Gætum við verið betri hvert við annað? Jakob Frímann Magnússon skrifar 22. september 2024 16:30 Fyrir 30 árum, 1994, kom fyrsti snjallsíminn á markað. Áratugi síðar, 2004 hóf svo Facebook innreið sína og 2007 fengum við í hendur það fjölnota tæki sem snjallsíminn iPhone er. Allt eru þetta stórkostlegar uppfinningar – rétt eins og gufuvélin, skriðdrekinn og atómsprengjan. Ekki ber okkur að amast við nýsköpun og tækniframförum, en í þeim efnum veldur sannarlega hver á heldur. Gervigreinda snjallmennið hefur haslað sér völl til frambúðar. Snjallmennska eða hrakmennska? Firringin, illskan og örvæntingin í samfélagi okkar virðist hafa stigmagnast að undanförnu. Öll erum við agndofa yfir hörkunni og ofbeldinu hryllilega sem æ tíðari fregnir berast af í okkar fámenna og friðsæla samfélagi.Börnunum okkar er brugðið, þau eru óöruggari og kvíðafyllri en nokkru sinni í umhverfi stafræns tilfinningadoða. Eðlilega er spurt: Hvað kann hér að valda? Við bendum hvatvíslega í ólíkar áttir, sem í fljótu bragði kunna að virðast uppsprettur hins illa. Vert er þá að muna að þegar vísifingri er bent í tiltekna átt, snúa þrír fingur fingur jafnan að okkur sjálfum. Skyldum við rísa með sæmd undir þeirri ábyrgð, hvert og eitt, að stýra okkar eigin fjölmiðli, hvort sem sá heitir Facebook, Instagram, X, Tik Tok eða Snapchat? Misnotum við það áróðursvald? Hrósyrði í hrakyrða stað Vert væri að ígrunda betur það hugarþel og þau orð sem við beinum jafnan og allt of oft í kæruleysi hvert að öðru í „beinni útsendingu“ þessara miðla, dag hvern. Sameiginlegt verkefni okkar allra hlýtur að vera að bæta og fínstilla það samfélag og þann heim sem við búum í. Skyldi okkur farnast betur í þeim efnum ef við einsettum okkur að feta oftar stigu kærleikans og beina frekar uppbyggilegum hrósyrðum hvert að öðru í stað hrakyrða? Innleiðum nýjan samfélagssáttmála Kynni sú vaxandi illska sem nú skekur samfélagið með ofbeldi, rányrkju og morðum hreinlega að spegla hugarþel okkar sjálfra, eitthvað sem við sjálf höfum í hugsunarleysi leyft okkur að beina hvert að öðru úr því „launsátri“ sem okkar eigin persónulegu samfélagsmiðlar hafa gert okkur mögulegt? Færi e.t.v. betur á því að láta þau orð ein falla um náunga sinn – hver sem sá kynni að vera - sem maður mundi sjálfur treysta sér til að segja við þann hinn sama, augliti til auglitis? Við, hin eldri sáum fræjunum. Fóðrið sem af sprettur nærir hina yngri. Kynni illskan og ofbeldið sem við okkur blasir nú vera bein afleiðing hinna eitruðu fræja? Vel færi á því að rifja oftar upp orð Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar um að við hefðum vissulega „getað verið betri hvort við annað“. Við þurfum að sammælast um nýjan samfélagssáttmála sem hverfist einmitt um þetta lykilatriði, í orði sem á borði: Að vera betri hvort við annað. Þá mun okkur vel farnast. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 30 árum, 1994, kom fyrsti snjallsíminn á markað. Áratugi síðar, 2004 hóf svo Facebook innreið sína og 2007 fengum við í hendur það fjölnota tæki sem snjallsíminn iPhone er. Allt eru þetta stórkostlegar uppfinningar – rétt eins og gufuvélin, skriðdrekinn og atómsprengjan. Ekki ber okkur að amast við nýsköpun og tækniframförum, en í þeim efnum veldur sannarlega hver á heldur. Gervigreinda snjallmennið hefur haslað sér völl til frambúðar. Snjallmennska eða hrakmennska? Firringin, illskan og örvæntingin í samfélagi okkar virðist hafa stigmagnast að undanförnu. Öll erum við agndofa yfir hörkunni og ofbeldinu hryllilega sem æ tíðari fregnir berast af í okkar fámenna og friðsæla samfélagi.Börnunum okkar er brugðið, þau eru óöruggari og kvíðafyllri en nokkru sinni í umhverfi stafræns tilfinningadoða. Eðlilega er spurt: Hvað kann hér að valda? Við bendum hvatvíslega í ólíkar áttir, sem í fljótu bragði kunna að virðast uppsprettur hins illa. Vert er þá að muna að þegar vísifingri er bent í tiltekna átt, snúa þrír fingur fingur jafnan að okkur sjálfum. Skyldum við rísa með sæmd undir þeirri ábyrgð, hvert og eitt, að stýra okkar eigin fjölmiðli, hvort sem sá heitir Facebook, Instagram, X, Tik Tok eða Snapchat? Misnotum við það áróðursvald? Hrósyrði í hrakyrða stað Vert væri að ígrunda betur það hugarþel og þau orð sem við beinum jafnan og allt of oft í kæruleysi hvert að öðru í „beinni útsendingu“ þessara miðla, dag hvern. Sameiginlegt verkefni okkar allra hlýtur að vera að bæta og fínstilla það samfélag og þann heim sem við búum í. Skyldi okkur farnast betur í þeim efnum ef við einsettum okkur að feta oftar stigu kærleikans og beina frekar uppbyggilegum hrósyrðum hvert að öðru í stað hrakyrða? Innleiðum nýjan samfélagssáttmála Kynni sú vaxandi illska sem nú skekur samfélagið með ofbeldi, rányrkju og morðum hreinlega að spegla hugarþel okkar sjálfra, eitthvað sem við sjálf höfum í hugsunarleysi leyft okkur að beina hvert að öðru úr því „launsátri“ sem okkar eigin persónulegu samfélagsmiðlar hafa gert okkur mögulegt? Færi e.t.v. betur á því að láta þau orð ein falla um náunga sinn – hver sem sá kynni að vera - sem maður mundi sjálfur treysta sér til að segja við þann hinn sama, augliti til auglitis? Við, hin eldri sáum fræjunum. Fóðrið sem af sprettur nærir hina yngri. Kynni illskan og ofbeldið sem við okkur blasir nú vera bein afleiðing hinna eitruðu fræja? Vel færi á því að rifja oftar upp orð Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar um að við hefðum vissulega „getað verið betri hvort við annað“. Við þurfum að sammælast um nýjan samfélagssáttmála sem hverfist einmitt um þetta lykilatriði, í orði sem á borði: Að vera betri hvort við annað. Þá mun okkur vel farnast. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun