Ýmislegt um rafmagnsbíla og reiðhjól Valur Elli Valsson skrifar 18. september 2024 09:32 Flokka má útblástur einkabíla í beinan og óbeinan útblástur. Enginn beinn útblástur hlýst af rafmagnsbílum þar sem þeir nota ekkert jarðefnaeldsneyti. Óbeinn útblástur einkabílsins kemur að mestu vegna framleiðslu bílsins. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Evrópusambandið árið 2020 má áætla að óbeinn útblástur vegna framleiðslu bensínbíla í dag séu 10,5 tonn. Óbeinn útblástur vegna framleiðslu rafmagnsbíla í dag eru hins vegar 15,5 tonn. Til langs tíma litið eru rafmagnsbílar þó umhverfisvænni kostur í tilviki Íslands, þar sem það þyrfti aðeins að keyra rafmagnsbíl 34.000 km til að verða umhverfisvænni en meðalbíll sem losar 150 g CO2/km. Síðustu áramót voru vsk-ívilnanir vegna kaupa á rafmagnsbifreiðum felldar niður og nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók gildi, í formi styrkja hjá Orkusjóði. Rafmagnsbílar sem kosta undir 10 milljónir eru styrkhæfir og nemur styrkur fyrir nýja rafbíla 900.000 kr. Á árunum 2020-2022 voru veittar ívilnanir til um það bil 8.000 bíla árlega. Ef jafn mikill fjöldi bíla myndi fá styrki frá Orkusjóði í ár myndi ríkissjóður greiða rúmlega 7 milljarðar í slíka styrki. Verið að styrkja ranga? Til að setja þessa 7 milljarða í eitthvað samhengi, þá er þetta helmingurinn af árlegri fjárfestingu í hinn margumtalaða 311 milljarða króna samgöngusáttmála. Það er einnig erfitt að færa rök fyrir því að þeir einstaklingar sem fá þessa 7 milljarða í styrk frá ríkissjóði séu sá hópur fólks sem þurfi á því að halda, þar sem þessir einstaklingar hafa tök á því að kaupa sér nýjan rafmagnsbíl. Það mætti því segja að verið sé að styrkja kaup á einkabílum á sama tíma og ríkið sé að reyna að ná loftslagsmarkmiðum sínum og bæta samgönguinnviði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðin þversögn þarna. Að öðru óbreyttu munu á sama tíma ívilnanir vegna kaupa á rafmagnshjólum detta úr gildi um áramótin, en óbeinn útblástur við framleiðslu slíkra farartækja er innan við 140 kg. Það er rúmlega 100 sinnum minna útblásturinn við framleiðslu á rafmagnsbíl. Hvað með að styrkja bara rafmagnshjól? Árlegar ívilnanir ríkisins vegna rafmagnshjóla hafa verið innan við 700 milljónir á ári. Samanlagðar ívilnanir til einstaklinga til kaupa á vistvænum farartækjum hafa því numið um 8 milljörðum árlega. Ef ríkið myndi hætta að styrkja rafbílakaup og nota alla þessa fjármuni til að styrkja kaup á rafmagnshjólum væri hægt að færa rök fyrir því að mikið myndi létta á samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins. Miðað við mannfjöldatölur búa 172.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16-70 ára. Ferðavenjukannanir sýna að 72% ferða á höfuðborgarsvæðinu eru með einkabílnum, sem ætti að þýða að um 124.000 einstaklingar nota einkabílinn til að komast í og úr vinnu eða skóla. Væru rafhjólastyrkirnir 50% (en þó aldrei hærri en 200.000 kr.) þá myndu 8 milljarðarnir duga fyrir að lágmarki 40.000 rafmagnshjólum árlega, sem hægt væri að nota sem fararskjóta í og úr vinnu eða skóla. Eðlilega myndu aldrei allir þessir 40.000 einstaklingar hætta að nota einkabílilinn og fara að hjóla, en ef 10.000 einstaklingar myndu byrja að hjóla yrðu 8% færri bílar í umferðinni sem myndi hafa meiri áhrif en fólk myndi halda. Ábatinn sem slíkt styrkkerfi myndi hafa yrði margþættur. Færri bílar í umferð myndi minnka umferðartafir allra þeirra sem myndu samt vilja nota einkabílinn, strætisvagnakerfið yrði áreiðanlegra, svifryksmengum myndi minnka, almennt heilbrigði myndi aukast og kolefnisspor þessara 40.000 rafmagnshjóla yrði minna en 400 nýrra rafbíla. Höfundur er meistaranemi í sjálfbærum skipulagsfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Bílar Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Flokka má útblástur einkabíla í beinan og óbeinan útblástur. Enginn beinn útblástur hlýst af rafmagnsbílum þar sem þeir nota ekkert jarðefnaeldsneyti. Óbeinn útblástur einkabílsins kemur að mestu vegna framleiðslu bílsins. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Evrópusambandið árið 2020 má áætla að óbeinn útblástur vegna framleiðslu bensínbíla í dag séu 10,5 tonn. Óbeinn útblástur vegna framleiðslu rafmagnsbíla í dag eru hins vegar 15,5 tonn. Til langs tíma litið eru rafmagnsbílar þó umhverfisvænni kostur í tilviki Íslands, þar sem það þyrfti aðeins að keyra rafmagnsbíl 34.000 km til að verða umhverfisvænni en meðalbíll sem losar 150 g CO2/km. Síðustu áramót voru vsk-ívilnanir vegna kaupa á rafmagnsbifreiðum felldar niður og nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók gildi, í formi styrkja hjá Orkusjóði. Rafmagnsbílar sem kosta undir 10 milljónir eru styrkhæfir og nemur styrkur fyrir nýja rafbíla 900.000 kr. Á árunum 2020-2022 voru veittar ívilnanir til um það bil 8.000 bíla árlega. Ef jafn mikill fjöldi bíla myndi fá styrki frá Orkusjóði í ár myndi ríkissjóður greiða rúmlega 7 milljarðar í slíka styrki. Verið að styrkja ranga? Til að setja þessa 7 milljarða í eitthvað samhengi, þá er þetta helmingurinn af árlegri fjárfestingu í hinn margumtalaða 311 milljarða króna samgöngusáttmála. Það er einnig erfitt að færa rök fyrir því að þeir einstaklingar sem fá þessa 7 milljarða í styrk frá ríkissjóði séu sá hópur fólks sem þurfi á því að halda, þar sem þessir einstaklingar hafa tök á því að kaupa sér nýjan rafmagnsbíl. Það mætti því segja að verið sé að styrkja kaup á einkabílum á sama tíma og ríkið sé að reyna að ná loftslagsmarkmiðum sínum og bæta samgönguinnviði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðin þversögn þarna. Að öðru óbreyttu munu á sama tíma ívilnanir vegna kaupa á rafmagnshjólum detta úr gildi um áramótin, en óbeinn útblástur við framleiðslu slíkra farartækja er innan við 140 kg. Það er rúmlega 100 sinnum minna útblásturinn við framleiðslu á rafmagnsbíl. Hvað með að styrkja bara rafmagnshjól? Árlegar ívilnanir ríkisins vegna rafmagnshjóla hafa verið innan við 700 milljónir á ári. Samanlagðar ívilnanir til einstaklinga til kaupa á vistvænum farartækjum hafa því numið um 8 milljörðum árlega. Ef ríkið myndi hætta að styrkja rafbílakaup og nota alla þessa fjármuni til að styrkja kaup á rafmagnshjólum væri hægt að færa rök fyrir því að mikið myndi létta á samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins. Miðað við mannfjöldatölur búa 172.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16-70 ára. Ferðavenjukannanir sýna að 72% ferða á höfuðborgarsvæðinu eru með einkabílnum, sem ætti að þýða að um 124.000 einstaklingar nota einkabílinn til að komast í og úr vinnu eða skóla. Væru rafhjólastyrkirnir 50% (en þó aldrei hærri en 200.000 kr.) þá myndu 8 milljarðarnir duga fyrir að lágmarki 40.000 rafmagnshjólum árlega, sem hægt væri að nota sem fararskjóta í og úr vinnu eða skóla. Eðlilega myndu aldrei allir þessir 40.000 einstaklingar hætta að nota einkabílilinn og fara að hjóla, en ef 10.000 einstaklingar myndu byrja að hjóla yrðu 8% færri bílar í umferðinni sem myndi hafa meiri áhrif en fólk myndi halda. Ábatinn sem slíkt styrkkerfi myndi hafa yrði margþættur. Færri bílar í umferð myndi minnka umferðartafir allra þeirra sem myndu samt vilja nota einkabílinn, strætisvagnakerfið yrði áreiðanlegra, svifryksmengum myndi minnka, almennt heilbrigði myndi aukast og kolefnisspor þessara 40.000 rafmagnshjóla yrði minna en 400 nýrra rafbíla. Höfundur er meistaranemi í sjálfbærum skipulagsfræðum
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun