Sjálfbærni er góður „business“ hjá Orkuveitunni Hólmfríður Sigurðardóttir skrifar 17. september 2024 07:46 Auðlindir íslenskrar náttúru eru undirstaða reksturs Orkuveitunnar og lífsgæða þess samfélags sem fyrirtækið þjónar. Athafnasvæði Orkuveitunnar nær frá Grundarfirði á Vesturlandi og að Hvolsvelli á Suðurlandi. Stór hluti þessa landssvæðis er innan verndarsvæða, það eru vatnsverndarsvæði, friðlýst svæði, svæði á náttúruminjaskrá og svæði sem lúta sérstakri vernd. Líffræðileg fjölbreytni er órjúfanlegur hluti þessara svæða. Undanfarin misseri hefur Orkuveitan þróað markmið og mælikvarða um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni á lendum og athafnasvæðum fyrirtækisins. Eftirspurn er eftir þessum upplýsingum því þær gera stjórnendum Orkuveitunnar, leyfisveitendum og lána- og fjármálastofnunum kleift að taka ákvarðanir um orkuöflun og fjárfestingar þeim tengdum, á ábyrgan hátt. Líffræðileg fjölbreytni og auðlindamælikvarði Orkuveitunnar Líffræðileg fjölbreytni er hluti af auðlindamælikvarða Orkuveitunnar. Það þýðir að lagt er mat á þá áhættu sem öflun heits vatns til húshitunar, öflun kalds vatns til neyslu, framleiðsla raforku og rekstur fráveitu, ljósleiðara og kolefnisbindingar hefur í för með sér fyrir lífríkið. Einnig er horft til mögulegra tækifæra sem geta falist í þessari starfsemi fyrir líffræðilega fjölbreytni. Dæmi um áhættu sem orkuöflun og rekstur Orkuveitunnar hefur fyrir líffræðilega fjölbreytni er: Jarðvegs- og gróðureyðing og röskun á landi vegna framkvæmda. Mengun vatns og sjávar og loftmengun vegna útblásturs og ýmis konar losunar út í umhverfið. Dæmi um tækifæri eru hins vegar: Verndun landslagsheilda og búsvæða með tilheyrandi gróðri og lífríki á eignarlandi Orkuveitunnar áður en ráðist er í framkvæmdir. Það hefur til dæmis verið gert á Hengilssvæðinu. Notkun staðargróðurs við frágang á raski vegna framkvæmda eins og á Hellisheiði og við Andakílsá. Endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal eftir að Orkuveitan hætti að reka vatnsaflsvirkjun í dalnum. Líffræðileg fjölbreytni hefur áhrif á afkomu Orkuveitunnar Öflugt og fjölbreytt búsvæði og lífríki hafa áhrif á afkomu fyrirtækja á borð við Orkuveituna. Dæmi um það er að Orkuveitan treystir á að það vatn sem aflað er til neyslu íbúa og atvinnulífs sé hreint og heilnæmt. Gögn um líffræðilega fjölbreytni varpa ljósi á hvernig búsvæði og tegundir gróðurs, dýra og annars lífríkis leggja sitt af mörkum til að binda jarðveg og halda honum stöðugum. Lífríkið getur þannig dregið út hættu á að jarðvegsörverur berist í vatnsból og mengi neysluvatn. Með því að greina gögn um líffræðilega fjölbreytni hefur Orkuveitan til dæmis varpað ljósi á umhverfis- og rekstraráhættu vegna varmamengunar frá Nesjavallavirkjun við strönd Þingvallavatn og að hvaða marki uppfyllt séu ákvæði starfsleyfa og náttúruverndarlaga. Þekking á áhættunni hefur nú þegar leitt til framþróunar á niðurdælingu á jarðhitavatni við virkjanir á Hengilssvæðinu. Ennfremur er unnið að nýsköpunarverkefni með blöndun jarðhitavatns frá virkjunum við hitaveituvatn á höfuðborgarsvæðinu. Takist þetta verkefni mun rekstrarfyrirkomulag hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu gjörbreytast til hins betra ásamt varmaframleiðslu virkjananna. Þannig er stefnt að því til frambúðar að nýta betur þann varma sem framleiddur er í virkjunum sem mun með tímanum draga úr varmamengun við strönd Þingvallavatns. Sjálfbærni er góður „business“ Skilningur stjórnenda og starfsfólks Orkuveitunnar á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni á heilsu vistkerfa gerir fyrirtækinu kleift að tileinka sér sjálfbærari starfshætti. Það leiðir til sveigjanlegri viðskiptalíkana, nýrra grænna viðskiptatækifæra sem eru fallin til þess að takast á við loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa og auknar opinberar kröfur. Dæmin sem tilgreind eru hér á undan sýna að Orkuveitan stendur við skuldbindingar sínar um að standa vörð um vistkerfi og íslenska náttúru. Það eflir traust, bætir orðspor, laðar að viðskiptavini og gott starfsfólk og stuðlar þannig að langtíma seiglu og þrautseigju fyrirtækisins. Sjálfbærni er sannanlega góður „business“. Höfundur er umhverfisstjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sjálfbærni Jarðhiti Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Auðlindir íslenskrar náttúru eru undirstaða reksturs Orkuveitunnar og lífsgæða þess samfélags sem fyrirtækið þjónar. Athafnasvæði Orkuveitunnar nær frá Grundarfirði á Vesturlandi og að Hvolsvelli á Suðurlandi. Stór hluti þessa landssvæðis er innan verndarsvæða, það eru vatnsverndarsvæði, friðlýst svæði, svæði á náttúruminjaskrá og svæði sem lúta sérstakri vernd. Líffræðileg fjölbreytni er órjúfanlegur hluti þessara svæða. Undanfarin misseri hefur Orkuveitan þróað markmið og mælikvarða um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni á lendum og athafnasvæðum fyrirtækisins. Eftirspurn er eftir þessum upplýsingum því þær gera stjórnendum Orkuveitunnar, leyfisveitendum og lána- og fjármálastofnunum kleift að taka ákvarðanir um orkuöflun og fjárfestingar þeim tengdum, á ábyrgan hátt. Líffræðileg fjölbreytni og auðlindamælikvarði Orkuveitunnar Líffræðileg fjölbreytni er hluti af auðlindamælikvarða Orkuveitunnar. Það þýðir að lagt er mat á þá áhættu sem öflun heits vatns til húshitunar, öflun kalds vatns til neyslu, framleiðsla raforku og rekstur fráveitu, ljósleiðara og kolefnisbindingar hefur í för með sér fyrir lífríkið. Einnig er horft til mögulegra tækifæra sem geta falist í þessari starfsemi fyrir líffræðilega fjölbreytni. Dæmi um áhættu sem orkuöflun og rekstur Orkuveitunnar hefur fyrir líffræðilega fjölbreytni er: Jarðvegs- og gróðureyðing og röskun á landi vegna framkvæmda. Mengun vatns og sjávar og loftmengun vegna útblásturs og ýmis konar losunar út í umhverfið. Dæmi um tækifæri eru hins vegar: Verndun landslagsheilda og búsvæða með tilheyrandi gróðri og lífríki á eignarlandi Orkuveitunnar áður en ráðist er í framkvæmdir. Það hefur til dæmis verið gert á Hengilssvæðinu. Notkun staðargróðurs við frágang á raski vegna framkvæmda eins og á Hellisheiði og við Andakílsá. Endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal eftir að Orkuveitan hætti að reka vatnsaflsvirkjun í dalnum. Líffræðileg fjölbreytni hefur áhrif á afkomu Orkuveitunnar Öflugt og fjölbreytt búsvæði og lífríki hafa áhrif á afkomu fyrirtækja á borð við Orkuveituna. Dæmi um það er að Orkuveitan treystir á að það vatn sem aflað er til neyslu íbúa og atvinnulífs sé hreint og heilnæmt. Gögn um líffræðilega fjölbreytni varpa ljósi á hvernig búsvæði og tegundir gróðurs, dýra og annars lífríkis leggja sitt af mörkum til að binda jarðveg og halda honum stöðugum. Lífríkið getur þannig dregið út hættu á að jarðvegsörverur berist í vatnsból og mengi neysluvatn. Með því að greina gögn um líffræðilega fjölbreytni hefur Orkuveitan til dæmis varpað ljósi á umhverfis- og rekstraráhættu vegna varmamengunar frá Nesjavallavirkjun við strönd Þingvallavatn og að hvaða marki uppfyllt séu ákvæði starfsleyfa og náttúruverndarlaga. Þekking á áhættunni hefur nú þegar leitt til framþróunar á niðurdælingu á jarðhitavatni við virkjanir á Hengilssvæðinu. Ennfremur er unnið að nýsköpunarverkefni með blöndun jarðhitavatns frá virkjunum við hitaveituvatn á höfuðborgarsvæðinu. Takist þetta verkefni mun rekstrarfyrirkomulag hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu gjörbreytast til hins betra ásamt varmaframleiðslu virkjananna. Þannig er stefnt að því til frambúðar að nýta betur þann varma sem framleiddur er í virkjunum sem mun með tímanum draga úr varmamengun við strönd Þingvallavatns. Sjálfbærni er góður „business“ Skilningur stjórnenda og starfsfólks Orkuveitunnar á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni á heilsu vistkerfa gerir fyrirtækinu kleift að tileinka sér sjálfbærari starfshætti. Það leiðir til sveigjanlegri viðskiptalíkana, nýrra grænna viðskiptatækifæra sem eru fallin til þess að takast á við loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa og auknar opinberar kröfur. Dæmin sem tilgreind eru hér á undan sýna að Orkuveitan stendur við skuldbindingar sínar um að standa vörð um vistkerfi og íslenska náttúru. Það eflir traust, bætir orðspor, laðar að viðskiptavini og gott starfsfólk og stuðlar þannig að langtíma seiglu og þrautseigju fyrirtækisins. Sjálfbærni er sannanlega góður „business“. Höfundur er umhverfisstjóri Orkuveitunnar.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun