Seðlabanki Íslands virðist lifa í hliðarveruleika við fólkið í landinu! Fjóla Einarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 07:01 Það voru ansi margir sem urðu fyrir miklum og sárum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabanka Íslands nú á dögunum um óbreytta stýrivexti. Mögulega, hugsanlega og kannski munu stýrivextir lækka örlítið, sáralítið eða oggupons í nóvember. Ef almenningur herðir sultarólina, ferðamenn hætta að keyra upp verðbólguna og nýbyggingar rísi hratt og örugglega (fyrir tilstilli álfa eða gnóma að næturlagi því verktakafyrirtæki halda að sér höndum á hávaxtatímum) til að anna eftirspurn. Kröfurnar sem þarf að uppfylla til þess að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti eru vægast sagt yfirþyrmandi ef ekki vafasamar. Hvar ertu Alþingi til þess að stoppa þessa vitleysu? Á meðan blæðir hinum almenna borgara út og sama má segja um litlu fyrirtækin í Iandinu. Gjaldþrot viku eftir viku. Nauðsynlegar framkvæmdir hjá sveitarfélögunum verða að bíða. Hvað er að frétta? Jú, það sem er að frétta er að ákvörðun Seðlabanka Íslands var kæfð í fjölmiðlum þar sem fréttir af Samgöngusáttmálanum (sem allir hafa skoðanir á) fór í loftið samdægurs. eldgosið kom svo á réttum tíma fyrir SÍ og tók yfir miðlana. Mótmæli stýrivaxtahækkana voru vart sjáanleg. Ragnar og Inga Sæland höfðu hátt en ekki hærra en eitt stykki samgöngusáttmáli og eldgos. Við þurfum öll að hafa hærra. Miklu hærra. Ég er að öskra núna. Nú eru mánaðarmót. Nú hefjast vanskilin af fullum þunga. Margir eru búnir að velta öllu eins langt og það kemst. Næsta sem verður ekki greitt eru húsnæðislánin. Staðreynd. Umboðsmaður skuldara veit það. Innheimtufyrirtækin vita það. Seðlabankastjóri Íslands sagði að vanskil væru ekki til staðar. Ha? Í hvaða hliðarveruleika eru vanskil á Íslandi ekki að aukast? Ætlum við sem þjóð að leyfa þessu að viðgangast og raungerast? Leyfa því að gerast að fólkið í landinu missi húsnæðin sín. Við sem höfum getu þurfum að vinna meira og hraðar til að ná að borga vextina. Þau sem hafa ekki þá getu láta húsnæðislánin ganga fyrir öllu, meiri að segja mat og nauðsynlegum lyfjum. Við sem þjóð eigum ekki að standa aðgerðalaus og horfa á okkar minnsta bróðir vera í þeirri aðstöðu. Punktur. Alþingi, í alvöru – hvar eru neyðarlögin? Það getur enginn beðið fram í nóvember ef hugsanlega, mögulega og kannski Seðlabanki Íslands muni hefja vaxtalækkunarferllið með örfáum punktum. En bara hugsanlega en þá þarf líka að vera búið að úthluta 10 þúsund lóðum og byggja 30 þúsund íbúðir á þeim á næstu þremur mánuðum…, nei 40 þúsund íbúðir á fimm þúsund lóðum, fækka ferðamönnum, lækka matvöruverð, lækka laun og ALLS ekki sóla á sér tærnar á Tene. Þá er fyrst hægt að mögulega, hugsanlega og kannski lækka vexti í NÓVEMBER. Veruleikinn sem við lifum í er orðinn hlægilegur. Hvar eru fulltrúar okkar, hins almenna borgara sem er að blæða út, á Alþingi þegar fulltrúar peningastefnunefndar Íslands fundar í Narníu á þriggja mánaða fresti og niðurstöðurnar eru eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það voru ansi margir sem urðu fyrir miklum og sárum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabanka Íslands nú á dögunum um óbreytta stýrivexti. Mögulega, hugsanlega og kannski munu stýrivextir lækka örlítið, sáralítið eða oggupons í nóvember. Ef almenningur herðir sultarólina, ferðamenn hætta að keyra upp verðbólguna og nýbyggingar rísi hratt og örugglega (fyrir tilstilli álfa eða gnóma að næturlagi því verktakafyrirtæki halda að sér höndum á hávaxtatímum) til að anna eftirspurn. Kröfurnar sem þarf að uppfylla til þess að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti eru vægast sagt yfirþyrmandi ef ekki vafasamar. Hvar ertu Alþingi til þess að stoppa þessa vitleysu? Á meðan blæðir hinum almenna borgara út og sama má segja um litlu fyrirtækin í Iandinu. Gjaldþrot viku eftir viku. Nauðsynlegar framkvæmdir hjá sveitarfélögunum verða að bíða. Hvað er að frétta? Jú, það sem er að frétta er að ákvörðun Seðlabanka Íslands var kæfð í fjölmiðlum þar sem fréttir af Samgöngusáttmálanum (sem allir hafa skoðanir á) fór í loftið samdægurs. eldgosið kom svo á réttum tíma fyrir SÍ og tók yfir miðlana. Mótmæli stýrivaxtahækkana voru vart sjáanleg. Ragnar og Inga Sæland höfðu hátt en ekki hærra en eitt stykki samgöngusáttmáli og eldgos. Við þurfum öll að hafa hærra. Miklu hærra. Ég er að öskra núna. Nú eru mánaðarmót. Nú hefjast vanskilin af fullum þunga. Margir eru búnir að velta öllu eins langt og það kemst. Næsta sem verður ekki greitt eru húsnæðislánin. Staðreynd. Umboðsmaður skuldara veit það. Innheimtufyrirtækin vita það. Seðlabankastjóri Íslands sagði að vanskil væru ekki til staðar. Ha? Í hvaða hliðarveruleika eru vanskil á Íslandi ekki að aukast? Ætlum við sem þjóð að leyfa þessu að viðgangast og raungerast? Leyfa því að gerast að fólkið í landinu missi húsnæðin sín. Við sem höfum getu þurfum að vinna meira og hraðar til að ná að borga vextina. Þau sem hafa ekki þá getu láta húsnæðislánin ganga fyrir öllu, meiri að segja mat og nauðsynlegum lyfjum. Við sem þjóð eigum ekki að standa aðgerðalaus og horfa á okkar minnsta bróðir vera í þeirri aðstöðu. Punktur. Alþingi, í alvöru – hvar eru neyðarlögin? Það getur enginn beðið fram í nóvember ef hugsanlega, mögulega og kannski Seðlabanki Íslands muni hefja vaxtalækkunarferllið með örfáum punktum. En bara hugsanlega en þá þarf líka að vera búið að úthluta 10 þúsund lóðum og byggja 30 þúsund íbúðir á þeim á næstu þremur mánuðum…, nei 40 þúsund íbúðir á fimm þúsund lóðum, fækka ferðamönnum, lækka matvöruverð, lækka laun og ALLS ekki sóla á sér tærnar á Tene. Þá er fyrst hægt að mögulega, hugsanlega og kannski lækka vexti í NÓVEMBER. Veruleikinn sem við lifum í er orðinn hlægilegur. Hvar eru fulltrúar okkar, hins almenna borgara sem er að blæða út, á Alþingi þegar fulltrúar peningastefnunefndar Íslands fundar í Narníu á þriggja mánaða fresti og niðurstöðurnar eru eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun