Að grípa börn Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 5. september 2024 17:00 Mjög réttmæt gagnrýni á úrræðaleysi gagnvart börnum með fjölþættan vanda hefur komið fram á síðastliðnum dögum. Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið tugum úrræða fyrir börn með flókinn og margvíslegan vanda, án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Það var slæm ákvörðun. Meðferðarheimilið Stuðlar er þó enn starfandi eins og kunnugt er. Þegar öðrum úrræðum ríkisins var lokað var sveitarfélögunum gert að leysa málin á meðan leitað yrði annarra lausna og hefur það reynst mörgum þeirra hreinlega ofviða. Í Hafnarfirði var fyrir um sjö árum sett á laggirnar nýtt verklag til að reyna að grípa snemma börn í vanda og veita fjölskyldum þeirra stuðning eftir fremsta megni. Það verkefni kallast Brúin og byggir á snemmtækri íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. Þar er lögð áhersla á að grípa inn í jafnvel strax á leikskólaaldri þegar þess verður vart að barn búi við erfiðar aðstæður, félagslega, námslega, hegðunarlega eða tilfinningalega. Þannig er barni og fjölskyldu þess veittur stuðningur eftir þörfum til að minnka líkur á að vandi barnsins aukist með hverju ári og verði jafnvel ill viðráðanlegur þegar á unglingsaldur er komið. En í þeim tilvikum þar sem vandinn er flóknastur og erfiðastur þarf að beita öðrum ráðum, mun meiri stuðningi og jafnvel meðferðarúrræðum. Þá hafa sveitarfélögin hvert fyrir sig og barnaverndarnefndir landsins þurft að veita börnum og unglingum viðeigandi lausnir. Það reynist oft á tíðum mjög erfitt og málin einungis þyngjast ár frá ári nú þegar álag í velferðar- og skólakerfinu hefur verið að aukast mjög hratt undanfarin ár. Sveitarstjórnarfólk hefur kvartað undan þessu úrræðaleysi í nokkur ár og að ríkið hafi velt þessu heilbrigðismáli nánast alfarið yfir á sveitarfélögin. Nefnd sem ráðherra skipaði um málefni barna með fjölþættan vanda skilaði tillögum fyrir um ári. Vonir standa til að innan tíðar verði loksins fundin lausn þar sem bæði ríki og sveitarfélög komi saman að uppbyggingu úrræða. Það liggur á að tryggja þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda og mikilvægt að kostnaðarskipting verði vel skilgreind svo hlutirnir gangi upp. Við þurfum að geta gripið öll börn í vanda – hvert og eitt barn, líðan þess og framtíð skiptir máli. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Málefni Stuðla Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mjög réttmæt gagnrýni á úrræðaleysi gagnvart börnum með fjölþættan vanda hefur komið fram á síðastliðnum dögum. Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið tugum úrræða fyrir börn með flókinn og margvíslegan vanda, án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Það var slæm ákvörðun. Meðferðarheimilið Stuðlar er þó enn starfandi eins og kunnugt er. Þegar öðrum úrræðum ríkisins var lokað var sveitarfélögunum gert að leysa málin á meðan leitað yrði annarra lausna og hefur það reynst mörgum þeirra hreinlega ofviða. Í Hafnarfirði var fyrir um sjö árum sett á laggirnar nýtt verklag til að reyna að grípa snemma börn í vanda og veita fjölskyldum þeirra stuðning eftir fremsta megni. Það verkefni kallast Brúin og byggir á snemmtækri íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. Þar er lögð áhersla á að grípa inn í jafnvel strax á leikskólaaldri þegar þess verður vart að barn búi við erfiðar aðstæður, félagslega, námslega, hegðunarlega eða tilfinningalega. Þannig er barni og fjölskyldu þess veittur stuðningur eftir þörfum til að minnka líkur á að vandi barnsins aukist með hverju ári og verði jafnvel ill viðráðanlegur þegar á unglingsaldur er komið. En í þeim tilvikum þar sem vandinn er flóknastur og erfiðastur þarf að beita öðrum ráðum, mun meiri stuðningi og jafnvel meðferðarúrræðum. Þá hafa sveitarfélögin hvert fyrir sig og barnaverndarnefndir landsins þurft að veita börnum og unglingum viðeigandi lausnir. Það reynist oft á tíðum mjög erfitt og málin einungis þyngjast ár frá ári nú þegar álag í velferðar- og skólakerfinu hefur verið að aukast mjög hratt undanfarin ár. Sveitarstjórnarfólk hefur kvartað undan þessu úrræðaleysi í nokkur ár og að ríkið hafi velt þessu heilbrigðismáli nánast alfarið yfir á sveitarfélögin. Nefnd sem ráðherra skipaði um málefni barna með fjölþættan vanda skilaði tillögum fyrir um ári. Vonir standa til að innan tíðar verði loksins fundin lausn þar sem bæði ríki og sveitarfélög komi saman að uppbyggingu úrræða. Það liggur á að tryggja þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda og mikilvægt að kostnaðarskipting verði vel skilgreind svo hlutirnir gangi upp. Við þurfum að geta gripið öll börn í vanda – hvert og eitt barn, líðan þess og framtíð skiptir máli. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun