Það er ómögulegur andskoti að læra íslensku! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 5. september 2024 11:31 Fyrsti hluti Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þeirri afsökun sem oft er notuð þegar því er haldið fram að ómögulegt sé að læra íslensku sem annað mál verandi í fullri vinnu á Íslandi. Sem sagt fólk sem býr á Íslandi, vinnur hugsanlega hjá íslensku fyrirtæki, er hluti af íslensku samfélagi, með börn í íslenskum skóla eða á íslenskum leikskóla eða þá í íslensku íþróttafélagi getur samt ómögulega lært íslensku eða tekið framförum í málinu vegna íslensks annríkis. Og svo kann vel að vera að sama fólki eigi íslenska vini, íslenskan maka eða jafnvel íslenska fjölskyldu. Það lifir og hrærist í íslenskum veruleika þar sem íslenska var, síðast er ég vissi, opinbert tungumál. Er ekki dálítið öfugsnúið og skrýtið að það læri ekki íslensku, að það æfist ekki dag fyrir dag í íslensku og verði stöðugt betra í meðförum málsins? Nú vill nefnilega svo til að oftlega kemur fólk til hingað landsins á íslenskunámskeið sem býr erlendis. Fólks sem hefir langt, langt, langt og langt í frá daglegan aðgang að íslensku, fólk sem er í fullri vinnu, oftast vinnu sem tengist tungumálum ekki rassgat. Þetta sama fólk hefir kannski lagt stund á íslensku í eitt til þrjú ár (stundum lengur). Svo kemur það til Íslands á námskeið og að því loknu tekur það próf á B2-stigi (framhaldsstig), sem það stenst og talar auk þess barasta afbragðs íslensku við alla á meðan þeir sem hér búa til margra ára standa lúpulegir við hliðina á viðkomandi (sumir) og babbla áfram á ensku. Undarlegur andskoti það. Já, er ekki eitthvað skrýtið við það að á Íslandi búi margt fólk til margra, margra og margra ára og kann lítið sem ekkert fyrir sér í málinu og notar enn, eftir t.d. átta ár í landinu, ensku, misgóða ensku. Ég er viss um að margir þekki þess ófá dæmi. Nú ætla ég alls ekki að halda því fram að þetta sé vegna leti eða þess að fólk sem hingað flyst sé almennt vitlausara en annars staðar. Ástæðan er önnur. Ég tel mig raunar vita ástæðuna og að hún felist í hugafari (aðallega móðurmálshafa) í fremur víðri merkingu. En hvað heldur þú? Viljir þú leggja þitt lóð á vogarskál máltileinkunar íslensku veður það hægt á Ísafirði 9. September á Bókasafninu og 19. september á Dokkunni. Nánari upplýsingar má finna á Flettismettisíðu átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag. Höfundur er verkefnastjóri átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Fyrsti hluti Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þeirri afsökun sem oft er notuð þegar því er haldið fram að ómögulegt sé að læra íslensku sem annað mál verandi í fullri vinnu á Íslandi. Sem sagt fólk sem býr á Íslandi, vinnur hugsanlega hjá íslensku fyrirtæki, er hluti af íslensku samfélagi, með börn í íslenskum skóla eða á íslenskum leikskóla eða þá í íslensku íþróttafélagi getur samt ómögulega lært íslensku eða tekið framförum í málinu vegna íslensks annríkis. Og svo kann vel að vera að sama fólki eigi íslenska vini, íslenskan maka eða jafnvel íslenska fjölskyldu. Það lifir og hrærist í íslenskum veruleika þar sem íslenska var, síðast er ég vissi, opinbert tungumál. Er ekki dálítið öfugsnúið og skrýtið að það læri ekki íslensku, að það æfist ekki dag fyrir dag í íslensku og verði stöðugt betra í meðförum málsins? Nú vill nefnilega svo til að oftlega kemur fólk til hingað landsins á íslenskunámskeið sem býr erlendis. Fólks sem hefir langt, langt, langt og langt í frá daglegan aðgang að íslensku, fólk sem er í fullri vinnu, oftast vinnu sem tengist tungumálum ekki rassgat. Þetta sama fólk hefir kannski lagt stund á íslensku í eitt til þrjú ár (stundum lengur). Svo kemur það til Íslands á námskeið og að því loknu tekur það próf á B2-stigi (framhaldsstig), sem það stenst og talar auk þess barasta afbragðs íslensku við alla á meðan þeir sem hér búa til margra ára standa lúpulegir við hliðina á viðkomandi (sumir) og babbla áfram á ensku. Undarlegur andskoti það. Já, er ekki eitthvað skrýtið við það að á Íslandi búi margt fólk til margra, margra og margra ára og kann lítið sem ekkert fyrir sér í málinu og notar enn, eftir t.d. átta ár í landinu, ensku, misgóða ensku. Ég er viss um að margir þekki þess ófá dæmi. Nú ætla ég alls ekki að halda því fram að þetta sé vegna leti eða þess að fólk sem hingað flyst sé almennt vitlausara en annars staðar. Ástæðan er önnur. Ég tel mig raunar vita ástæðuna og að hún felist í hugafari (aðallega móðurmálshafa) í fremur víðri merkingu. En hvað heldur þú? Viljir þú leggja þitt lóð á vogarskál máltileinkunar íslensku veður það hægt á Ísafirði 9. September á Bókasafninu og 19. september á Dokkunni. Nánari upplýsingar má finna á Flettismettisíðu átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag. Höfundur er verkefnastjóri átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun