Að þróa og efla gróskuhugarfar Ingrid Kuhlman skrifar 9. september 2024 08:02 Carol S. Dweck, prófessor í sálfræði við Stanford háskóla, er frumkvöðull í rannsóknum á hugarfari. Í bók sinni Mindset: The New Psychology of Success gerir hún greinarmun á gróskuhugarfari annars vegar (e. growth mindset) og fastmótuðu hugarfari hins vegar (e. fixed mindset). Dweck segir að viðhorf okkar og trú á eigin hæfileika geti haft áhrif á ýmsa þætti lífsins, þar á meðal akademíska frammistöðu, vinnu, árangur í íþróttum og persónuleg samskipti. Hvað felst í grósku- og fastmótuðu hugarfari? Samkvæmt Dweck er kjarni gróskuhugarfars trúin á að við getum þróað hæfileika okkar og hæfni með vinnusemi, dugnaði og þrautseigju og í gegnum nám og þjálfun. Fólk með gróskuhugarfar trúir því að það geti bætt árangur sinn og færni með því að leggja sig fram. Það er opið fyrir lærdómi og sér mistök eða erfiðleika sem tækifæri til að læra, bæta sig og þróast áfram. Það setur sér háleit og krefjandi markmið og gefst ekki upp auðveldlega þegar það stendur andspænis áskorunum eða erfiðleikum. Fólk með gróskuhugarfar er opið fyrir endurgjöf og nýtur hana til að bæta sig. Það lítur á velgengni annarra sem hvatningu. Fólk með fastmótað hugarfar á hinn bóginn trúir að hæfileikar og færni séu meðfæddir eiginleikar sem ekki er hægt að breyta; annaðhvort séum við góð í einhverju eða ekki. Þetta viðhorf leiðir til þess að það forðast áskoranir vegna hræðslu við mistök og gefst auðveldlega upp þegar það mætir mótlæti. Það lítur á gagnrýni sem persónulega árás og upplifur ógn af árangri annarra þar sem það metur eigin árangur oft út frá árangri annarra. Fastmótað hugarfar getur takmarkað vöxt og framfarir einstaklinga þar sem það hindrar þá í að taka áhættu, prófa nýja hluti og læra af reynslunni. Leiðir til að þjálfa gróskuhugarfar Carol Dweck og rannsóknarteymi hennar hafa veitt dýrmæta innsýn í hvernig hægt að breyta fastmótuðu hugarfari í gróskuhugarfar með því að þróa meðvitund um eigin viðhorf og hvernig þau hafa áhrif á hegðun okkar og ákvarðanatöku. Gróskuhugarfar er, öfugt við það sem margir kunna að halda, ekki eitthvað sem við fæðumst með heldur er hægt að rækta það og efla með réttu hugarfari og þjálfun. Hér fyrir neðan eru nokkrar aðferðir til að efla og þróa gróskuhugarfar: 1. Skilja aðlögunarhæfni heilans Aðlögunarhæfni eða sveigjanleiki miðtaugakerfisins (e. neuroplasticity) er ótrúleg geta heilans til að aðlaga sig og breytast allt okkar líf. Þessi aðlögun getur átt sér stað á margan hátt, til dæmis með myndun nýrra taugafrumna, styrkingu eða veikingu tiltekinna taugabrauta. Einnig með endurskipulagningu á starfsemi eða hlutverkum mismunandi svæða heilans sem viðbragð við nýrri reynslu, námi, þjálfun eða jafnvel í kjölfar skaða. Þetta sannar að hæfileikar og geta okkar til að læra og aðlaga okkur eru síður en svo föst og óbreytanleg einkenni. 2. Skora á raddirnar sem endurspegla fastmótað hugarfar Gott er að æfa sig í að bera kennsl á raddir fastmótaðs viðhorfs, eins og t.d. „Ég er ekki góð/ur í þessu“, „Ég get þetta ekki“ eða „Þetta voru hræðileg mistök“ og skipta þessum hugsunum út fyrir hugsanir sem endurspegla gróskuhugarfar: „Ég hef ekki náð tökum á þessu ennþá“, „Ég ætla að æfa mig í þessu“ eða „Ég geri bara betur næst“. 3. Setja sér markmið um að læra eða þroskast í staðinn fyrir afköst Í stað þess að einblína á afkastagetu eða frammistöðu er gott að setja sér markmið sem snúa að því að læra nýja hluti og þróast. Þetta getur verið allt frá því að læra nýtt tungumál, bæta kynningarfærni, auka leiðtogahæfni eða öðlast dýpri skilning á gervigreind. 4. Hrósa fyrir dugnað, ekki hæfileika Hægt er að efla gróskuhugarfar hjá öðrum með því að hrósa þeim fyrir dugnað, ástundun eða þrautseigju frekar en meðfædda hæfileika eða gáfur. Þessi nálgun tryggir að þeir skilgreini sig ekki eingöngu út frá meðfæddum hæfileikum og missa ekki móðinn þegar þeir takast á við áskoranir þar sem þeir skilja að þrautseigja og það að leggja eitthvað á sig leiði til vaxtar og árangurs. 5. Hræðast ekki mistök Að líta á mistök sem óaðskiljanlegan hluta af lærdómsferlinu er lykilatriði í að efla bæði persónulegan og faglegan vöxt. Mistök bjóða upp á tækifæri til innsæis og skilnings á því sem er ekki að virka. Við ættum því að ögra okkur sjálfum með nýjum upplifunum, vera opin fyrir áskorunum og nálgast mistök með spurningunni: „Hvað get ég lært af þessu?“ Gróskuhugarfarið er lykillinn að velgengni Carol S. Dweck hefur opnað augu okkar fyrir því hve mikil áhrif hugarfarið hefur á getu okkar til að læra, aðlaga okkur og vaxa. Gróskuhugarfar hefur sýnt sig vera einn af lyklunum að velgengni í leik og starfi. Það er ótrúlegur kraftur fólginn í þeirri vitneskju og trú að við höfum getu og möguleika til að bæta okkur. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Carol S. Dweck, prófessor í sálfræði við Stanford háskóla, er frumkvöðull í rannsóknum á hugarfari. Í bók sinni Mindset: The New Psychology of Success gerir hún greinarmun á gróskuhugarfari annars vegar (e. growth mindset) og fastmótuðu hugarfari hins vegar (e. fixed mindset). Dweck segir að viðhorf okkar og trú á eigin hæfileika geti haft áhrif á ýmsa þætti lífsins, þar á meðal akademíska frammistöðu, vinnu, árangur í íþróttum og persónuleg samskipti. Hvað felst í grósku- og fastmótuðu hugarfari? Samkvæmt Dweck er kjarni gróskuhugarfars trúin á að við getum þróað hæfileika okkar og hæfni með vinnusemi, dugnaði og þrautseigju og í gegnum nám og þjálfun. Fólk með gróskuhugarfar trúir því að það geti bætt árangur sinn og færni með því að leggja sig fram. Það er opið fyrir lærdómi og sér mistök eða erfiðleika sem tækifæri til að læra, bæta sig og þróast áfram. Það setur sér háleit og krefjandi markmið og gefst ekki upp auðveldlega þegar það stendur andspænis áskorunum eða erfiðleikum. Fólk með gróskuhugarfar er opið fyrir endurgjöf og nýtur hana til að bæta sig. Það lítur á velgengni annarra sem hvatningu. Fólk með fastmótað hugarfar á hinn bóginn trúir að hæfileikar og færni séu meðfæddir eiginleikar sem ekki er hægt að breyta; annaðhvort séum við góð í einhverju eða ekki. Þetta viðhorf leiðir til þess að það forðast áskoranir vegna hræðslu við mistök og gefst auðveldlega upp þegar það mætir mótlæti. Það lítur á gagnrýni sem persónulega árás og upplifur ógn af árangri annarra þar sem það metur eigin árangur oft út frá árangri annarra. Fastmótað hugarfar getur takmarkað vöxt og framfarir einstaklinga þar sem það hindrar þá í að taka áhættu, prófa nýja hluti og læra af reynslunni. Leiðir til að þjálfa gróskuhugarfar Carol Dweck og rannsóknarteymi hennar hafa veitt dýrmæta innsýn í hvernig hægt að breyta fastmótuðu hugarfari í gróskuhugarfar með því að þróa meðvitund um eigin viðhorf og hvernig þau hafa áhrif á hegðun okkar og ákvarðanatöku. Gróskuhugarfar er, öfugt við það sem margir kunna að halda, ekki eitthvað sem við fæðumst með heldur er hægt að rækta það og efla með réttu hugarfari og þjálfun. Hér fyrir neðan eru nokkrar aðferðir til að efla og þróa gróskuhugarfar: 1. Skilja aðlögunarhæfni heilans Aðlögunarhæfni eða sveigjanleiki miðtaugakerfisins (e. neuroplasticity) er ótrúleg geta heilans til að aðlaga sig og breytast allt okkar líf. Þessi aðlögun getur átt sér stað á margan hátt, til dæmis með myndun nýrra taugafrumna, styrkingu eða veikingu tiltekinna taugabrauta. Einnig með endurskipulagningu á starfsemi eða hlutverkum mismunandi svæða heilans sem viðbragð við nýrri reynslu, námi, þjálfun eða jafnvel í kjölfar skaða. Þetta sannar að hæfileikar og geta okkar til að læra og aðlaga okkur eru síður en svo föst og óbreytanleg einkenni. 2. Skora á raddirnar sem endurspegla fastmótað hugarfar Gott er að æfa sig í að bera kennsl á raddir fastmótaðs viðhorfs, eins og t.d. „Ég er ekki góð/ur í þessu“, „Ég get þetta ekki“ eða „Þetta voru hræðileg mistök“ og skipta þessum hugsunum út fyrir hugsanir sem endurspegla gróskuhugarfar: „Ég hef ekki náð tökum á þessu ennþá“, „Ég ætla að æfa mig í þessu“ eða „Ég geri bara betur næst“. 3. Setja sér markmið um að læra eða þroskast í staðinn fyrir afköst Í stað þess að einblína á afkastagetu eða frammistöðu er gott að setja sér markmið sem snúa að því að læra nýja hluti og þróast. Þetta getur verið allt frá því að læra nýtt tungumál, bæta kynningarfærni, auka leiðtogahæfni eða öðlast dýpri skilning á gervigreind. 4. Hrósa fyrir dugnað, ekki hæfileika Hægt er að efla gróskuhugarfar hjá öðrum með því að hrósa þeim fyrir dugnað, ástundun eða þrautseigju frekar en meðfædda hæfileika eða gáfur. Þessi nálgun tryggir að þeir skilgreini sig ekki eingöngu út frá meðfæddum hæfileikum og missa ekki móðinn þegar þeir takast á við áskoranir þar sem þeir skilja að þrautseigja og það að leggja eitthvað á sig leiði til vaxtar og árangurs. 5. Hræðast ekki mistök Að líta á mistök sem óaðskiljanlegan hluta af lærdómsferlinu er lykilatriði í að efla bæði persónulegan og faglegan vöxt. Mistök bjóða upp á tækifæri til innsæis og skilnings á því sem er ekki að virka. Við ættum því að ögra okkur sjálfum með nýjum upplifunum, vera opin fyrir áskorunum og nálgast mistök með spurningunni: „Hvað get ég lært af þessu?“ Gróskuhugarfarið er lykillinn að velgengni Carol S. Dweck hefur opnað augu okkar fyrir því hve mikil áhrif hugarfarið hefur á getu okkar til að læra, aðlaga okkur og vaxa. Gróskuhugarfar hefur sýnt sig vera einn af lyklunum að velgengni í leik og starfi. Það er ótrúlegur kraftur fólginn í þeirri vitneskju og trú að við höfum getu og möguleika til að bæta okkur. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun