Þetta er ekki allt að koma með fjárlagafrumvarpinu Eyjólfur Ármannsson skrifar 20. september 2024 10:31 Fjárlagafrumvarp næsta árs var lagt fram á Alþingi í sl. viku. Fjármálaráðherra kynnti það undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. Af frumvarpinu má ráða að við eigum að bíða frekari áhrifa stýrivaxta Seðlabankans og vona að verðbólgumarkmiði bankans um 2,5% árlega verðbólgu verði náð sem er óvíst. Ríkisfjármálunum er ekki beitt markvisst til að ná niður verðbólgu, hvorki til að draga úr þenslu og peningamagni í umferð né til að mæta mikilli eftirspurn eftir húsnæði á viðráðanlegu verði á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 1.448 ma.kr. á næsta ári eða 29,6% af vergri landsframleiðslu (VLF). Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð 1.552 ma.kr, sem er 61 ma.kr. hækkun. Vaxtagjöld, fjórði hæsti útgjaldaliðurinn, eru 98 ma.kr. og samsvara 300 þús.kr. á íbúa. Skuldir ríkissjóðs verða 1.906 ma.kr. á næsta ári eða 39% af VLF, hafa einungis minnkað um eitt prósent á ári sl. ár þrátt fyrir árlega 100 milljörðum betri afkomu en áætlað var þrjú ár í röð. Þessa betri afkomu má að stórum hluta rekja til verðbólgu, t.d. hærri virðisaukaskatti með hærra vöruverði og fjármagnstekjuskatti af verðbótum. Verðbólgan mælist nú 6%, en án húsnæðisliðarins er hún um 3,6% eða við vikmörk verðbólgumarkmiðs. Seðlabankanum ber að gera ríkisstjórninni grein fyrir ástæðum þess víki verðbólgan meira en 1,5% frá 2% verðbólgumarkmiði. Ríkisstjórnin getur þá brugðist við en í stefnuleysi sínu hefur hún ekki gert það, einungis sagst styðja við stefnu Seðlabankans sem er ekki gert í hallarekstri. Drifkraftar verðbólgunnar eru þrír; hnökrar á framboðshlið í hagkerfinu, mikil eftirspurn og verðbólguvæntingar sem geta verið sjálfnærandi og viðhaldið henni um langt skeið. Í fjárlagafrumvarpinu segir að markvert aðhald sem hlutfall af VLF muni minnka árið 2025. Meðaltal þriggja mælikvarða aðhalds sýnir að markvert aðhald fer úr 1,6% af VLF 2024 í 0,9% af VLF 2025. Auknum útgjöldum vegna Grindavíkur, hælisleitenda og kjarasamningspakka er ekki mætt með sérstökum tekjum. Halli ríkissjóðs verður 41 ma.kr. eða 0,8% af VLF. Allt eykur þetta verðbólguvæntingar. Það er rétt sem segir í fjárlagafrumvarpinu að stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á næstu árum snýr að því að tryggja nægt framboð á húsnæði. Hér er átt við húsnæði á viðráðanlegu verði til að mæta þörfum lág- og millitekjufólks og fyrstu kaupenda, ekki lúxusíbúðir fyrir efnafólk á rándýrum lóðum í miðborg Reykjavíkur. Íbúafjölgun á Íslandi hefur verið um 15% frá 2017. Vegna náttúruhamfara hurfu um 1.200 íbúðir í Grindavík af húsnæðismarkaði. Gríðarleg fjölgun hælisleitenda sl. ár hefur aukið eftirspurn eftir húsnæði. Umsóknir þeirra hér á landi hafa verið hlutfallslega margfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndum og í þriðja sæti yfir hlutfallslega flestar umsóknir í Evrópu. Í frumvarpinu segir að hægar hafi gengið að vinda ofan af verðbólgu en vonir stóðu til. Bagalegasta birtingarmynd þess sé hátt vaxtastig og meiri vaxtabyrði heimila og fyrirtækja en geti gengið til lengdar. Heimili og fyrirtæki geta ekki búið við vaxtabyrði sem byggist á 9,25% stýrivöxtum. Frá áramótum hafa alvarleg vanskil heimilanna vaxið um 20,1% frá áramótum samkvæmt upplýsingum frá milliinnheimtufyrirtækinu Motus. Setja á 7,3 ma.kr. í stofnframlög til að styðja við byggingu 1.000 íbúða. Sá fjöldi íbúða nær ekki þeim fjölda íbúða sem hurfu í Grindavík, vantar þar 200 íbúðir. Ríkisstjórnin er ekki að tryggja nægt framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði. Húsnæðisliðurinn verður því áfram helsti drifkraftur verðbólgunnar á næsta ári. Fjárlagafrumvarpið breytir því ekki. Samkvæmt þjóðhagsspá verður verðbólga rúmlega 5% í lok þessa árs og 4% í árslok 2025. Íbúum Íslands fækkar ekki og húsnæðisliðurinn gæti orðið helmingur verðbólgu í árslok. Skuldsett heimili bera byrðar verðbólgu í hærra vöruverði og stórkostlegum hækkunum afborgana húsnæðislána, sem líkist skatti á lág- og millitekjufólk og ungt fólk. Fjármagnseigendur og skuldlaust eignafólk er hins vegar varið og nýtur hins háa vaxtastigs. Byrðum baráttunnar við verðbólguna er mjög misskipt og fela í sér gríðarlega eignatilfærslu. Skuldsett heimili flýja háar lánaafborganir vaxtastigsins með töku verðtryggðra lána og tilheyrandi höfuðstólshækkunum. Það dregur úr virkni stýrivaxta og á þátt í hærri stýrivöxtum en ella. Ástæður eru fyrir því að stýrivextir á Íslandi eru 9,25% en 4,5% í Noregi, svo tekið sé dæmi. Það er ekki bara ríkið sem fær auknar tekjur á verðbólgutímum. Fasteignagjöld sveitarfélaga hækkuðu um 12,7% að meðaltali milli ára, en þau byggja á fasteignamati og gagnverði fasteigna. Á höfuðborgarsvæðinu nam meðaltalshækkunin 10%. Undanfarinn áratug hefur meðaltal fasteignagjalda fyrir viðmiðunareign farið úr 314 þúsund krónum árið 2014 í 437 þúsund í ár, sem er 39% hækkun á landinu öllu. Lóðaskortur í borginni sl. ár hefur verið stórfurðulegur. Þétting byggðar leysir hann ekki og brjóta þarf nýtt land undir ný hverfi. Draga má í efa þörf á að meta neysluútgjöld vegna eigin húsnæðis í vísitölu neysluverðs. Innan ESB er þessum lið sleppt í samræmdri neysluverðsvísitölu, sem er notuð til samanburðar innan ESB. Efast má um gæði gagna um þróun leiguverðs á Íslandi. Kostur fyrri aðferðar var að ekki var þörf á að safna gögnum um leigumarkaðinn því sú aðferð byggist ekki á að til staðar sé virkur leigumarkaður. Verðbólga á Íslandi og stýrivextir eru alltaf skoðaðir í samanburði við innri markað EES og nágrannaríkin. Ljóst er að fjárlagafrumvarpið tekur ekki á rótum verðbólgunnar, markvert aðhald minnkar og hallarekstur dregur ekki úr verðbólgu. Ríkisfjármálunum er ekki beitt til að draga úr verðbólguvæntingum, eftirspurn og framboðsskorti á húsnæði fyrir venjulegt fólk. Þetta er ekki allt að koma í baráttunni við verðbólguna með fjárlagafrumvarpinu. Við höldum áfram að bíða og fylgjumst með áhrifum hæstu stýrivaxta á Vesturlöndum. Það sem er að koma og samfélagið bíður eftir eru kosningar. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp næsta árs var lagt fram á Alþingi í sl. viku. Fjármálaráðherra kynnti það undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. Af frumvarpinu má ráða að við eigum að bíða frekari áhrifa stýrivaxta Seðlabankans og vona að verðbólgumarkmiði bankans um 2,5% árlega verðbólgu verði náð sem er óvíst. Ríkisfjármálunum er ekki beitt markvisst til að ná niður verðbólgu, hvorki til að draga úr þenslu og peningamagni í umferð né til að mæta mikilli eftirspurn eftir húsnæði á viðráðanlegu verði á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 1.448 ma.kr. á næsta ári eða 29,6% af vergri landsframleiðslu (VLF). Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð 1.552 ma.kr, sem er 61 ma.kr. hækkun. Vaxtagjöld, fjórði hæsti útgjaldaliðurinn, eru 98 ma.kr. og samsvara 300 þús.kr. á íbúa. Skuldir ríkissjóðs verða 1.906 ma.kr. á næsta ári eða 39% af VLF, hafa einungis minnkað um eitt prósent á ári sl. ár þrátt fyrir árlega 100 milljörðum betri afkomu en áætlað var þrjú ár í röð. Þessa betri afkomu má að stórum hluta rekja til verðbólgu, t.d. hærri virðisaukaskatti með hærra vöruverði og fjármagnstekjuskatti af verðbótum. Verðbólgan mælist nú 6%, en án húsnæðisliðarins er hún um 3,6% eða við vikmörk verðbólgumarkmiðs. Seðlabankanum ber að gera ríkisstjórninni grein fyrir ástæðum þess víki verðbólgan meira en 1,5% frá 2% verðbólgumarkmiði. Ríkisstjórnin getur þá brugðist við en í stefnuleysi sínu hefur hún ekki gert það, einungis sagst styðja við stefnu Seðlabankans sem er ekki gert í hallarekstri. Drifkraftar verðbólgunnar eru þrír; hnökrar á framboðshlið í hagkerfinu, mikil eftirspurn og verðbólguvæntingar sem geta verið sjálfnærandi og viðhaldið henni um langt skeið. Í fjárlagafrumvarpinu segir að markvert aðhald sem hlutfall af VLF muni minnka árið 2025. Meðaltal þriggja mælikvarða aðhalds sýnir að markvert aðhald fer úr 1,6% af VLF 2024 í 0,9% af VLF 2025. Auknum útgjöldum vegna Grindavíkur, hælisleitenda og kjarasamningspakka er ekki mætt með sérstökum tekjum. Halli ríkissjóðs verður 41 ma.kr. eða 0,8% af VLF. Allt eykur þetta verðbólguvæntingar. Það er rétt sem segir í fjárlagafrumvarpinu að stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á næstu árum snýr að því að tryggja nægt framboð á húsnæði. Hér er átt við húsnæði á viðráðanlegu verði til að mæta þörfum lág- og millitekjufólks og fyrstu kaupenda, ekki lúxusíbúðir fyrir efnafólk á rándýrum lóðum í miðborg Reykjavíkur. Íbúafjölgun á Íslandi hefur verið um 15% frá 2017. Vegna náttúruhamfara hurfu um 1.200 íbúðir í Grindavík af húsnæðismarkaði. Gríðarleg fjölgun hælisleitenda sl. ár hefur aukið eftirspurn eftir húsnæði. Umsóknir þeirra hér á landi hafa verið hlutfallslega margfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndum og í þriðja sæti yfir hlutfallslega flestar umsóknir í Evrópu. Í frumvarpinu segir að hægar hafi gengið að vinda ofan af verðbólgu en vonir stóðu til. Bagalegasta birtingarmynd þess sé hátt vaxtastig og meiri vaxtabyrði heimila og fyrirtækja en geti gengið til lengdar. Heimili og fyrirtæki geta ekki búið við vaxtabyrði sem byggist á 9,25% stýrivöxtum. Frá áramótum hafa alvarleg vanskil heimilanna vaxið um 20,1% frá áramótum samkvæmt upplýsingum frá milliinnheimtufyrirtækinu Motus. Setja á 7,3 ma.kr. í stofnframlög til að styðja við byggingu 1.000 íbúða. Sá fjöldi íbúða nær ekki þeim fjölda íbúða sem hurfu í Grindavík, vantar þar 200 íbúðir. Ríkisstjórnin er ekki að tryggja nægt framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði. Húsnæðisliðurinn verður því áfram helsti drifkraftur verðbólgunnar á næsta ári. Fjárlagafrumvarpið breytir því ekki. Samkvæmt þjóðhagsspá verður verðbólga rúmlega 5% í lok þessa árs og 4% í árslok 2025. Íbúum Íslands fækkar ekki og húsnæðisliðurinn gæti orðið helmingur verðbólgu í árslok. Skuldsett heimili bera byrðar verðbólgu í hærra vöruverði og stórkostlegum hækkunum afborgana húsnæðislána, sem líkist skatti á lág- og millitekjufólk og ungt fólk. Fjármagnseigendur og skuldlaust eignafólk er hins vegar varið og nýtur hins háa vaxtastigs. Byrðum baráttunnar við verðbólguna er mjög misskipt og fela í sér gríðarlega eignatilfærslu. Skuldsett heimili flýja háar lánaafborganir vaxtastigsins með töku verðtryggðra lána og tilheyrandi höfuðstólshækkunum. Það dregur úr virkni stýrivaxta og á þátt í hærri stýrivöxtum en ella. Ástæður eru fyrir því að stýrivextir á Íslandi eru 9,25% en 4,5% í Noregi, svo tekið sé dæmi. Það er ekki bara ríkið sem fær auknar tekjur á verðbólgutímum. Fasteignagjöld sveitarfélaga hækkuðu um 12,7% að meðaltali milli ára, en þau byggja á fasteignamati og gagnverði fasteigna. Á höfuðborgarsvæðinu nam meðaltalshækkunin 10%. Undanfarinn áratug hefur meðaltal fasteignagjalda fyrir viðmiðunareign farið úr 314 þúsund krónum árið 2014 í 437 þúsund í ár, sem er 39% hækkun á landinu öllu. Lóðaskortur í borginni sl. ár hefur verið stórfurðulegur. Þétting byggðar leysir hann ekki og brjóta þarf nýtt land undir ný hverfi. Draga má í efa þörf á að meta neysluútgjöld vegna eigin húsnæðis í vísitölu neysluverðs. Innan ESB er þessum lið sleppt í samræmdri neysluverðsvísitölu, sem er notuð til samanburðar innan ESB. Efast má um gæði gagna um þróun leiguverðs á Íslandi. Kostur fyrri aðferðar var að ekki var þörf á að safna gögnum um leigumarkaðinn því sú aðferð byggist ekki á að til staðar sé virkur leigumarkaður. Verðbólga á Íslandi og stýrivextir eru alltaf skoðaðir í samanburði við innri markað EES og nágrannaríkin. Ljóst er að fjárlagafrumvarpið tekur ekki á rótum verðbólgunnar, markvert aðhald minnkar og hallarekstur dregur ekki úr verðbólgu. Ríkisfjármálunum er ekki beitt til að draga úr verðbólguvæntingum, eftirspurn og framboðsskorti á húsnæði fyrir venjulegt fólk. Þetta er ekki allt að koma í baráttunni við verðbólguna með fjárlagafrumvarpinu. Við höldum áfram að bíða og fylgjumst með áhrifum hæstu stýrivaxta á Vesturlöndum. Það sem er að koma og samfélagið bíður eftir eru kosningar. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar