Ísland og alþjóðasáttmálar Hjálmtýr Heiðdal skrifar 3. september 2024 17:59 Frá árinu 2006 hefur Ísraelsher margsinnis ráðist á Gazabúa með loftárásum, stróskotaliði og áhlaupi landhers og drepið þúsundir hverju sinni auk þess að leggja fjölda húsa og innviða í rúst. Ísrael hefur unnið þessi hervirki í skjóli stjórnvalda á Vesturlöndum. Þar eru fremst í flokki Bandaríkin, Bretland, Þýskland og Frakkland auk annarra ríkja í NATO og ESB. Ísland er aðili að NATO. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu sýna okkur að stjórnvöld Ísraels eru staðráðin í því að gera Gaza óbyggilegt fyrir þær rúmlega tvær milljónir Palestínumanna sem þar hafa búið innilokaðir í tæpa tvo áratugi. Og enn eru það vestrænar ríkisstjórnir sem aðstoða við glæpaverkin og ganga æ lengra í stuðningi við þjóðarmorðið sem fer fram fyrir allra augum. Í janúar s.l. gaf Alþjóðadómstóllinn (ICJ) út álit sitt á aðgerðum Ísraels á Gaza og taldi líklegt að árásirnar gætu jafngilt þjóðarmorði og gaf út sex bráðabirgðaráðstafanir þar sem Ísraelar var skipað að grípa til allra ráðstafana sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, þar með talið að koma í veg fyrir og refsa fyrir hvatningu til þjóðarmorðs, tryggja að aðstoð og lífsbjörg berist Palestínumönnum sem eru í herkví á Gaza. Ísrael hefur í engu sinnt þessum fyrirmælum og þess í stað hert árásir á óbreytta borgara. Þann 19. júlí s.l. lýsti Alþjóðadómstóllinn hernám og innlimun Ísraels á palestínsku landi ólöglega og að lög og stefna Ísraelsríkis, sem mismuna Palestínumönnum, brjóta alþjóðlegt bann gegn kynþáttaaðskilnaði og aðskilnaðarstefnu (apartheid). Vatnaskil Yfirlýsingar Alþjóðadómstólsins eru vatnaskil, þetta er söguleg staðfesting á réttindum Palestínumanna sem hafa mátt þola áratuga grimmd og kerfisbundin mannréttindabrot sem stafa af ólöglegu hernámi Ísraels. Ísraelsríki er lögbrjótur, samkvæmt niðurstöðu æðsta dómstóls heimsins. Dómurinn mun hinsvegar verða vandlega hunsaður af fyrrnefndum hópi vestrænna ríkja og einnig mörgum helstu fjölmiðlum Vesturlanda sem hafa í áratugi með góðum árangri staðið vörð um Ísrael og styðja nú opinskátt þjóðarmorðið. Aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, og þar er Ísland ekki undanskilið, ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið og vinna gegn ólöglega hernáminu. En þess í stað hafa þau elft varðstöðu sína um Ísrael og unnið gegn starfi dómstólanna. Staða smáríkja Fyrir smáríkið Ísland er það grundvallaratriði að önnur ríki framfylgi alþjóðalögum og sáttmálum. Ef Ísrael fær að halda þjóðarmorði sínu áfram á Gaza og á Vesturbakkanum mun það hafa alvarlegar afleiðingar og grafa undan öryggi okkar allra. Ríkisstjórn íslands hefur lýst stefnu sinni gagnvart alþjóðalögum: „Stefna stjórnvalda um þjóðaröryggi byggist á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafi grunngildi þjóðarinnar að leiðarljósi, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu og alþjóðalögum, mannúð og verndun mannréttinda, jafnrétti allra og sjálfbæra þróun, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála.“ Íslensk stjórnvöld hafa ekki, frekar en flest önnur vestræn ríki, framfylgt þeim skuldbindingum sem alþjóðasáttmálar leggja þeim á herðar, stefnuyfirlýsingin eru bara innantóm orð og Ísrael nýtur áfram friðhelgi. Yfirlýsingar um að öllum ríkjum beri að virða alþjóðalög og sáttmála hafa ekki haft nein áhrif - það eru einungis beinar aðgerðir sem munu gera yfirvöldum í Ísrael ljóst að alþjóðasamfélagið ætlar ekki að umbera glæpi þeirra lengur. Til þess að standa við skuldbindingarnar ber Íslandi að hefja aðgerðir gegn Ísrael, setja á viðskiptabann og ef annað ekki dugar að slíta stjórnmálasambandi við hið brotlega ríki. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu NATO Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2006 hefur Ísraelsher margsinnis ráðist á Gazabúa með loftárásum, stróskotaliði og áhlaupi landhers og drepið þúsundir hverju sinni auk þess að leggja fjölda húsa og innviða í rúst. Ísrael hefur unnið þessi hervirki í skjóli stjórnvalda á Vesturlöndum. Þar eru fremst í flokki Bandaríkin, Bretland, Þýskland og Frakkland auk annarra ríkja í NATO og ESB. Ísland er aðili að NATO. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu sýna okkur að stjórnvöld Ísraels eru staðráðin í því að gera Gaza óbyggilegt fyrir þær rúmlega tvær milljónir Palestínumanna sem þar hafa búið innilokaðir í tæpa tvo áratugi. Og enn eru það vestrænar ríkisstjórnir sem aðstoða við glæpaverkin og ganga æ lengra í stuðningi við þjóðarmorðið sem fer fram fyrir allra augum. Í janúar s.l. gaf Alþjóðadómstóllinn (ICJ) út álit sitt á aðgerðum Ísraels á Gaza og taldi líklegt að árásirnar gætu jafngilt þjóðarmorði og gaf út sex bráðabirgðaráðstafanir þar sem Ísraelar var skipað að grípa til allra ráðstafana sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, þar með talið að koma í veg fyrir og refsa fyrir hvatningu til þjóðarmorðs, tryggja að aðstoð og lífsbjörg berist Palestínumönnum sem eru í herkví á Gaza. Ísrael hefur í engu sinnt þessum fyrirmælum og þess í stað hert árásir á óbreytta borgara. Þann 19. júlí s.l. lýsti Alþjóðadómstóllinn hernám og innlimun Ísraels á palestínsku landi ólöglega og að lög og stefna Ísraelsríkis, sem mismuna Palestínumönnum, brjóta alþjóðlegt bann gegn kynþáttaaðskilnaði og aðskilnaðarstefnu (apartheid). Vatnaskil Yfirlýsingar Alþjóðadómstólsins eru vatnaskil, þetta er söguleg staðfesting á réttindum Palestínumanna sem hafa mátt þola áratuga grimmd og kerfisbundin mannréttindabrot sem stafa af ólöglegu hernámi Ísraels. Ísraelsríki er lögbrjótur, samkvæmt niðurstöðu æðsta dómstóls heimsins. Dómurinn mun hinsvegar verða vandlega hunsaður af fyrrnefndum hópi vestrænna ríkja og einnig mörgum helstu fjölmiðlum Vesturlanda sem hafa í áratugi með góðum árangri staðið vörð um Ísrael og styðja nú opinskátt þjóðarmorðið. Aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, og þar er Ísland ekki undanskilið, ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið og vinna gegn ólöglega hernáminu. En þess í stað hafa þau elft varðstöðu sína um Ísrael og unnið gegn starfi dómstólanna. Staða smáríkja Fyrir smáríkið Ísland er það grundvallaratriði að önnur ríki framfylgi alþjóðalögum og sáttmálum. Ef Ísrael fær að halda þjóðarmorði sínu áfram á Gaza og á Vesturbakkanum mun það hafa alvarlegar afleiðingar og grafa undan öryggi okkar allra. Ríkisstjórn íslands hefur lýst stefnu sinni gagnvart alþjóðalögum: „Stefna stjórnvalda um þjóðaröryggi byggist á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafi grunngildi þjóðarinnar að leiðarljósi, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu og alþjóðalögum, mannúð og verndun mannréttinda, jafnrétti allra og sjálfbæra þróun, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála.“ Íslensk stjórnvöld hafa ekki, frekar en flest önnur vestræn ríki, framfylgt þeim skuldbindingum sem alþjóðasáttmálar leggja þeim á herðar, stefnuyfirlýsingin eru bara innantóm orð og Ísrael nýtur áfram friðhelgi. Yfirlýsingar um að öllum ríkjum beri að virða alþjóðalög og sáttmála hafa ekki haft nein áhrif - það eru einungis beinar aðgerðir sem munu gera yfirvöldum í Ísrael ljóst að alþjóðasamfélagið ætlar ekki að umbera glæpi þeirra lengur. Til þess að standa við skuldbindingarnar ber Íslandi að hefja aðgerðir gegn Ísrael, setja á viðskiptabann og ef annað ekki dugar að slíta stjórnmálasambandi við hið brotlega ríki. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun