þessum flokkum í byrjun síðustu aldar og var svo framgangsrík? Svarið er augljóst, það verður að horfa lengra til vinstri, til vinstri við þessa sósíaldemokratisku flokka til þess að finna þessi gömlu góðu jafnaðar stefnu. Þetta á allstaðar við og á Íslandi er það augljóslega Sósíalistaflokkurinn sem verður fyrir valinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Sósíaldemokratiskir flokkar í Norður-Evrópu hafa færst lengra til hægri á síðustu áratugum, sérstaklega í samanburði við stefnu þeirra allt fram að Nýfrjálshyggju. Það eru margar vísbendingar um þessa þróun, og hún á sér margar birtingarmyndir. Tengsl við verkalýðshreyfinguna hefur víða minnkað eða breyst í umhyggju fyrir millistétt frekar en þeirra sem eru á lægstu launum. Samfylkingin og fyrirrennarar hennar eru þar engin undantekning en hafa ekki þurft að fara eins langa vegferð og margir aðrir flokkar því aldrei fóru kratar á Íslandi eins langt til vinstri og flestir aðrir sambærilegir flokkar í Norður-Evrópu, voru alltaf að daðra við íhaldið. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar fór nýfrjálshyggja að verða ráðandi í alþjóðlegri hagstjórn, með áherslu á markaðslausnir, einkavæðingu og minni ríkisafskipti. Sósíaldemókratískir flokkar aðlöguðust þessari nýju hagfræði með því að milda sögulegar kröfur sínar um ríkisrekstur og miðstýringu, og tóku upp stefnu sem var hliðhollari markaðnum. Þetta sást til dæmis með stefnum eins og "Þriðja veginum" (e. Third Way), sem var vinsæl undir forystu Tony Blair í Bretlandi og Gerhard Schröder í Þýskalandi á tíunda áratugnum. Þessi hugmyndafræði var talin samræma félagslega hugsun við frjálslynda markaðshagfræði. Fyrir þann tíma voru sósíaldemókratískir flokkar meira að ýta á stórtækar opinberar fjárfestingar og jafnvel þjóðnýtingu (e. nationalization) á lykilfyrirtækjum, t.d. í orkugeiranum, samgöngum og fjármálum. Á síðustu áratugum hafa þessir flokkar í auknum mæli samþykkt einkavæðingu á þessum sviðum. Í sumum tilfellum hafa sósíaldemókratar sjálfir staðið fyrir slíku, eða sætt sig við áframhaldandi einkavæðingu undir stjórn hægri flokka. Á áttunda og níunda áratugnum byggðu sósíaldemókratískir flokkar upp sterkt velferðarkerfi í flestum löndum Norður-Evrópu, en á síðustu áratugum hafa verið innleiddar skerðingar á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir að sósíaldemókratar haldi oftast áfram að verja velferðarkerfið hafa þeir tekið upp stefnu um að draga úr útgjöldum, endurskipuleggja kerfin og leggja áherslu á aukna ráðdeild í ríkisfjármálum. Þetta hefur gerst samhliða vaxandi áróðri frá hægrinu um aukna ábyrgð einstaklinga um eigin hagi innan velferðarþjóðfélagsins. Oftast voru sósíaldemókratar ófeimnir við að taka afstöðu með háum sköttum til að fjármagna ríkisútgjöld og velferðarkerfi. Í dag virðist þessi afstaða orðin að feimnismáli, ákaflega varlega farið til þess að styggja ekki hægrið í flokknum. Þessir flokkar hafa þvert á móti í auknum mæli fallist á að lækka skatta til að skapa hagstæðara viðskiptaumhverfi og laða að erlent fjármagn. Þó að þeir verji enn meginstoðir velferðarkerfa sinna, hefur skattastefna þeirra orðið hliðhollari markaðinum svokallaða. Þessir flokkar hafa einnig talið sig nauðbeygða til aðlagast breyttum pólitískum veruleika með tilliti til innflytjenda- og öryggismála. Fyrir á árum stóðu þeir almennt fyrir opnari stefnu hvað varðar innflytjendur, fjölmenningu og mannréttindi. En á síðustu árum hefur í löndum, eins og í Svíþjóð og Danmörku og nú einnig Samfylkingin á Íslandi orðið breyting á stefnu þessara flokka, þar sem þeir hafa tekið upp harðari afstöðu til innflytjendamála og lögreglumála til að takast á við uppgang þjóðernispopúlískra flokka til hægri. Hvar getur maður nú fundið gamla heiðarlega sósíldemokratíska stefnu eins og lagt var upp með af þessum flokkum í byrjun síðustu aldar og var svo framgangsrík? Svarið er augljóst, það verður að horfa lengra til vinstri, til vinstri við þessa sósíaldemokratisku flokka til þess að finna þessi gömlu góðu jafnaðar stefnu. Þetta á allstaðar við og á Íslandi er það augljóslega Sósíalistaflokkurinn sem verður fyrir valinu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun