Áfengið innan seilingar Helgi Héðinsson skrifar 31. ágúst 2024 08:02 Coca Cola, eitt verðmætasta vörumerki heims um áratuga skeið, náði framúrskarandi árangri með ákaflega einfaldri hugmyndafræði. Ofuráhersla á dreifingu, að vera ætíð innan seilingar (e. within arm‘s reach). Við þekkjum þetta frá sjálfsölum, þegar við ferðumst um heiminn og hvert sem litið er má sjá vörur þeirra, en einnig hér heima á Íslandi þegar við förum í verslanir, sjoppur, bensínstöðvar, sundlaugar og svo framvegis. Að margra mati er þetta einhver árangursríkasta áhersla í sögu markaðsmála, enda árangur Coca Cola óumdeildur. Fyrirtækið er nú verðmetið á ríflega 43 þúsund milljarða króna. Lögmálin Þegar kemur að árangri í sölu á vörum er í megin atriðum fernt sem máli skiptir. Varan sjálf og eiginleikar hennar, verðið, kynningar- og markaðsstarf og dreifing. Þetta er þaulrannsakað og litið á sem lögmál í markaðsfræðum. Áherslur Coca Cola komu upp í huga undirritaðs í tengslum við umræðu um sölu og dreifingu á áfengi í Íslandi. Sögu Coca Cola og lögmál markaðsfræðinnar þekkja auðvitað hagsmunaöfl sem vilja auka aðgengi og dreifingu á áfengi þó oft sé leitast við í umræðunni að skauta fram hjá þeirri staðreynd og því slegið fram að hér sé um einhvers konar mannréttindi að ræða. Að frelsið standi og falli með auknu aðgengi að áfengi sem nú þegar er all nokkuð og að þetta skipti í raun engu máli. Þá er því gjarnan slegið fram að takmörkun á aðgengi og dreifingu sé tímaskekkja og gamaldags, en því fer sannarlega fjarri, enda dreifing eitt allra mikilvægasta verkfærið þegar kemur að sölu á vörum. Það lögmál stendur og hefur ekkert breyst. Íslenska forvarnamódelið Um árabil hefur hér á landi ríkt fyrirkomulag og stefna sem byggir á því að virkja allt samfélagið með forvörnum, takmörkuðu aðgengi og stýringu í gegnum ÁTVR. Það fyrirkomulag, sem aðrar þjóðir líta öfundaraugum, hefur tryggt okkur einhverja bestu stöðu í heimi þegar kemur að áfengisneyslu, ekki síst meðal ungmenna. Ástæður þess hafa verið tíundaðar í fjölda greina meðal annars eftir heilbrigðisráðherra og sérfræðinga á sviði forvarna og óþarft að fara nánar út í hér, en það er ekki tilviljun að hvergi bólar á aðilum sem koma að heilbrigðismálum eða félagasamtökum á sviði heilbrigðismála sem tala fyrir auknu aðgengi og þar með aukinni neyslu á áfengi. Þegar allt kemur til alls Þegar allt kemur til alls er málið í raun einfalt. Baráttan um aukið aðgengi og dreifingu á áfengi snýst aðeins um hagsmuni. Annars vegar er um að ræða hagsmuni samfélagsins, kostnað sem leggst á samfélagið vegna áfengisneyslu og harm sem áfengisneysla veldur og við þekkjum svo mörg. Hins vegar eru þarna undir gífurlegir einkahagsmunir aðila sem sjá hag í því að auka dreifingu og þar með neyslu á áfengi. Við þurfum einfaldlega að velta því fyrir okkur hvort við viljum verja það fyrirkomulag sem reynst hefur vel og skipað okkur í fremstu röð meðal þjóða í þessum málaflokki, eða láta undan einkahagsmunum og talsmönnum þeirra. Höfundur er markaðsfræðingur og framkvæmdastjóri Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Coca Cola, eitt verðmætasta vörumerki heims um áratuga skeið, náði framúrskarandi árangri með ákaflega einfaldri hugmyndafræði. Ofuráhersla á dreifingu, að vera ætíð innan seilingar (e. within arm‘s reach). Við þekkjum þetta frá sjálfsölum, þegar við ferðumst um heiminn og hvert sem litið er má sjá vörur þeirra, en einnig hér heima á Íslandi þegar við förum í verslanir, sjoppur, bensínstöðvar, sundlaugar og svo framvegis. Að margra mati er þetta einhver árangursríkasta áhersla í sögu markaðsmála, enda árangur Coca Cola óumdeildur. Fyrirtækið er nú verðmetið á ríflega 43 þúsund milljarða króna. Lögmálin Þegar kemur að árangri í sölu á vörum er í megin atriðum fernt sem máli skiptir. Varan sjálf og eiginleikar hennar, verðið, kynningar- og markaðsstarf og dreifing. Þetta er þaulrannsakað og litið á sem lögmál í markaðsfræðum. Áherslur Coca Cola komu upp í huga undirritaðs í tengslum við umræðu um sölu og dreifingu á áfengi í Íslandi. Sögu Coca Cola og lögmál markaðsfræðinnar þekkja auðvitað hagsmunaöfl sem vilja auka aðgengi og dreifingu á áfengi þó oft sé leitast við í umræðunni að skauta fram hjá þeirri staðreynd og því slegið fram að hér sé um einhvers konar mannréttindi að ræða. Að frelsið standi og falli með auknu aðgengi að áfengi sem nú þegar er all nokkuð og að þetta skipti í raun engu máli. Þá er því gjarnan slegið fram að takmörkun á aðgengi og dreifingu sé tímaskekkja og gamaldags, en því fer sannarlega fjarri, enda dreifing eitt allra mikilvægasta verkfærið þegar kemur að sölu á vörum. Það lögmál stendur og hefur ekkert breyst. Íslenska forvarnamódelið Um árabil hefur hér á landi ríkt fyrirkomulag og stefna sem byggir á því að virkja allt samfélagið með forvörnum, takmörkuðu aðgengi og stýringu í gegnum ÁTVR. Það fyrirkomulag, sem aðrar þjóðir líta öfundaraugum, hefur tryggt okkur einhverja bestu stöðu í heimi þegar kemur að áfengisneyslu, ekki síst meðal ungmenna. Ástæður þess hafa verið tíundaðar í fjölda greina meðal annars eftir heilbrigðisráðherra og sérfræðinga á sviði forvarna og óþarft að fara nánar út í hér, en það er ekki tilviljun að hvergi bólar á aðilum sem koma að heilbrigðismálum eða félagasamtökum á sviði heilbrigðismála sem tala fyrir auknu aðgengi og þar með aukinni neyslu á áfengi. Þegar allt kemur til alls Þegar allt kemur til alls er málið í raun einfalt. Baráttan um aukið aðgengi og dreifingu á áfengi snýst aðeins um hagsmuni. Annars vegar er um að ræða hagsmuni samfélagsins, kostnað sem leggst á samfélagið vegna áfengisneyslu og harm sem áfengisneysla veldur og við þekkjum svo mörg. Hins vegar eru þarna undir gífurlegir einkahagsmunir aðila sem sjá hag í því að auka dreifingu og þar með neyslu á áfengi. Við þurfum einfaldlega að velta því fyrir okkur hvort við viljum verja það fyrirkomulag sem reynst hefur vel og skipað okkur í fremstu röð meðal þjóða í þessum málaflokki, eða láta undan einkahagsmunum og talsmönnum þeirra. Höfundur er markaðsfræðingur og framkvæmdastjóri Framsóknar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun