Manngerðar hörmungar á Flateyri Sigurjón Þórðarson skrifar 13. september 2024 11:32 Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun. Til þess að bregðast við óæskilegum áhrifum mikillar samþjöppunar í sjávarútvegi heldur ríkið eftir 5,3% aflaheimilda og úthlutar þeim bæði með almennum hætti og í gegnum Byggðastofnun. Þróunin með hefur því miður orðið sú að þeir stærri í greininni, m.a. Fisk (útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga), hafa sótt með óbilgjörnum hætti í byggðakvóta á kostnað smáútgerða. Kaupfélag Skagfirðinga náði að tvöfalda hlut sinn þrátt fyrir andstöðu sveitarfélagins Skagafjarðar, þökk sé m.a. stuðningi matvælaráðherra Vg! Sama öfuga þróun hefur átt sér stað með byggðakvóta Byggðastofnunar. Þeir stóru hafa sótt hart í þá potta enda virðist vera sem að forsvarsmenn SFS telji sig eiga sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Ég naut þess heiðurs að sitja sem varamaður í stjórn Byggðastofnunar í nokkur ár, fyrir hönd Flokks fólksins. Þar setti ég ítrekað á dagskrá málefni úthlutunar á byggðakvóta stofnunarinnar. Ég benti stjórninni m.a. á; að lítið jafnræði gilti um úthlutun stofnunarinnar, ekki væri landað afla í þeim byggðum sem nutu úthlutunar, erlendir auðmenn með tengsl inn í SFS fengu byggðkvóta stofnunarinnar og að nokkuð augljóst var að stórir aðilar með sterk tengsl inn í stjórnkerfið ættu greiðari leið að þessum gæðum en aðrir. Í stað þess að gera samninga til nokkurra ára um úthlutun á aflaheimildum, lagði Flokkur fólksins til almennar úthlutunarreglur sem ívilnuðu hverjum þeim sem vildi reka fiskvinnslu í brothættri sjávarbyggð. Í sakleysi mínu taldi ég að bæði stjórn Byggðastofnunar og stjórnarráðið myndu taka þessum tillögum fagnandi en svo var ekki. Þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, neitaði að endurskipa mig í stjórn Byggðastofnunar. Ástæðan fyrir þessari neitun, sem vék frá áralangri hefð, var augljós. Formaður Framsóknarflokksins vildi viðhalda óbreyttri "samningaleið" byggðakvótans sem hefur m.a. leitt af sér að einn útgerðaraðili fær ríflega fimmtung af öllum byggðakvóta Byggðastofnunar! Hringavitleysan á Flateyri Á FB-síðunni Flateyri og Flateyringar er stutt grein eftir Þorgils Þorgilsson, sem rekið hefur löndunarþjónustu í þorpinu. Hann greinir skilmerkilega frá því að hann sé að hætta þeirri þjónustu vegna þess að það skilar sér ekki einn sporður á land á Flateyri af þeim 500 tonnum sem þorpið fær úthlutað frá Byggðastofnun og það sama á við um þau 400 tonn sem koma í hlut Flateyrar á grundvelli almenna byggðakvótans. Hafa ber í huga að hér er verið að úthluta aðilum verðmætum sem meta má allt að hálfum milljarði árlega á grundvelli eflingu sjávarútvegs á Flateyri, án þess það sé nokkur lifandi leið að átta sig á því hvernig það nýtist byggðinni. Flokkur fólksins vill frelsi Öll þessi hringavitleysa og þær manngerðu hörmungar sem leiddar eru yfir áður blómlegt þorpið í Önundarfirði, voru gerðar í nafni fiskverndar og byggðasjónarmiða. Það er orðið tímabært að ráðamenn staldri við og horfi á þá staðreynd að upphafleg markmið kvótakerfisins hefur ekki gengið upp og því sé orðið löngu tímabært að endurskoða ráðgjöfina, ekki síður en þá augljósu spillingu sem er í gangi með byggðakvóta. Það er tímabært að fleiri taki undir baráttu Flokks fólksins fyrir auknu frelsi til fiskveiða hringinn í kringum landið t.d. með því að gefa handfæraveiðar frjálsar og að stuðlað verði að jafnræði borgaranna við nýtingu sameiginlegra auðlinda. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Ísafjarðarbær Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun. Til þess að bregðast við óæskilegum áhrifum mikillar samþjöppunar í sjávarútvegi heldur ríkið eftir 5,3% aflaheimilda og úthlutar þeim bæði með almennum hætti og í gegnum Byggðastofnun. Þróunin með hefur því miður orðið sú að þeir stærri í greininni, m.a. Fisk (útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga), hafa sótt með óbilgjörnum hætti í byggðakvóta á kostnað smáútgerða. Kaupfélag Skagfirðinga náði að tvöfalda hlut sinn þrátt fyrir andstöðu sveitarfélagins Skagafjarðar, þökk sé m.a. stuðningi matvælaráðherra Vg! Sama öfuga þróun hefur átt sér stað með byggðakvóta Byggðastofnunar. Þeir stóru hafa sótt hart í þá potta enda virðist vera sem að forsvarsmenn SFS telji sig eiga sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Ég naut þess heiðurs að sitja sem varamaður í stjórn Byggðastofnunar í nokkur ár, fyrir hönd Flokks fólksins. Þar setti ég ítrekað á dagskrá málefni úthlutunar á byggðakvóta stofnunarinnar. Ég benti stjórninni m.a. á; að lítið jafnræði gilti um úthlutun stofnunarinnar, ekki væri landað afla í þeim byggðum sem nutu úthlutunar, erlendir auðmenn með tengsl inn í SFS fengu byggðkvóta stofnunarinnar og að nokkuð augljóst var að stórir aðilar með sterk tengsl inn í stjórnkerfið ættu greiðari leið að þessum gæðum en aðrir. Í stað þess að gera samninga til nokkurra ára um úthlutun á aflaheimildum, lagði Flokkur fólksins til almennar úthlutunarreglur sem ívilnuðu hverjum þeim sem vildi reka fiskvinnslu í brothættri sjávarbyggð. Í sakleysi mínu taldi ég að bæði stjórn Byggðastofnunar og stjórnarráðið myndu taka þessum tillögum fagnandi en svo var ekki. Þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, neitaði að endurskipa mig í stjórn Byggðastofnunar. Ástæðan fyrir þessari neitun, sem vék frá áralangri hefð, var augljós. Formaður Framsóknarflokksins vildi viðhalda óbreyttri "samningaleið" byggðakvótans sem hefur m.a. leitt af sér að einn útgerðaraðili fær ríflega fimmtung af öllum byggðakvóta Byggðastofnunar! Hringavitleysan á Flateyri Á FB-síðunni Flateyri og Flateyringar er stutt grein eftir Þorgils Þorgilsson, sem rekið hefur löndunarþjónustu í þorpinu. Hann greinir skilmerkilega frá því að hann sé að hætta þeirri þjónustu vegna þess að það skilar sér ekki einn sporður á land á Flateyri af þeim 500 tonnum sem þorpið fær úthlutað frá Byggðastofnun og það sama á við um þau 400 tonn sem koma í hlut Flateyrar á grundvelli almenna byggðakvótans. Hafa ber í huga að hér er verið að úthluta aðilum verðmætum sem meta má allt að hálfum milljarði árlega á grundvelli eflingu sjávarútvegs á Flateyri, án þess það sé nokkur lifandi leið að átta sig á því hvernig það nýtist byggðinni. Flokkur fólksins vill frelsi Öll þessi hringavitleysa og þær manngerðu hörmungar sem leiddar eru yfir áður blómlegt þorpið í Önundarfirði, voru gerðar í nafni fiskverndar og byggðasjónarmiða. Það er orðið tímabært að ráðamenn staldri við og horfi á þá staðreynd að upphafleg markmið kvótakerfisins hefur ekki gengið upp og því sé orðið löngu tímabært að endurskoða ráðgjöfina, ekki síður en þá augljósu spillingu sem er í gangi með byggðakvóta. Það er tímabært að fleiri taki undir baráttu Flokks fólksins fyrir auknu frelsi til fiskveiða hringinn í kringum landið t.d. með því að gefa handfæraveiðar frjálsar og að stuðlað verði að jafnræði borgaranna við nýtingu sameiginlegra auðlinda. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun