Evrópusambandið er í vanda Þórður Birgisson skrifar 28. september 2024 18:31 Á yfirstandandi þingi ætlar utanríkisráðherra að flytja frumvarp um Bókun 35. Það mun staðfesta að lög Evrópusambandsins verða æðri lögum Alþingis. Ef gengið væri til kosninga nú er líklegt að Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn á þinginu og má gera ráð fyrir því að farið verði í það fullum fetum að undirbúa umsókn enn og aftur um inngöngu í ESB. Þess vegna er ágætt að staldra við og skoða hvernig staðan er á þeim bæ. Evrópusambandið glímir við afar mörg erfið og djúpstæð vandamál: Lág framleiðni. Árið 1995 var framleiðni í Evrópu 95% af þeirri í USA en er í dag minna en 80%. Stórt og flókið reglugerðarumhverfi. Evrópusambandið gefur út u.þ.b helmingi fleiri reglugerðir en Bandaríkin á hverju ári. Sístækkandi straumur flóttamanna. Sum löndin hafa tekið upp landamæragæslu að nýju. (Austurríki, Frakkland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Ítalía og Slóvenía) Versnandi staða í öryggismálum. Stríðið í Úkraníu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og uppgangur Kína. Hár orkukostnaður. Verð á rafmagni er 2 til 3x hærra en Bandaríkjunum og verð á gasi allt að 4-5x meira. Skortur á öflugum fyrirtækjum m.a. í tæknigeiranum. 30% af fyrirtækjum sem ná 1bn USD að stærð flýja ESB og fara þá flest til Bandaríkjanna. Listinn er langur. Innganga í ESB átti m.a. að auka hagsæld ríkja í skiptum fyrir valdaafsal til Brussels. Nú virðist þetta samkomulag ekki vera að ganga upp og loksins hefur stjórn ESB áttað sig á því að eitthvað róttækt þurfi að gera þar sem brestir eru komnir í samstarfið og eitt ríki, Bretland, er þegar búið að slíta sig út úr sambandinu. Þann 9.september skilaði Mario Draghi 400 bls. skýrslu með greiningu á vandamálunum og hátt í 200 tillögum um hvernig væri hægt að auka samkeppnishæfni Evrópu. Skýrslan á að vera nokkursskonar leiðarvísir ESB inn í nýja og betri framtíð. Ein af aðaltillögunum er að flytja frekari fjármuni til ESB sem síðan mun útdeila því í nýsköpun og fjárfestingar. Þetta þýðir án efa að auka þurfi greiðslur sambandslandanna til ESB. Draghi áætlar að ESB þurfi allt að 750-800 bn evra aukafjárveitningu á ári til að ná árangri. Hann leggur m.a. áherslu á að sameina orkumarkaði með þvi að auka tengingu milli landa til að ná fram meiri hagkvæmni og lækka verðið. Allt hljómar þetta gott og vel sem tillögur á blaði, sérstaklega fyrir embættismennina í ESB. En það er bara einn vandi. Fjárhagsleg staða flestra ríkja í Evópu er bágborin og býður varla upp á meiri skuldsetningu og hærri greiðslur til ESB. Áður er evran var sett af stað voru markmið ESB að ríki þess mættu ekki skulda meira en 60% af GDP og framúrkeyrsla má ekki vera nema 3% á ári. Meira en helmingur landanna eru þegar komin yfir þessi mörk. Þrjú þeirra; Frakkland, Ítalía og Spánn skulda meira en 100% af GDP. Eftir allar þessar vangaveltur um hvernig skal leysa vandamálin þá má súmmera þetta upp í eina setningu. - Lausn ESB á vanda ESB er meira af ESB og enn meiri fjármunir til ESB. Sennilega mun mörgum þykja þegar nóg komið af valda – og peningfærslum til Brussels. En hver veit, kannski mun þetta ganga upp ef allir samþykkja að taka þátt í þessu átaki, en ef ekki þá munu vandamál ESB sennilega halda áfram að hrannast upp og erfitt er að ímynda sér að ESB haldi áfram lengi í núverandi mynd. Íslendingar þurfa greinilega að hugsa sinn gang afar vel áður en við færum okkur nær þessu bandalagi. Segjum nei við Bókun 35 og kjósum flokka sem eru andsnúnir inngöngu í ESB. Höfundur er meðlimur í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi þingi ætlar utanríkisráðherra að flytja frumvarp um Bókun 35. Það mun staðfesta að lög Evrópusambandsins verða æðri lögum Alþingis. Ef gengið væri til kosninga nú er líklegt að Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn á þinginu og má gera ráð fyrir því að farið verði í það fullum fetum að undirbúa umsókn enn og aftur um inngöngu í ESB. Þess vegna er ágætt að staldra við og skoða hvernig staðan er á þeim bæ. Evrópusambandið glímir við afar mörg erfið og djúpstæð vandamál: Lág framleiðni. Árið 1995 var framleiðni í Evrópu 95% af þeirri í USA en er í dag minna en 80%. Stórt og flókið reglugerðarumhverfi. Evrópusambandið gefur út u.þ.b helmingi fleiri reglugerðir en Bandaríkin á hverju ári. Sístækkandi straumur flóttamanna. Sum löndin hafa tekið upp landamæragæslu að nýju. (Austurríki, Frakkland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Ítalía og Slóvenía) Versnandi staða í öryggismálum. Stríðið í Úkraníu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og uppgangur Kína. Hár orkukostnaður. Verð á rafmagni er 2 til 3x hærra en Bandaríkjunum og verð á gasi allt að 4-5x meira. Skortur á öflugum fyrirtækjum m.a. í tæknigeiranum. 30% af fyrirtækjum sem ná 1bn USD að stærð flýja ESB og fara þá flest til Bandaríkjanna. Listinn er langur. Innganga í ESB átti m.a. að auka hagsæld ríkja í skiptum fyrir valdaafsal til Brussels. Nú virðist þetta samkomulag ekki vera að ganga upp og loksins hefur stjórn ESB áttað sig á því að eitthvað róttækt þurfi að gera þar sem brestir eru komnir í samstarfið og eitt ríki, Bretland, er þegar búið að slíta sig út úr sambandinu. Þann 9.september skilaði Mario Draghi 400 bls. skýrslu með greiningu á vandamálunum og hátt í 200 tillögum um hvernig væri hægt að auka samkeppnishæfni Evrópu. Skýrslan á að vera nokkursskonar leiðarvísir ESB inn í nýja og betri framtíð. Ein af aðaltillögunum er að flytja frekari fjármuni til ESB sem síðan mun útdeila því í nýsköpun og fjárfestingar. Þetta þýðir án efa að auka þurfi greiðslur sambandslandanna til ESB. Draghi áætlar að ESB þurfi allt að 750-800 bn evra aukafjárveitningu á ári til að ná árangri. Hann leggur m.a. áherslu á að sameina orkumarkaði með þvi að auka tengingu milli landa til að ná fram meiri hagkvæmni og lækka verðið. Allt hljómar þetta gott og vel sem tillögur á blaði, sérstaklega fyrir embættismennina í ESB. En það er bara einn vandi. Fjárhagsleg staða flestra ríkja í Evópu er bágborin og býður varla upp á meiri skuldsetningu og hærri greiðslur til ESB. Áður er evran var sett af stað voru markmið ESB að ríki þess mættu ekki skulda meira en 60% af GDP og framúrkeyrsla má ekki vera nema 3% á ári. Meira en helmingur landanna eru þegar komin yfir þessi mörk. Þrjú þeirra; Frakkland, Ítalía og Spánn skulda meira en 100% af GDP. Eftir allar þessar vangaveltur um hvernig skal leysa vandamálin þá má súmmera þetta upp í eina setningu. - Lausn ESB á vanda ESB er meira af ESB og enn meiri fjármunir til ESB. Sennilega mun mörgum þykja þegar nóg komið af valda – og peningfærslum til Brussels. En hver veit, kannski mun þetta ganga upp ef allir samþykkja að taka þátt í þessu átaki, en ef ekki þá munu vandamál ESB sennilega halda áfram að hrannast upp og erfitt er að ímynda sér að ESB haldi áfram lengi í núverandi mynd. Íslendingar þurfa greinilega að hugsa sinn gang afar vel áður en við færum okkur nær þessu bandalagi. Segjum nei við Bókun 35 og kjósum flokka sem eru andsnúnir inngöngu í ESB. Höfundur er meðlimur í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun