Hvort er ánægjulegra, kynlíf eða verslunarleiðangur? Gró Einarsdóttir skrifar 23. september 2024 08:32 Hvort er ánægjulegra, kynlíf eða verslunarleiðangur? Kynlíf er skemmtilegra en allt annað. Hér er ekki ég ekki að lýsa minni persónulegu skoðun heldur niðurstöðum úr rannsókn eftir Bryson og MacKerron. Í rannsókninni söfnuðu þeir 3 milljónum svörum við því hvort fólk væri hamingjusamt þessa stundina og hvað það hefði verið að gera á þeim tímapunkti. Byggt á svörunum röðuðu þeir 40 athöfnum í ánægju röð, og þar tróndi kynlíf á toppnum sem ánægjulegasta athöfnin en verslunarleiðangurinn var um miðbik listans, eða í 19 sæti, og telst því hvorki til ánægjulegustu athafnanna né þeirra leiðinlegustu. Með öðrum orðum, það að versla er ekkert spes. Í ljósi þess að nú er Gulur september og við vinnum öll saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort að við séum að velja að gera það sem veitir okkur ánægju? Reynum nú eftir bestu geta að gleyma því að hafa lesið um þessa áhugaverðu rannsókn, og ímyndum okkur í staðinn að við værum marsbúar sem hefðu fengið það verkefni að fylgjast Íslendingum og álykta hvað veitti þeim mestu ánægju. Væri niðurstaða marsbúanna sú sama og Bryson‘s og MacKerrons? Það er ekki ólíklegt að þeir kæmust að þeirri niðurstöðu að kynlíf væri ekkert spes. Ef við lítum til dæmis á niðurstöður rannsóknar Twenge, Sherman og Wells á kynlífshegðun fólks, þá stunda Bandaríkjamenn minna kynlíf en áður. Þegar skýringar á þessu eru einangraðar koma fram skýr kynslóðaráhrif og það er ekki ólíklegt að sama þróun hafi átt sér stað á Íslandi. Og marsbúarnir sem eru að fylgjast með hegðun okkar gætu komist að þeirri niðurstöðu að kynlíf sé hreinlega ekki eins ánægjulegt og áður. Þegar marsbúarnir horfa svo á einkaneyslu, þá yrðu þeir fljótir að sjá að Íslendingar eru þar í fremstu röð í alþjóðlegu samhengi. Til marks um það sýna til dæmis tölur frá Eurostat að úrgangur per mann á Íslandi er með því mesta sem gerist í Evrópu, sem bendir til mikillar neyslu. Árið 2022 var sorp á mann 659 kíló, sem er 146 kílóum yfir Evrópu meðaltalinu, eða um einu píanói meira af rusli á mann. Marsbúar gætu því ályktað að Íslendingar finni meiri ánægju í verslunarleiðöngrum en í kynlífi, þar sem neysla virðist vera mikilvægari þáttur í lífi þeirra. En hver er skýringin á því að við veljum að eyða tíma okkar og peningum í hluti sem gefa okkur ekki ánægju? Vissulega þurfum við flest að vinna, og versla í matinn, alveg óháð því hversu skemmtilegt okkur finnst það. En ef við eigum 10.000 krónur aukalega, af hverju eyðum við því alltof oft í ný föt í staðinn fyrir leikhúsferð? Kannski er skýringuna að finna í því að við manneskjur erum góð í að spá fyrir um framtíða tilfinningar okkar, hvaða athafnir munu láta okkur líða vel og illa, en spádómsgáfan bregst okkar þegar kemur að því að spá fyrir um það hversu lengi sú tilfinning mun vara. Góða tilfinningin sem einkaneysla hefur í för með sér endist mjög stutt, og er raunar talin í mínútum og sekúndum, fremur heldur en í þeim klukkustundum sem það tók að vinna fyrir neyslunni. Góða tilfinningin sem við fáum frá upplifunum, hvort sem við borgum fyrir þær eða ekki, endast mun lengur. En við gleymum að hugsa svo langt þegar við tökum ákvarðanir um hvað við verjum tíma okkar og peningum í. Kannski getum við nýtt þessa 3 milljón gagnapunkta til þess að minna okkur á að færa hegðun okkar frá því sem gefur okkur takmarkaða ánægju (versla) yfir í það sem gefur okkur mikla ánægju (kynlíf, leikhús, söfn, íþróttir, garðyrkja, söngur, samvera). Þannig getum við vonandi dregið úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem óhófleg einkaneysla hefur í för með sér, en neyslubundið kolefnisspor íslenska heimila er 55% hærra en landsbundin losun, og um það bil 71% af losun heimila er vegna innfluttra vara með tilheyrandi umhverfisvandamálum í þeim löndum sem vörurnar voru framleiddar. Allt á meðan við gerum hluti sem eru miklu skemmtilegri en að versla. Höfundur er sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og doktor í félagssálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gró Einarsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hvort er ánægjulegra, kynlíf eða verslunarleiðangur? Kynlíf er skemmtilegra en allt annað. Hér er ekki ég ekki að lýsa minni persónulegu skoðun heldur niðurstöðum úr rannsókn eftir Bryson og MacKerron. Í rannsókninni söfnuðu þeir 3 milljónum svörum við því hvort fólk væri hamingjusamt þessa stundina og hvað það hefði verið að gera á þeim tímapunkti. Byggt á svörunum röðuðu þeir 40 athöfnum í ánægju röð, og þar tróndi kynlíf á toppnum sem ánægjulegasta athöfnin en verslunarleiðangurinn var um miðbik listans, eða í 19 sæti, og telst því hvorki til ánægjulegustu athafnanna né þeirra leiðinlegustu. Með öðrum orðum, það að versla er ekkert spes. Í ljósi þess að nú er Gulur september og við vinnum öll saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort að við séum að velja að gera það sem veitir okkur ánægju? Reynum nú eftir bestu geta að gleyma því að hafa lesið um þessa áhugaverðu rannsókn, og ímyndum okkur í staðinn að við værum marsbúar sem hefðu fengið það verkefni að fylgjast Íslendingum og álykta hvað veitti þeim mestu ánægju. Væri niðurstaða marsbúanna sú sama og Bryson‘s og MacKerrons? Það er ekki ólíklegt að þeir kæmust að þeirri niðurstöðu að kynlíf væri ekkert spes. Ef við lítum til dæmis á niðurstöður rannsóknar Twenge, Sherman og Wells á kynlífshegðun fólks, þá stunda Bandaríkjamenn minna kynlíf en áður. Þegar skýringar á þessu eru einangraðar koma fram skýr kynslóðaráhrif og það er ekki ólíklegt að sama þróun hafi átt sér stað á Íslandi. Og marsbúarnir sem eru að fylgjast með hegðun okkar gætu komist að þeirri niðurstöðu að kynlíf sé hreinlega ekki eins ánægjulegt og áður. Þegar marsbúarnir horfa svo á einkaneyslu, þá yrðu þeir fljótir að sjá að Íslendingar eru þar í fremstu röð í alþjóðlegu samhengi. Til marks um það sýna til dæmis tölur frá Eurostat að úrgangur per mann á Íslandi er með því mesta sem gerist í Evrópu, sem bendir til mikillar neyslu. Árið 2022 var sorp á mann 659 kíló, sem er 146 kílóum yfir Evrópu meðaltalinu, eða um einu píanói meira af rusli á mann. Marsbúar gætu því ályktað að Íslendingar finni meiri ánægju í verslunarleiðöngrum en í kynlífi, þar sem neysla virðist vera mikilvægari þáttur í lífi þeirra. En hver er skýringin á því að við veljum að eyða tíma okkar og peningum í hluti sem gefa okkur ekki ánægju? Vissulega þurfum við flest að vinna, og versla í matinn, alveg óháð því hversu skemmtilegt okkur finnst það. En ef við eigum 10.000 krónur aukalega, af hverju eyðum við því alltof oft í ný föt í staðinn fyrir leikhúsferð? Kannski er skýringuna að finna í því að við manneskjur erum góð í að spá fyrir um framtíða tilfinningar okkar, hvaða athafnir munu láta okkur líða vel og illa, en spádómsgáfan bregst okkar þegar kemur að því að spá fyrir um það hversu lengi sú tilfinning mun vara. Góða tilfinningin sem einkaneysla hefur í för með sér endist mjög stutt, og er raunar talin í mínútum og sekúndum, fremur heldur en í þeim klukkustundum sem það tók að vinna fyrir neyslunni. Góða tilfinningin sem við fáum frá upplifunum, hvort sem við borgum fyrir þær eða ekki, endast mun lengur. En við gleymum að hugsa svo langt þegar við tökum ákvarðanir um hvað við verjum tíma okkar og peningum í. Kannski getum við nýtt þessa 3 milljón gagnapunkta til þess að minna okkur á að færa hegðun okkar frá því sem gefur okkur takmarkaða ánægju (versla) yfir í það sem gefur okkur mikla ánægju (kynlíf, leikhús, söfn, íþróttir, garðyrkja, söngur, samvera). Þannig getum við vonandi dregið úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem óhófleg einkaneysla hefur í för með sér, en neyslubundið kolefnisspor íslenska heimila er 55% hærra en landsbundin losun, og um það bil 71% af losun heimila er vegna innfluttra vara með tilheyrandi umhverfisvandamálum í þeim löndum sem vörurnar voru framleiddar. Allt á meðan við gerum hluti sem eru miklu skemmtilegri en að versla. Höfundur er sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og doktor í félagssálfræði.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun