Forgangsorkan verður ekki skert Tinna Traustadóttir skrifar 19. september 2024 10:00 Landsvirkjun hefur aldrei skert forgangsorku þau tæpu 60 ár sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Ekkert bendir heldur til að við skerðum afhendingu forgangsorku á komandi vetri. Við höfum ávallt gætt þess að lofa ekki meiri forgangsorku en við ráðum við að selja, jafnvel þegar vatnsár eru með erfiðasta móti. Það hefur hins vegar komið til skerðinga á afhendingu raforku á undanförnum árum en í þeim tilvikum hafa samningar við kaupendur kveðið á um að skerða mætti orkuna, þeir hafa keypt skerðanlega orku og greitt fyrir hana lægra verð en fyrir forgangsorku. Forgangsorka er einfaldlega sú orka sem raforkuframleiðendur skuldbinda sig til þess að afhenda viðskiptavinum, óháð vatnsbúskap, viðhaldi eða öðrum fyrirsjáanlegum þáttum í rekstrinum. Óhætt er að taka undir með þeim sem segja að þörf sé á meiri orkuvinnslu á Íslandi. Við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað bent á þessa staðreynd og nú stefnir í að við getum loks hafist handa við Hvammsvirkjun og vindorkuverið Búrfellslund. Þegar ekki er næg orka verður stundum að skerða hana til þeirra sem hafa samið á þann veg. Og á sama tíma er ekki heldur hægt að tryggja sumum fyrirtækjum orku, sem gjarnan hefðu viljað kaupa meira en þau fá núna. Það er hins vegar ábyrgðarlaust að tala eins og stefni í skerðingar á forgangsorku. Er þá alveg útilokað að komi til skerðingar á forgangsorku? Nei, það er ekki hægt að fullyrða það, því meiriháttar náttúruhamfarir gætu auðvitað leitt til þess að Landsvirkjun gæti ekki unnið orkuna. En það þarf slík óviðráðanleg, ytri atvik (force majeure) til að skerðingar á forgangsorku raungerist. Stöndum við allar skuldbindingar Landsvirkjun hefur ávallt staðið við allar skuldbindingar sínar um afhendingu á forgangsorku. Í slæmum vatnsárum tryggjum við afhendingu hennar með því að draga úr afhendingu á skerðanlegri orku. Það þarf ekki að koma á óvart, kerfið okkar er byggt upp með þessum hætti og allir sem kaupa raforku af Landsvirkjun eru meðvitaðir um það. Hér tala ég að sjálfsögðu aðeins fyrir hönd Landsvirkjunar en ég ætla að gefa mér að eins sé farið um önnur orkuvinnslufyrirtæki. Það er ekki samið um afhendingu forgangsorku ef minnsti vafi leikur á því hvort hægt sé að standa við gerðan samning. Loks er rétt að benda á, að Landsvirkjun hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja raforkuöryggi heimila. Við höfum t.d. forgangsraðað raforkusölu inn á almenna markaðinn umfram aðra raforkusölu, með því að tryggja 45% meira magn inn á þann markað frá 2021. Það eru auðvitað takmörk á því hversu mikið til viðbótar Landsvirkjun getur selt til almenna markaðarins. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi almenna markaðarins, það gera stjórnvöld, en vissulega höfum við forgangsraðað. Við höfum líka dregið úr sölu til gagnavera um 50% milli ára og langt er síðan við lýstum því yfir að rafmyntagröftur sætti algjörum afgangi hjá okkur og fengi ekki forgangsorkusamninga. Þá má benda á að nýlega gerðum við tímamótasamning um afhendingu forgangsorku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum, sem dregur verulega úr bruna þeirra á jarðefnaeldsneyti. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur aldrei skert forgangsorku þau tæpu 60 ár sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Ekkert bendir heldur til að við skerðum afhendingu forgangsorku á komandi vetri. Við höfum ávallt gætt þess að lofa ekki meiri forgangsorku en við ráðum við að selja, jafnvel þegar vatnsár eru með erfiðasta móti. Það hefur hins vegar komið til skerðinga á afhendingu raforku á undanförnum árum en í þeim tilvikum hafa samningar við kaupendur kveðið á um að skerða mætti orkuna, þeir hafa keypt skerðanlega orku og greitt fyrir hana lægra verð en fyrir forgangsorku. Forgangsorka er einfaldlega sú orka sem raforkuframleiðendur skuldbinda sig til þess að afhenda viðskiptavinum, óháð vatnsbúskap, viðhaldi eða öðrum fyrirsjáanlegum þáttum í rekstrinum. Óhætt er að taka undir með þeim sem segja að þörf sé á meiri orkuvinnslu á Íslandi. Við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað bent á þessa staðreynd og nú stefnir í að við getum loks hafist handa við Hvammsvirkjun og vindorkuverið Búrfellslund. Þegar ekki er næg orka verður stundum að skerða hana til þeirra sem hafa samið á þann veg. Og á sama tíma er ekki heldur hægt að tryggja sumum fyrirtækjum orku, sem gjarnan hefðu viljað kaupa meira en þau fá núna. Það er hins vegar ábyrgðarlaust að tala eins og stefni í skerðingar á forgangsorku. Er þá alveg útilokað að komi til skerðingar á forgangsorku? Nei, það er ekki hægt að fullyrða það, því meiriháttar náttúruhamfarir gætu auðvitað leitt til þess að Landsvirkjun gæti ekki unnið orkuna. En það þarf slík óviðráðanleg, ytri atvik (force majeure) til að skerðingar á forgangsorku raungerist. Stöndum við allar skuldbindingar Landsvirkjun hefur ávallt staðið við allar skuldbindingar sínar um afhendingu á forgangsorku. Í slæmum vatnsárum tryggjum við afhendingu hennar með því að draga úr afhendingu á skerðanlegri orku. Það þarf ekki að koma á óvart, kerfið okkar er byggt upp með þessum hætti og allir sem kaupa raforku af Landsvirkjun eru meðvitaðir um það. Hér tala ég að sjálfsögðu aðeins fyrir hönd Landsvirkjunar en ég ætla að gefa mér að eins sé farið um önnur orkuvinnslufyrirtæki. Það er ekki samið um afhendingu forgangsorku ef minnsti vafi leikur á því hvort hægt sé að standa við gerðan samning. Loks er rétt að benda á, að Landsvirkjun hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja raforkuöryggi heimila. Við höfum t.d. forgangsraðað raforkusölu inn á almenna markaðinn umfram aðra raforkusölu, með því að tryggja 45% meira magn inn á þann markað frá 2021. Það eru auðvitað takmörk á því hversu mikið til viðbótar Landsvirkjun getur selt til almenna markaðarins. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi almenna markaðarins, það gera stjórnvöld, en vissulega höfum við forgangsraðað. Við höfum líka dregið úr sölu til gagnavera um 50% milli ára og langt er síðan við lýstum því yfir að rafmyntagröftur sætti algjörum afgangi hjá okkur og fengi ekki forgangsorkusamninga. Þá má benda á að nýlega gerðum við tímamótasamning um afhendingu forgangsorku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum, sem dregur verulega úr bruna þeirra á jarðefnaeldsneyti. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun