Tölum um tilfinningar Amanda Ásdís Jóhannsdóttir skrifar 18. september 2024 14:03 Það er enn mikilvægara en áður að tala um tilfinningar en samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Rannsókna og greiningar kom í ljós að andleg líðan ungmenna hefur mælst lakari en áður og þá sér í lagi meðal stúlkna á aldrinum 13-18 ára. Það er löng bið eftir sérfræðiaðstoð, skortur á úrræðum fyrir ungmenni og þau hafa oft fáa til að tala við um andlega líðan og tilfinningar. Eins og atburðir síðustu vikna bera til kynna er ástæða til að hafa áhyggjur af vopnaburði barna, sem þrátt fyrir að vera lítill hópur, þá er mikilvægt að grípa inn í. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að forvörnum og stuðningi fyrir þau ungmenni sem á þurfa að halda, ein möguleg lausn felur í sér að gefa börnum og ungmennum tækifæri og rými til að tjá sig um erfiðleika og andlega líðan. Mikilvægt er að til staðar sé úrræði þar sem ungmenni geta leitað sér aðgengilegrar og skilvirkrar þjónustu án kostnaðar, áður en illa fer. Þannig má koma í veg fyrir að erfiðleikar sem eru yfirstíganlegir með markvissri ráðgjöf verði óyfirstíganlegir og geti haft slæmar afleiðingar. Bergið Headspace er úrræði sem brúar bilið í þjónustu við ungt fólk og veitir lágþröskuldaþjónustu við ungmenni á aldrinum 12-25 ára án kostnaðar. Markmið Bergsins er að ungmenni geti mætt í öruggt og notalegt umhverfi og fengið stuðning, ráðgjöf og fræðslu með aðstoð fagfólks.Þar eru engin vandamál of lítil eða stór, það eru engir biðlistar og ekki þarf neina tilvísun til að geta sótt þjónustuna. Ungmenni geta mætt eins oft og þau vilja og rætt um það sem þeim liggur á hjarta. Þar sem það eru næstum sex ár síðan Bergið Headspace hóf starfsemi sína er blásið til samverutónleika þann 26 september í Iðnó. Aðgangseyrir er 3.500 kr og rennur allur ágóði óskiptur til Bergsins Headspace. Má þá líka minnast á að öll geta gerst styrktaraðilar Bergsins Headspace hvort sem það er með stakri greiðslu eða mánaðarlegum styrk og einnig er til sölu varningur á síðu samtakanna sem ég hvet öll til að skoða. Það að hafa tækifæri til að tala um tilfinningar, líðan og fá endurgjöf frá hlutlausum aðila er ómetanlegt og ættu öll að búa að því að geta sótt sér þá þjónustu. Ég veit að ég hefði óskað þess að hafa haft aðgang að sambærilegri þjónustu þegar ég var ung að kljást við kvíða og vanlíðan en ég er viss um að það hefði breytt miklu í mínu lífi. Nú skiptir enn meira máli en áður að hafa kærleikann einan að vopni, standa saman og tala um málin: Tala um tilfinningar.Ég hvet öll til að verja dýrmætum samverutíma með fjölskyldu, vinum, kunningjum, ættingjum, vinnufélögum og hlusta á frábært tónlistarfólk á samverutónleikum Bergsins Headspace. Sýnum samstöðu gegn ofbeldi, fjárfestum í geðheilbrigði, styðjum Bergið og styðjum ungmennin okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í velferðarmálum einstaklinga með geðrænar raskanir og stjórnarmeðlimur í Berginu Headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er enn mikilvægara en áður að tala um tilfinningar en samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Rannsókna og greiningar kom í ljós að andleg líðan ungmenna hefur mælst lakari en áður og þá sér í lagi meðal stúlkna á aldrinum 13-18 ára. Það er löng bið eftir sérfræðiaðstoð, skortur á úrræðum fyrir ungmenni og þau hafa oft fáa til að tala við um andlega líðan og tilfinningar. Eins og atburðir síðustu vikna bera til kynna er ástæða til að hafa áhyggjur af vopnaburði barna, sem þrátt fyrir að vera lítill hópur, þá er mikilvægt að grípa inn í. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að forvörnum og stuðningi fyrir þau ungmenni sem á þurfa að halda, ein möguleg lausn felur í sér að gefa börnum og ungmennum tækifæri og rými til að tjá sig um erfiðleika og andlega líðan. Mikilvægt er að til staðar sé úrræði þar sem ungmenni geta leitað sér aðgengilegrar og skilvirkrar þjónustu án kostnaðar, áður en illa fer. Þannig má koma í veg fyrir að erfiðleikar sem eru yfirstíganlegir með markvissri ráðgjöf verði óyfirstíganlegir og geti haft slæmar afleiðingar. Bergið Headspace er úrræði sem brúar bilið í þjónustu við ungt fólk og veitir lágþröskuldaþjónustu við ungmenni á aldrinum 12-25 ára án kostnaðar. Markmið Bergsins er að ungmenni geti mætt í öruggt og notalegt umhverfi og fengið stuðning, ráðgjöf og fræðslu með aðstoð fagfólks.Þar eru engin vandamál of lítil eða stór, það eru engir biðlistar og ekki þarf neina tilvísun til að geta sótt þjónustuna. Ungmenni geta mætt eins oft og þau vilja og rætt um það sem þeim liggur á hjarta. Þar sem það eru næstum sex ár síðan Bergið Headspace hóf starfsemi sína er blásið til samverutónleika þann 26 september í Iðnó. Aðgangseyrir er 3.500 kr og rennur allur ágóði óskiptur til Bergsins Headspace. Má þá líka minnast á að öll geta gerst styrktaraðilar Bergsins Headspace hvort sem það er með stakri greiðslu eða mánaðarlegum styrk og einnig er til sölu varningur á síðu samtakanna sem ég hvet öll til að skoða. Það að hafa tækifæri til að tala um tilfinningar, líðan og fá endurgjöf frá hlutlausum aðila er ómetanlegt og ættu öll að búa að því að geta sótt sér þá þjónustu. Ég veit að ég hefði óskað þess að hafa haft aðgang að sambærilegri þjónustu þegar ég var ung að kljást við kvíða og vanlíðan en ég er viss um að það hefði breytt miklu í mínu lífi. Nú skiptir enn meira máli en áður að hafa kærleikann einan að vopni, standa saman og tala um málin: Tala um tilfinningar.Ég hvet öll til að verja dýrmætum samverutíma með fjölskyldu, vinum, kunningjum, ættingjum, vinnufélögum og hlusta á frábært tónlistarfólk á samverutónleikum Bergsins Headspace. Sýnum samstöðu gegn ofbeldi, fjárfestum í geðheilbrigði, styðjum Bergið og styðjum ungmennin okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í velferðarmálum einstaklinga með geðrænar raskanir og stjórnarmeðlimur í Berginu Headspace.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun