Ég er ekki alki Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 23. september 2024 10:31 Það er til fullt af fólki sem drekkur meira en ég. Fullyrðingin er sönn í þetta skiptið. Það er líka til fólk sem er miklu dónalegra en ég, fólk sem er gráðugra en ég, þunglyndara og kvíðnara en ég, frekari en ég. En hvað á ég að gera í því og er ég þá bara stikkfrí? Sannleikurinn er sá að ég er alltaf að reyna að bæta mig, fer til sálfræðings af og til, hlusta á vini mína þegar þeim sárnar eitthvað sem ég sagði, sleppti stundum áfengi í nokkra daga þegar ég hafði verið dálítið kærulaus í sumar (sérstaklega þar sem ég get ekki kennt hitanum um það). Umræður um loftslagsmál og Ísland í alþjóðasamhengi hafa oft þetta yfirbragð mannsins í laginu “ég er ekki alki” sem fullyrðir að hann sé nú ekki einn af þeim sem beitir hnefum eða keyrir fullur og því sé hann augljóslega ekki alki. Kína, Bandaríkin og aðrar stórþjóðir bera vissulega mikla ábyrgð á losun á heimsvísu en Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og Ísland er bæði enn háð jarðefnaeldsneyti sem og stuðlar að mikilli losun frá öðrum þáttum, og þá sérstaklega frá landi. Á Íslandi stöndum við okkur mjög illa í loftslagsmálum og losun á mann er með því hæsta í heimi, þrátt fyrir að við höfum innleitt hitaveituna. Þá skiptir engu máli hvort Kína eða Indland standi sig betur eða verr en við. Losun okkar er staðreynd. Við höfum gefið loforð um að draga úr losun okkar á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna og við viljum vera þannig þjóð að hægt sé að stóla á okkur og við stöndum við það sem við segjumst ætla að gera, látum ekki öll hin vinna erfiðisvinnuna. Til hvers? En hver segir að það sé mikilvægt að standa við gefin loforð frá því í París 2015? Örlað hefur á því að pólitíkusar haldi því fram að þetta sé einhver sérstök pólitísk stefna. En loftslagsmál eru hvorki vinstri né hægri, frjálslyndi né íhald. Þau eru staðreynd. Og þær sviðsmyndir sem dregnar eru upp eru dregnar upp af vísindamönnum - ekki stjórnmálamönnum. IPCC er alþjóðleg vísindanefnd sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þótt vísindin séu ekki fullkomlega sannspá alltaf þá getum við treyst þeim til þess að meta skekkjuna og segja satt og rétt frá. Alveg eins og við getum treyst vísindamönnum til þess að spá fyrir veðrinu eða greina möguleika á eldgosum, þá getum við treyst svo fjölmennri vísindanefnd til þess að spá fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga. Á Íslandi er líka sérstök vísindanefnd sem mælir og spáir fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi og skoða má afrakstur vinnu þeirra á https://www.loftslagsbreytingar.is/. Appelsínugul viðvörun kallar á aðgerðir En líkt og þegar gefin er út appelsínugul viðvörun þá megum við ekki bara setja eyrnatappana í eyrun og hunsa spána, eða þá leggjast í gólfið í volæði yfir því að trampolínið muni fjúka. Við förum í aðgerðir til þess að bregðast við. Tökum garðhúsgögnin og trampolínið inn og frestum því kannski að fara í útilegu. Og ef við gætum haft áhrif á veðrið, myndum við þá ekki reyna það líka? Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsmál Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er til fullt af fólki sem drekkur meira en ég. Fullyrðingin er sönn í þetta skiptið. Það er líka til fólk sem er miklu dónalegra en ég, fólk sem er gráðugra en ég, þunglyndara og kvíðnara en ég, frekari en ég. En hvað á ég að gera í því og er ég þá bara stikkfrí? Sannleikurinn er sá að ég er alltaf að reyna að bæta mig, fer til sálfræðings af og til, hlusta á vini mína þegar þeim sárnar eitthvað sem ég sagði, sleppti stundum áfengi í nokkra daga þegar ég hafði verið dálítið kærulaus í sumar (sérstaklega þar sem ég get ekki kennt hitanum um það). Umræður um loftslagsmál og Ísland í alþjóðasamhengi hafa oft þetta yfirbragð mannsins í laginu “ég er ekki alki” sem fullyrðir að hann sé nú ekki einn af þeim sem beitir hnefum eða keyrir fullur og því sé hann augljóslega ekki alki. Kína, Bandaríkin og aðrar stórþjóðir bera vissulega mikla ábyrgð á losun á heimsvísu en Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og Ísland er bæði enn háð jarðefnaeldsneyti sem og stuðlar að mikilli losun frá öðrum þáttum, og þá sérstaklega frá landi. Á Íslandi stöndum við okkur mjög illa í loftslagsmálum og losun á mann er með því hæsta í heimi, þrátt fyrir að við höfum innleitt hitaveituna. Þá skiptir engu máli hvort Kína eða Indland standi sig betur eða verr en við. Losun okkar er staðreynd. Við höfum gefið loforð um að draga úr losun okkar á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna og við viljum vera þannig þjóð að hægt sé að stóla á okkur og við stöndum við það sem við segjumst ætla að gera, látum ekki öll hin vinna erfiðisvinnuna. Til hvers? En hver segir að það sé mikilvægt að standa við gefin loforð frá því í París 2015? Örlað hefur á því að pólitíkusar haldi því fram að þetta sé einhver sérstök pólitísk stefna. En loftslagsmál eru hvorki vinstri né hægri, frjálslyndi né íhald. Þau eru staðreynd. Og þær sviðsmyndir sem dregnar eru upp eru dregnar upp af vísindamönnum - ekki stjórnmálamönnum. IPCC er alþjóðleg vísindanefnd sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þótt vísindin séu ekki fullkomlega sannspá alltaf þá getum við treyst þeim til þess að meta skekkjuna og segja satt og rétt frá. Alveg eins og við getum treyst vísindamönnum til þess að spá fyrir veðrinu eða greina möguleika á eldgosum, þá getum við treyst svo fjölmennri vísindanefnd til þess að spá fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga. Á Íslandi er líka sérstök vísindanefnd sem mælir og spáir fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi og skoða má afrakstur vinnu þeirra á https://www.loftslagsbreytingar.is/. Appelsínugul viðvörun kallar á aðgerðir En líkt og þegar gefin er út appelsínugul viðvörun þá megum við ekki bara setja eyrnatappana í eyrun og hunsa spána, eða þá leggjast í gólfið í volæði yfir því að trampolínið muni fjúka. Við förum í aðgerðir til þess að bregðast við. Tökum garðhúsgögnin og trampolínið inn og frestum því kannski að fara í útilegu. Og ef við gætum haft áhrif á veðrið, myndum við þá ekki reyna það líka? Höfundur er formaður Landverndar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun