Öryggi sjúklinga – gerum og greinum betur Alma D. Möller skrifar 17. september 2024 08:31 Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setti 17. september sem Alþjóðadag sjúklingaöryggis. Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Öruggar sjúkdómsgreiningar Að þessu sinni er þema dagsins öruggar sjúkdómsgreiningar en rétt og tímanleg sjúkdómsgreining er augljóslega forsenda viðeigandi og góðrar meðferðar. Talið er að villur í sjúkdómsgreiningum telji um 16% þeirra atvika sem hægt væri að fyrirbyggja. Um getur verið að ræða seinkaða eða ranga greiningu, að sjúdómur greinist ekki og að sjúklingur sé ekki upplýstur um sjúkdómsgreiningu. Vel þekkt dæmi eru þegar bráð kransæðastífla greinist ekki eða að krabbamein greinist seint. Þá hefur mikilvægi ofgreininga, þ.e. að verið sé að greina og meðhöndla sjúkdóma að óþörfu, orðið æ ljósara. Almennt gildir að þegar alvarleg atvik verða í heilbrigðisþjónustu brestur gjarnan á nokkrum stöðum í keðjunni og er jafnan bæði um að ræða kerfistengda þætti eins og t.d. ónóga mönnun eða skort á þjálfun sem og sk. mannlega þætti t.d. samskiptabresti og gildrur hugans (cognitive errors) eins og sk. rörsýn er dæmi um. Eflum öryggi Alvarlegt atvik snertir auðvitað mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Mikilvægi þess að virkja sjúklinga og aðstandendur í meðferð og öryggi hefur orðið æ ljósara. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Þema alþjóðadags sjúklingaöryggis á síðastliðnu ári snéri einmitt að því að virkja sjúklinga og hækka raddir þeirra. Samkvæmt Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ber stofnunum og veitendum heilbrigiðisþjónustu skylda til þess að vinna að bættu öryggi og gæðum með skipulögðu umbótastarfi, notkun gæðavísa til leiðbeiningar, markvissri úrvinnslu atvika til lærdóms og þjónustukönnunum þar sem viðhorf notenda koma fram. Viðbrögð við alvarlegum atvikum Þegar hlutirnir fara á verri veg og alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu verða, sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhygð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út gátlista og leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu sem snúa að sjúklingi og aðstandendum, starfsfólki og stofnun. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og er rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Málþing og styrkveitingar Í tilefni dagsins verður haldið málþing er snýr að gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustu með áherslu á sjúkdómsgreiningar, í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-17 og verður upptöku að finna á vef embættisins að því loknu. Málþingið er öllum opið. Í lok málþings mun landlæknir afhenda styrki til gæða- og vísindaverkefna úr Minningarsjóði um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason, í fyrsta sinn frá því hann var sameinaður eldri sjóðum embættisins og stofnskrá breytt til samræmis við nútímann. Til þess að efla öryggi þurfum við öll að hjálpast að; stjórnvöld, stofnanir, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Það er nauðsynlegt að taka öryggi sjúklinga fastari tökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Alma D. Möller Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setti 17. september sem Alþjóðadag sjúklingaöryggis. Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Öruggar sjúkdómsgreiningar Að þessu sinni er þema dagsins öruggar sjúkdómsgreiningar en rétt og tímanleg sjúkdómsgreining er augljóslega forsenda viðeigandi og góðrar meðferðar. Talið er að villur í sjúkdómsgreiningum telji um 16% þeirra atvika sem hægt væri að fyrirbyggja. Um getur verið að ræða seinkaða eða ranga greiningu, að sjúdómur greinist ekki og að sjúklingur sé ekki upplýstur um sjúkdómsgreiningu. Vel þekkt dæmi eru þegar bráð kransæðastífla greinist ekki eða að krabbamein greinist seint. Þá hefur mikilvægi ofgreininga, þ.e. að verið sé að greina og meðhöndla sjúkdóma að óþörfu, orðið æ ljósara. Almennt gildir að þegar alvarleg atvik verða í heilbrigðisþjónustu brestur gjarnan á nokkrum stöðum í keðjunni og er jafnan bæði um að ræða kerfistengda þætti eins og t.d. ónóga mönnun eða skort á þjálfun sem og sk. mannlega þætti t.d. samskiptabresti og gildrur hugans (cognitive errors) eins og sk. rörsýn er dæmi um. Eflum öryggi Alvarlegt atvik snertir auðvitað mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Mikilvægi þess að virkja sjúklinga og aðstandendur í meðferð og öryggi hefur orðið æ ljósara. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Þema alþjóðadags sjúklingaöryggis á síðastliðnu ári snéri einmitt að því að virkja sjúklinga og hækka raddir þeirra. Samkvæmt Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ber stofnunum og veitendum heilbrigiðisþjónustu skylda til þess að vinna að bættu öryggi og gæðum með skipulögðu umbótastarfi, notkun gæðavísa til leiðbeiningar, markvissri úrvinnslu atvika til lærdóms og þjónustukönnunum þar sem viðhorf notenda koma fram. Viðbrögð við alvarlegum atvikum Þegar hlutirnir fara á verri veg og alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu verða, sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhygð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út gátlista og leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu sem snúa að sjúklingi og aðstandendum, starfsfólki og stofnun. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og er rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Málþing og styrkveitingar Í tilefni dagsins verður haldið málþing er snýr að gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustu með áherslu á sjúkdómsgreiningar, í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-17 og verður upptöku að finna á vef embættisins að því loknu. Málþingið er öllum opið. Í lok málþings mun landlæknir afhenda styrki til gæða- og vísindaverkefna úr Minningarsjóði um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason, í fyrsta sinn frá því hann var sameinaður eldri sjóðum embættisins og stofnskrá breytt til samræmis við nútímann. Til þess að efla öryggi þurfum við öll að hjálpast að; stjórnvöld, stofnanir, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Það er nauðsynlegt að taka öryggi sjúklinga fastari tökum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar