Ráðamenn hverfa frá refsistefnunni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 13. september 2024 07:33 Íslensk stjórnvöld hafa aldrei mótað heildstæða stefnu um tilgang dóma, þ.e. hvort að tilgangur þeirra sé refsing eða endurhæfing. Engu máli skiptir hvaða flokkar eru við völd, íslenskt stjórnmálafólk virðist einfaldlega ekki hafa áhuga á því hvað gerist eftir að dómstólar hafa kveðið upp sína dóma. Afstaða hefur í tvo áratugi barist fyrir því að dómar hafi tilgang, að fólk sem hlýtur dóm verði nýtir samfélagsþegnar eftir afplánun. Forseti Íslands og forsætisráðherra héldu ávörp á Alþingi í vikunni. Í báðum ræðum kvað við tón sem auðveldlega má túlka með þeim hætti að markmiðið með fangelsiskerfinu sé að skila betra fólki út í samfélagið. Að mati Afstöðu er því hér komið kærkomið tækifæri til að hverfa frá refsistefnu þeirri sem á Íslandi hefur ætíð verið við lýði. Vopnaburður ungmenna hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu og sérstaklega eftir þann hörmulega atburð sem átti sér stað á Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur. Í ræðu sinni við þingsetningu Alþingis vísaði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, til þess að horfa þurfi á ofbeldi í víðara samhengi en gert hefur verið. „Við þurfum að kafa dýpra, að uppsprettu þeirrar vanlíðunar sem brýst fram í ofbeldi. Enginn sem líður vel, hvort sem er fullorðinn eða barn, vopnast til að meiða aðra. [...] Ofbeldi er ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómskerfis – ofbeldi er heilbrigðismál, eins og breski forsætisráðherrann sagði nýlega svo umbúðalaust." Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, talaði á sambærilegum nótum í stefnuræðu sinni. „Harmleikir síðustu vikna snerta allt samfélagið þannig að flest annað verður í skyndingu mjög léttvægt. Þetta eru atburðir sem hverfast um það sem okkur skiptir mestu máli; að búa við öryggi og frið, að geta áhyggjulaus leyft börnunum okkar að fara um og njóta lífsins," sagði Bjarni og boðaði aðgerðir á borð við „betri meðferðarúrræði" til að bregðast við ofbeldi í samfélaginu. „En við verðum að muna að þessi mál verða ekki leyst með lögboðum einum eða stjórnvaldsákvörðunum. Þau kalla á stærra samtal um það hvernig við öll saman stöndum vörð um samfélagið sem við þekkjum og ætlum áfram að vera." Að mati Afstöðu er skýrt af ræðum æðstu valdhafa landsins að markmiðið er endurhæfing, eða betrun, enda eru forvarnir árangursríkari en refsing. Þau hafa rétt fyrir sér og Afstaða er tilbúin til að taka þátt í því starfi sem framundan er við að breyta stefnu stjórnvalda frá refsingu og til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa aldrei mótað heildstæða stefnu um tilgang dóma, þ.e. hvort að tilgangur þeirra sé refsing eða endurhæfing. Engu máli skiptir hvaða flokkar eru við völd, íslenskt stjórnmálafólk virðist einfaldlega ekki hafa áhuga á því hvað gerist eftir að dómstólar hafa kveðið upp sína dóma. Afstaða hefur í tvo áratugi barist fyrir því að dómar hafi tilgang, að fólk sem hlýtur dóm verði nýtir samfélagsþegnar eftir afplánun. Forseti Íslands og forsætisráðherra héldu ávörp á Alþingi í vikunni. Í báðum ræðum kvað við tón sem auðveldlega má túlka með þeim hætti að markmiðið með fangelsiskerfinu sé að skila betra fólki út í samfélagið. Að mati Afstöðu er því hér komið kærkomið tækifæri til að hverfa frá refsistefnu þeirri sem á Íslandi hefur ætíð verið við lýði. Vopnaburður ungmenna hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu og sérstaklega eftir þann hörmulega atburð sem átti sér stað á Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur. Í ræðu sinni við þingsetningu Alþingis vísaði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, til þess að horfa þurfi á ofbeldi í víðara samhengi en gert hefur verið. „Við þurfum að kafa dýpra, að uppsprettu þeirrar vanlíðunar sem brýst fram í ofbeldi. Enginn sem líður vel, hvort sem er fullorðinn eða barn, vopnast til að meiða aðra. [...] Ofbeldi er ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómskerfis – ofbeldi er heilbrigðismál, eins og breski forsætisráðherrann sagði nýlega svo umbúðalaust." Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, talaði á sambærilegum nótum í stefnuræðu sinni. „Harmleikir síðustu vikna snerta allt samfélagið þannig að flest annað verður í skyndingu mjög léttvægt. Þetta eru atburðir sem hverfast um það sem okkur skiptir mestu máli; að búa við öryggi og frið, að geta áhyggjulaus leyft börnunum okkar að fara um og njóta lífsins," sagði Bjarni og boðaði aðgerðir á borð við „betri meðferðarúrræði" til að bregðast við ofbeldi í samfélaginu. „En við verðum að muna að þessi mál verða ekki leyst með lögboðum einum eða stjórnvaldsákvörðunum. Þau kalla á stærra samtal um það hvernig við öll saman stöndum vörð um samfélagið sem við þekkjum og ætlum áfram að vera." Að mati Afstöðu er skýrt af ræðum æðstu valdhafa landsins að markmiðið er endurhæfing, eða betrun, enda eru forvarnir árangursríkari en refsing. Þau hafa rétt fyrir sér og Afstaða er tilbúin til að taka þátt í því starfi sem framundan er við að breyta stefnu stjórnvalda frá refsingu og til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar