Tölum um það sem er í boði fyrir ungt fólk Bjarney Rún Haraldsdóttir og Eva Rós Ólafsdóttir skrifa 24. september 2024 09:31 Undanfarið hefur verið hávær umræða í samfélaginu um stöðu ungmenna, aukna vanlíðan þeirra og áhættuhegðun. Geta til að takast á við erfiðar tilfinningar með hjálplegum aðferðum er grunnur að geðheilbrigði allra. Aukin krafa er gerð um þjónustu fyrir ungt fólk og samfélagsumræðan snýr fremur að skorti á viðeigandi úrræðum í stað umræðu um þau úrræði sem eru í boði. Bergið headspace var stofnað árið 2018 í kjölfar ákalls ungmenna fyrir þjónustu á þeirra forsendum. Bergið er ráðgjafarþjónusta fyrir öll ungmenni frá 12 - 25 ára, byggt á ástralskri hugmyndafræði headspace. Frá árinu 2019 hefur Bergið verið vettvangur fyrir ungmenni þar sem þau geta talað um tilfinningar sínar við reynda fagaðila, sem starfa af áhuga og metnaði fyrir velferð ungs fólks. Þjónustan kostar ekkert og er lágþröskulda. Það þýðir að hún er aðgengileg, án hindrana og skilyrða, með það markmið að ungt fólk fái stuðning eins snemma og eins auðveldlega og mögulegt er. Eina forsendan fyrir þjónustunni er að ungmennið vilji nýta sér hana. Frá opnun Bergsins hafa 2500 ungmenni nýtt sér þjónustuna á eigin forsendum og af miklu hugrekki. Það gera þau til þess að fá aðstoð, til þess að tala um og finna tilfinningar sínar í öruggu rými og til þess að geta skilið þarfir sínar og sjálf sig betur. Þegar þetta er skrifað eru 100 ungmenni að nýta sér þjónustuna í hverri viku. Þjónusta Bergsins er mikilvæg forvörn fyrir ungmenni, hún sparar samfélaginu fjármuni sé litið til lengri tíma, ásamt því að létta á biðlistum hjá heilbrigðis- og félagsmálakerfinu. Áföll og óhófleg streita í bernsku hafa mótandi áhrif á streituþol einstaklinga út lífið en helmingur þeirra sem sækja þjónustu Bergsins hafa alist upp við geðrænan og/eða fíknivanda foreldris eða systkinis. Það er mikilvægt að þau ungmenni séu gripin snemma og að þau tali um áföllin sín við fullorðinn aðila sem þau geta treyst. Ein umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á tengslum áfalla og erfiðrar reynslu í bernsku og heilsufarsvandamálum síðar á lífsleiðinni er ACE rannsóknin (e. Adverse Childhood Experiences). ACE spurningarlistinn skoðar einstaklinginn út frá streituvaldandi þáttum eða áföllum sem varða ofbeldi, vanrækslu og vanvirkar heimilisaðstæður, á fyrstu 18 árum ævinnar. Sýnt hefur verið fram á að sterkt samband er milli fjölda ACE-stiga og þróunar og algengi margvíslegra heilsufarsvandamála. Einstaklingar með fjögur eða fleiri ACE-stig eru fjórfalt til tólffalt líklegri til þess að þróa með sér þunglyndi, fíknivanda, eða gera tilraun til sjálfsvígs. Samkvæmt gögnum Bergsins eru 40% ungmenna sem þangað leita með fjögur eða fleiri ACE-stig. Það gefur auga leið að það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að ungmenni burðist ekki með vanlíðan, áhyggjur og áföll fram á fullorðinsár án þess að fá aðstoð. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið er úrræði sem er til staðar fyrir ungmenni og hlúir að geðheilbrigði þeirra. Gögn sýna að 80% af ungmennum sem sækja Bergið þurfa ekki frekari þjónustu og að marktækt dragi úr þunglyndi, kvíða og streitu eftir komu í Bergið. Þau upplifa einnig að á þau sé hlustað. Í Berginu er biðlistum haldið í lágmarki og vilji er fyrir því að tryggja að svo verði áfram með vaxandi aðsókn. Forsvarsmenn Bergsins eru í virku samtali við heilbrigðisráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og barna- og menntamálaráðuneytið um áframhaldandi fjármögnun. Fáist sú fjármögnun mun hún þó ekki ná utan um kostnaðinn við að veita 5000 viðtöl á ári eins og þörfin er. Bergið gæti stækkað enn frekar og fært sig nær ungmennum um allt land, því áhugi á þjónustunni er sannarlega til staðar. Til að tryggja áframhaldandi starfsemi og vöxt er afar mikilvægt að Bergið hljóti stuðning almennings og fyrirtækja. Hægt er að gerast Bergrisi, sem eru mánaðarlegir styrktaraðilar Bergsins. Starfsemin er á almannaheillaskrá og eru styrkir frádráttarbærir frá skattskyldum tekjum. Við hvetjum öll sem hefðu þurft á Berginu að halda, sem þekkja ungt fólk sem þarf á Berginu að halda eða vinna með ungu fólki sem þarf á Berginu að halda, að gerast Bergrisar. Tökum höndum saman fyrir unga fólkið okkar, framtíðarauð samfélagsins og tryggjum þeim þjónustu sem hefur sýnt fram á bæði mikilvægi og forvarnargildi. Höfundar eru Bjarney Rún Haraldsdóttir, stjórnarformaður og Eva Rós Ólafsdóttir, fagstjóri í Berginu headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið hávær umræða í samfélaginu um stöðu ungmenna, aukna vanlíðan þeirra og áhættuhegðun. Geta til að takast á við erfiðar tilfinningar með hjálplegum aðferðum er grunnur að geðheilbrigði allra. Aukin krafa er gerð um þjónustu fyrir ungt fólk og samfélagsumræðan snýr fremur að skorti á viðeigandi úrræðum í stað umræðu um þau úrræði sem eru í boði. Bergið headspace var stofnað árið 2018 í kjölfar ákalls ungmenna fyrir þjónustu á þeirra forsendum. Bergið er ráðgjafarþjónusta fyrir öll ungmenni frá 12 - 25 ára, byggt á ástralskri hugmyndafræði headspace. Frá árinu 2019 hefur Bergið verið vettvangur fyrir ungmenni þar sem þau geta talað um tilfinningar sínar við reynda fagaðila, sem starfa af áhuga og metnaði fyrir velferð ungs fólks. Þjónustan kostar ekkert og er lágþröskulda. Það þýðir að hún er aðgengileg, án hindrana og skilyrða, með það markmið að ungt fólk fái stuðning eins snemma og eins auðveldlega og mögulegt er. Eina forsendan fyrir þjónustunni er að ungmennið vilji nýta sér hana. Frá opnun Bergsins hafa 2500 ungmenni nýtt sér þjónustuna á eigin forsendum og af miklu hugrekki. Það gera þau til þess að fá aðstoð, til þess að tala um og finna tilfinningar sínar í öruggu rými og til þess að geta skilið þarfir sínar og sjálf sig betur. Þegar þetta er skrifað eru 100 ungmenni að nýta sér þjónustuna í hverri viku. Þjónusta Bergsins er mikilvæg forvörn fyrir ungmenni, hún sparar samfélaginu fjármuni sé litið til lengri tíma, ásamt því að létta á biðlistum hjá heilbrigðis- og félagsmálakerfinu. Áföll og óhófleg streita í bernsku hafa mótandi áhrif á streituþol einstaklinga út lífið en helmingur þeirra sem sækja þjónustu Bergsins hafa alist upp við geðrænan og/eða fíknivanda foreldris eða systkinis. Það er mikilvægt að þau ungmenni séu gripin snemma og að þau tali um áföllin sín við fullorðinn aðila sem þau geta treyst. Ein umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á tengslum áfalla og erfiðrar reynslu í bernsku og heilsufarsvandamálum síðar á lífsleiðinni er ACE rannsóknin (e. Adverse Childhood Experiences). ACE spurningarlistinn skoðar einstaklinginn út frá streituvaldandi þáttum eða áföllum sem varða ofbeldi, vanrækslu og vanvirkar heimilisaðstæður, á fyrstu 18 árum ævinnar. Sýnt hefur verið fram á að sterkt samband er milli fjölda ACE-stiga og þróunar og algengi margvíslegra heilsufarsvandamála. Einstaklingar með fjögur eða fleiri ACE-stig eru fjórfalt til tólffalt líklegri til þess að þróa með sér þunglyndi, fíknivanda, eða gera tilraun til sjálfsvígs. Samkvæmt gögnum Bergsins eru 40% ungmenna sem þangað leita með fjögur eða fleiri ACE-stig. Það gefur auga leið að það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að ungmenni burðist ekki með vanlíðan, áhyggjur og áföll fram á fullorðinsár án þess að fá aðstoð. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið er úrræði sem er til staðar fyrir ungmenni og hlúir að geðheilbrigði þeirra. Gögn sýna að 80% af ungmennum sem sækja Bergið þurfa ekki frekari þjónustu og að marktækt dragi úr þunglyndi, kvíða og streitu eftir komu í Bergið. Þau upplifa einnig að á þau sé hlustað. Í Berginu er biðlistum haldið í lágmarki og vilji er fyrir því að tryggja að svo verði áfram með vaxandi aðsókn. Forsvarsmenn Bergsins eru í virku samtali við heilbrigðisráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og barna- og menntamálaráðuneytið um áframhaldandi fjármögnun. Fáist sú fjármögnun mun hún þó ekki ná utan um kostnaðinn við að veita 5000 viðtöl á ári eins og þörfin er. Bergið gæti stækkað enn frekar og fært sig nær ungmennum um allt land, því áhugi á þjónustunni er sannarlega til staðar. Til að tryggja áframhaldandi starfsemi og vöxt er afar mikilvægt að Bergið hljóti stuðning almennings og fyrirtækja. Hægt er að gerast Bergrisi, sem eru mánaðarlegir styrktaraðilar Bergsins. Starfsemin er á almannaheillaskrá og eru styrkir frádráttarbærir frá skattskyldum tekjum. Við hvetjum öll sem hefðu þurft á Berginu að halda, sem þekkja ungt fólk sem þarf á Berginu að halda eða vinna með ungu fólki sem þarf á Berginu að halda, að gerast Bergrisar. Tökum höndum saman fyrir unga fólkið okkar, framtíðarauð samfélagsins og tryggjum þeim þjónustu sem hefur sýnt fram á bæði mikilvægi og forvarnargildi. Höfundar eru Bjarney Rún Haraldsdóttir, stjórnarformaður og Eva Rós Ólafsdóttir, fagstjóri í Berginu headspace.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar