Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 10:36 Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir í kosningasjónvarpi hjá Ríkisútvarpinu. Vísir/ANton Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. Þetta kemur fram í uppgjöri sem Katrín skilaði til Ríkisendurskoðunar í vikunni. Framlög til kosningabaráttunnar námu 57,6 milljónum króna og komu að langstærstum hluta frá einstaklingum. Þeir styrktu framboðið samanlagt um 41,5 milljón króna. „Algengasta framlag einstaklinga var 10.000 krónur og að meðaltali styrkti fólk framboðið um 38.000 krónur,“ segir Katrín í færslu á Facebook. Átta einstaklingar styrktu Katrínu um 400 þúsund. Ármann Jakobsson, Baldvin Björn Haraldsson, Guðrún Elfa Tryggvadóttir, Aldís Aðalbjarnardóttir, Birna Anna Björnsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Björn R. Ragnarsson og Eiður Baldvin Ragnarsson. Framlög fyrirtækja til framboðsins námu ríflega 8,5 milljónum. Meðal fyrirtækja sem styrktu Katrínu voru endurskoðunarskrifan Hér og Nú, veitingastaðurinn Við fjöruborðið, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnafæði Norðlenska og eignarhaldsfélag Elínar Hirst. Framlög fyrirtækja til framboðs Katrínar. Katrín lagði sjálf til þrjár milljónir króna í framboðið og þá seldi framboðið varning fyrir tæplega 4,5 milljónir króna. Framboðið skilaði á endanum 276 þúsund króna hagnaði sem Katrín ætlar að láta renna til góðgerðarmála á næstunni. „Ég er ótrúlega þakklát þeim sem studdu við framboðið - með vinnu, fjárframlögum og ótæmandi stuðningi og jákvæðum straumum. Það er ótrúlega mikils virði að finna slíkan stuðning og skynja þá miklu breidd sem er í stuðningsmannahópnum. Þannig að nú þegar þessu er öllu lokið með formlegum hætti er mér þakklæti efst í huga og stolt yfir góðri og málefnalegri baráttu. Enn og aftur óska ég nýjum forseta velgengni í mikilvægum störfum og við ykkur segi ég TAKK!“ segir Katrín á Facebook. Hún hafnaði í öðru sæti með 25 prósent atkvæða en Halla Tómasdóttir hlaut 34 prósent. Uppgjör Katrínar. Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri sem Katrín skilaði til Ríkisendurskoðunar í vikunni. Framlög til kosningabaráttunnar námu 57,6 milljónum króna og komu að langstærstum hluta frá einstaklingum. Þeir styrktu framboðið samanlagt um 41,5 milljón króna. „Algengasta framlag einstaklinga var 10.000 krónur og að meðaltali styrkti fólk framboðið um 38.000 krónur,“ segir Katrín í færslu á Facebook. Átta einstaklingar styrktu Katrínu um 400 þúsund. Ármann Jakobsson, Baldvin Björn Haraldsson, Guðrún Elfa Tryggvadóttir, Aldís Aðalbjarnardóttir, Birna Anna Björnsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Björn R. Ragnarsson og Eiður Baldvin Ragnarsson. Framlög fyrirtækja til framboðsins námu ríflega 8,5 milljónum. Meðal fyrirtækja sem styrktu Katrínu voru endurskoðunarskrifan Hér og Nú, veitingastaðurinn Við fjöruborðið, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnafæði Norðlenska og eignarhaldsfélag Elínar Hirst. Framlög fyrirtækja til framboðs Katrínar. Katrín lagði sjálf til þrjár milljónir króna í framboðið og þá seldi framboðið varning fyrir tæplega 4,5 milljónir króna. Framboðið skilaði á endanum 276 þúsund króna hagnaði sem Katrín ætlar að láta renna til góðgerðarmála á næstunni. „Ég er ótrúlega þakklát þeim sem studdu við framboðið - með vinnu, fjárframlögum og ótæmandi stuðningi og jákvæðum straumum. Það er ótrúlega mikils virði að finna slíkan stuðning og skynja þá miklu breidd sem er í stuðningsmannahópnum. Þannig að nú þegar þessu er öllu lokið með formlegum hætti er mér þakklæti efst í huga og stolt yfir góðri og málefnalegri baráttu. Enn og aftur óska ég nýjum forseta velgengni í mikilvægum störfum og við ykkur segi ég TAKK!“ segir Katrín á Facebook. Hún hafnaði í öðru sæti með 25 prósent atkvæða en Halla Tómasdóttir hlaut 34 prósent. Uppgjör Katrínar.
Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Sjá meira
Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17
Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07