„Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 10. september 2024 19:15 Andri Fannar Baldursson í eldlínunni á Víkingsvellinum í dag. Vísir/Anton Brink Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. „Þeir nýttu færin sín en ekki við. Mér fannst þeir ekkert skapa mikið. Það var erfitt að spila fótbolta í þessu veðri, mikill vindur og þeir voru yfir í baráttunni,“ sagði Andri skömmu eftir leik. Íslenska liðið spilaði á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og var leikurinn í járnum. Velska liðið ógnaði að marki Íslendinga en náðu ekki að koma boltanum fram hjá Lúkasi Petersson í markinu. „Þetta var virkilega erfitt og vindurinn drepur allt tempóið í leiknum. Það var bara ekki hægt að reikna vindinn og boltinn fauk og var erfitt að spila. Við getum ekkert að vera að væla yfir því, bæði lið voru með þennan vind. Ekki nægilega góður leikur hjá okkur,“ bætti Andri við. Íslensku strákarnir voru slegnir niður á jörðina strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Joel Cotterill kom þeim velsku yfir eftir sofandahátt í íslensku vörninni. „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik. Við verðum að vera meira „on“ og taka sterkari ákvarðanir. Svona er þetta og getum ekki breytt þessu núna. Við þurfum að líta í eigin barm og rífa okkur upp og bæta upp fyrir þetta í næsta leikjum sem við spilum.“ Krefjandi verkefni framundan í október Landsliðinu bíður erfitt verkefni í október en strákarnir þurfa sigur á móti Litáen og Danmörku til að eiga möguleika á að komast á lokamót EM sem verður haldið í Slóvakíu næsta sumar. „Sigur í báðum í leikjum, við getum það klárlega. Við þurfum að stíga upp og þegar sjálfstraustið er í lagi hef ég engar áhyggjur af því. Eins og staðan er í dag er þetta mjög svekkjandi og við hefðum viljað þrjú stig en það gerðist ekki, það er eins og það er,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira
„Þeir nýttu færin sín en ekki við. Mér fannst þeir ekkert skapa mikið. Það var erfitt að spila fótbolta í þessu veðri, mikill vindur og þeir voru yfir í baráttunni,“ sagði Andri skömmu eftir leik. Íslenska liðið spilaði á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og var leikurinn í járnum. Velska liðið ógnaði að marki Íslendinga en náðu ekki að koma boltanum fram hjá Lúkasi Petersson í markinu. „Þetta var virkilega erfitt og vindurinn drepur allt tempóið í leiknum. Það var bara ekki hægt að reikna vindinn og boltinn fauk og var erfitt að spila. Við getum ekkert að vera að væla yfir því, bæði lið voru með þennan vind. Ekki nægilega góður leikur hjá okkur,“ bætti Andri við. Íslensku strákarnir voru slegnir niður á jörðina strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Joel Cotterill kom þeim velsku yfir eftir sofandahátt í íslensku vörninni. „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik. Við verðum að vera meira „on“ og taka sterkari ákvarðanir. Svona er þetta og getum ekki breytt þessu núna. Við þurfum að líta í eigin barm og rífa okkur upp og bæta upp fyrir þetta í næsta leikjum sem við spilum.“ Krefjandi verkefni framundan í október Landsliðinu bíður erfitt verkefni í október en strákarnir þurfa sigur á móti Litáen og Danmörku til að eiga möguleika á að komast á lokamót EM sem verður haldið í Slóvakíu næsta sumar. „Sigur í báðum í leikjum, við getum það klárlega. Við þurfum að stíga upp og þegar sjálfstraustið er í lagi hef ég engar áhyggjur af því. Eins og staðan er í dag er þetta mjög svekkjandi og við hefðum viljað þrjú stig en það gerðist ekki, það er eins og það er,“ sagði fyrirliðinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira