Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 09:10 Viðari Erni hefur gengið vel að undanförnu eftir hæga byrjun. Vísir/Sigurjón Viðar Örn Kjartansson byrjaði sumarið ekki vel með KA í Bestu deildinni í fótbolta en hefur raðað inn mörkum í síðustu leikjum á sama tíma og KA-liðið hefur þotið upp töfluna og komist í bikarúrslitaleikinn. Viðar Örn þakkar auknu sjálfstrausti fyrir en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum eftir að hafa verið án marks í fyrstu sextán leikjum sínum með KA í deild og bikar. Viðar samdi við KA fyrir tímabilið en fyrir það hafði hann ekki spilað knattspyrnu í að verða hálft ár. Hann rifti samningi sínum við búlgarska félagið CSKA 1949 og var um tíma án félags. Viðar Örn hefur skorað fimm í síðustu fjórum leikjum.Vísir/Diego Gerist mjög hratt „Þegar fyrsta markið kemur og eftir nokkrar góðar frammistöður þarna á undan þá fær maður mjög mikið sjálfstraust. Liðsfélagarnir eru duglegir að finna mig og þá fara mörkin að koma,“ sagði Viðar Örn í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Það gerist mjög hratt og síðustu leikir eru búnir að vera mjög góðir hjá mér persónulega og hjá liðnu,“ sagði Viðar. Var sjálfstraustið hans komið mjög langt niður um tíma? Ég var í einhverri kulnun „Ég spilaði ekki fótbolta lengi. Ég var í einhverri kulnun, ég veit ekki hvað það var. Það kom mikið upp í vetur um það hvert maður ætti að fara. Einhver veginn fannst mér voðalítið af því spennandi,“ sagði Viðar. „Svo leið bara of langur tími þegar maður spilaði ekki. Síðan fer ég til KA og er að glíma við smá meiðsli. Ég hélt að ég yrði kominn í stand miklu fyrr. Svo var ég það ekki og liðinu gengur illa í byrjun. Þetta var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Viðar. Líður frábærlega inn á vellinum „Núna líður manni frábærlega inn á vellinum og ég er spenntur fyrir því að gera enn betur,“ sagði Viðar. Hann talaði um einhvers konar kulnun en var hann kominn með leið á fótbolta þegar hann kemur til KA? „Í raun get ég alveg sagt það opinberlega. Ég var í Búlgaríu og það gekk ekkert frábærlega þar. Ég rifti samningnum þar og svo var ég ekkert viss hvað ég ætlaði að gera,“ sagði Viðar. „Ég var búinn að vera lengi úti. Það gekk ágætlega í Grikklandi svo sem en það þarf bara eitt lélegt ‚move' þegar þú ert kominn á ákveðinn aldur. Þá er ekkert margt spennandi sem kemur eftir það. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert rosalega spenntur fyrir að koma mér aftur af stað,“ sagði Viðar. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira
Viðar Örn þakkar auknu sjálfstrausti fyrir en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum eftir að hafa verið án marks í fyrstu sextán leikjum sínum með KA í deild og bikar. Viðar samdi við KA fyrir tímabilið en fyrir það hafði hann ekki spilað knattspyrnu í að verða hálft ár. Hann rifti samningi sínum við búlgarska félagið CSKA 1949 og var um tíma án félags. Viðar Örn hefur skorað fimm í síðustu fjórum leikjum.Vísir/Diego Gerist mjög hratt „Þegar fyrsta markið kemur og eftir nokkrar góðar frammistöður þarna á undan þá fær maður mjög mikið sjálfstraust. Liðsfélagarnir eru duglegir að finna mig og þá fara mörkin að koma,“ sagði Viðar Örn í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Það gerist mjög hratt og síðustu leikir eru búnir að vera mjög góðir hjá mér persónulega og hjá liðnu,“ sagði Viðar. Var sjálfstraustið hans komið mjög langt niður um tíma? Ég var í einhverri kulnun „Ég spilaði ekki fótbolta lengi. Ég var í einhverri kulnun, ég veit ekki hvað það var. Það kom mikið upp í vetur um það hvert maður ætti að fara. Einhver veginn fannst mér voðalítið af því spennandi,“ sagði Viðar. „Svo leið bara of langur tími þegar maður spilaði ekki. Síðan fer ég til KA og er að glíma við smá meiðsli. Ég hélt að ég yrði kominn í stand miklu fyrr. Svo var ég það ekki og liðinu gengur illa í byrjun. Þetta var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Viðar. Líður frábærlega inn á vellinum „Núna líður manni frábærlega inn á vellinum og ég er spenntur fyrir því að gera enn betur,“ sagði Viðar. Hann talaði um einhvers konar kulnun en var hann kominn með leið á fótbolta þegar hann kemur til KA? „Í raun get ég alveg sagt það opinberlega. Ég var í Búlgaríu og það gekk ekkert frábærlega þar. Ég rifti samningnum þar og svo var ég ekkert viss hvað ég ætlaði að gera,“ sagði Viðar. „Ég var búinn að vera lengi úti. Það gekk ágætlega í Grikklandi svo sem en það þarf bara eitt lélegt ‚move' þegar þú ert kominn á ákveðinn aldur. Þá er ekkert margt spennandi sem kemur eftir það. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert rosalega spenntur fyrir að koma mér aftur af stað,“ sagði Viðar. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira