Þetta gengur ekki lengur! Reynir Böðvarsson skrifar 28. september 2024 16:02 Það er ekki raunsætt að hagvöxtur geti haldið áfram áratugum eða jafnvel öldum saman í óbreyttri mynd á endanlegri jörð. Ástæðan er einföld og hún er sú að hagvöxtur eins og hann hefur verið skilgreindur í hefðbundnum efnahagskerfum, þar sem hann er mældur með stöðugri aukningu á framleiðslu og neyslu, er háður því að nýta auðlindir jarðarinnar. Þar sem jörðin hefur takmarkaðar auðlindir, svo sem jarðefni, orku og rými, getur þessi vöxtur ekki haldið áfram endalaust án þess að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum, svo sem loftslagsbreytingum, jarðvegseyðingu, ofnýtingu fiskistofna og útrýmingu tegunda. Til lengri tíma litið er líklegt að hagkerfi þurfi að breytast frá vexti sem byggir á aukinni efnahagsframleiðslu yfir í sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þetta þýðir að samfélög þurfa að finna leiðir til að vaxa eða þróast án þess að aukin neysla efnislegra gæða fylgi því. Þróun á sviðum tækni, hringrásarhagkerfis (þar sem auðlindir eru endurnýttar) og þjónustu- og upplýsingaþjóðfélaga getur mögulega stuðlað að hagvexti sem er óháður aukinni auðlindanotkun. Ef þetta á að eiga sér stað þarf grundvallar breytingu á þeim hvötum sem eru til staðar í hagkerfinu, sem nánast allir beina hegðun fólks að aukinni neyslu efnislegra gæða. Það er alveg sama hvert er litið, auglýsingar í öllum miðlum þrýsta fólki, ungum sem gömlum, í aðeins eina átt, að aukinni neyslu slíkra gæða. Þetta náttúrulega stenst ekki til lengdar ef jörðin á áfram að hýsa mannskepnuna. Ef hagvöxtur væri hins vegar skilinn sem aukin velferð almennt, bætt lífsgæði í formi lista, bókmennta og ýmiskonar annarri nýsköpun frekar en eingöngu aukning á efnislegri framleiðslu og neyslu, væri raunhæfara að hugsa sér að samfélög gætu vaxið að þannig áratugum eða jafnvel öldum saman, án þess að grafa undan sjálfbærni jarðar. Til þess að þetta geti átt sér stað krefst róttækrar endurskoðunar og jafnvel byltingar á núverandi efnahagskerfi og þeim hvötum sem eru þar til staðar. Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta geti gerst eins og málin standa nú, bæði á Íslandi og í heiminum öllum. En ef ekkert verður að gert þá getur það ekki endað á annan veg en með hörmungum. Við sem erum komin til ára okkar munum ekki verða mikið vör við það en börn og enn fremur barnabörn og þeirra afkomendur munu eiga erfitt með að skilja aðgerðarleysi okkar, því þetta er allt augljóst og hefur verið í áratugi. Kapítalisminn getur ekki fengið að herja óbeislaður mikið lengur, mannlíf á jörðinni þolir það einfaldlega ekki. Því fyrr sem brugðist er við því líklegra er það að það verði viðráðanlegt, þegar allt er komið í óefni og í lífsgæða hrun þá verður erfitt að takast á við vandann. Styrkja þarf alþjóða stofnanir og afnema neitunarvald sigurþjóða í seinni heimsstyrjöldinni væri eitt fyrsta skref. Skref tvö væri síðan að útvíkka lýðræðis hugtakið þannig að óháð upplýsingamiðlun væri hluti af því og þriðja skrefið væri að fjarlægja ítök auðmanna í fjölmiðlum og löggjafarvaldi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki raunsætt að hagvöxtur geti haldið áfram áratugum eða jafnvel öldum saman í óbreyttri mynd á endanlegri jörð. Ástæðan er einföld og hún er sú að hagvöxtur eins og hann hefur verið skilgreindur í hefðbundnum efnahagskerfum, þar sem hann er mældur með stöðugri aukningu á framleiðslu og neyslu, er háður því að nýta auðlindir jarðarinnar. Þar sem jörðin hefur takmarkaðar auðlindir, svo sem jarðefni, orku og rými, getur þessi vöxtur ekki haldið áfram endalaust án þess að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum, svo sem loftslagsbreytingum, jarðvegseyðingu, ofnýtingu fiskistofna og útrýmingu tegunda. Til lengri tíma litið er líklegt að hagkerfi þurfi að breytast frá vexti sem byggir á aukinni efnahagsframleiðslu yfir í sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þetta þýðir að samfélög þurfa að finna leiðir til að vaxa eða þróast án þess að aukin neysla efnislegra gæða fylgi því. Þróun á sviðum tækni, hringrásarhagkerfis (þar sem auðlindir eru endurnýttar) og þjónustu- og upplýsingaþjóðfélaga getur mögulega stuðlað að hagvexti sem er óháður aukinni auðlindanotkun. Ef þetta á að eiga sér stað þarf grundvallar breytingu á þeim hvötum sem eru til staðar í hagkerfinu, sem nánast allir beina hegðun fólks að aukinni neyslu efnislegra gæða. Það er alveg sama hvert er litið, auglýsingar í öllum miðlum þrýsta fólki, ungum sem gömlum, í aðeins eina átt, að aukinni neyslu slíkra gæða. Þetta náttúrulega stenst ekki til lengdar ef jörðin á áfram að hýsa mannskepnuna. Ef hagvöxtur væri hins vegar skilinn sem aukin velferð almennt, bætt lífsgæði í formi lista, bókmennta og ýmiskonar annarri nýsköpun frekar en eingöngu aukning á efnislegri framleiðslu og neyslu, væri raunhæfara að hugsa sér að samfélög gætu vaxið að þannig áratugum eða jafnvel öldum saman, án þess að grafa undan sjálfbærni jarðar. Til þess að þetta geti átt sér stað krefst róttækrar endurskoðunar og jafnvel byltingar á núverandi efnahagskerfi og þeim hvötum sem eru þar til staðar. Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta geti gerst eins og málin standa nú, bæði á Íslandi og í heiminum öllum. En ef ekkert verður að gert þá getur það ekki endað á annan veg en með hörmungum. Við sem erum komin til ára okkar munum ekki verða mikið vör við það en börn og enn fremur barnabörn og þeirra afkomendur munu eiga erfitt með að skilja aðgerðarleysi okkar, því þetta er allt augljóst og hefur verið í áratugi. Kapítalisminn getur ekki fengið að herja óbeislaður mikið lengur, mannlíf á jörðinni þolir það einfaldlega ekki. Því fyrr sem brugðist er við því líklegra er það að það verði viðráðanlegt, þegar allt er komið í óefni og í lífsgæða hrun þá verður erfitt að takast á við vandann. Styrkja þarf alþjóða stofnanir og afnema neitunarvald sigurþjóða í seinni heimsstyrjöldinni væri eitt fyrsta skref. Skref tvö væri síðan að útvíkka lýðræðis hugtakið þannig að óháð upplýsingamiðlun væri hluti af því og þriðja skrefið væri að fjarlægja ítök auðmanna í fjölmiðlum og löggjafarvaldi. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun