Fáheyrð umræða komin á yfirborðið Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 16:03 Það er ekki að ástæðulausu að ég fagna því nær undantekningarlaust í hvert skipti sem við ræðum menntamál á Alþingi. Því við gerum það of sjaldan. Það er raunar mín skoðun að of lítið hefur verið um skoðanaskipti um stöðu skólakerfisins meðal stjórnmálamanna á undanförnum árum. Að marka stefnuna hefur verið eftirlátið öðrum en þeim sem setja lögin og samþykkja fjármögnun skólakerfisins og þar af leiðandi veigra stjórnmálamenn sér við því að taka ábyrgð á stöðunni eins og hún blasir við í dag. Í sumar hefur hávær umræða loksins komist upp á yfirborðið um stöðu menntamála hérlendis. Því fagna ég henni ákaft og vona að henni ljúki ekki þó haustið hafi hraustlega bankað á dyr, hið minnsta mun ég hér eftir sem hingað til vekja athygli á ýmsum atriðum sem betur má fara í skólakerfinu okkar. Þá hefur menntamálaráðherra kynnt stórar lagabreytingar í samráðsgátt og vænti ég þess að á þinginu verði miklar umræður um málið. En mörgu er enn ósvarað í þeim áætlunum. Hver er stefnan? Þær breytingar sem farið hefur verið í og kynntar eru til leiks nú bera því miður ekki með sér að í brennidepli séu aukin gæði menntunar. Gæði skóla og gæði kennara eru mikilvægustu þættirnir í umbótum á skólakerfinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð haft skýra sýn á menntakerfið. Það er samkvæmt stefnu okkar eitt mikilvægasta tólið til að tryggja öllum jöfn tækifæri. Skólinn á að vera öruggur fyrir öll börn, til að blómstra á eigin forsendum. Það má vera samkeppni, samanburður og einna helst ætti að tryggja valfrelsi foreldra um skóla með betri hætti en nú er gert. Skólinn er jú fyrst og fremst fyrir börnin og frumforsenda á úrbótum á skólakerfinu er meiri metnaður í að auka gæði menntunar, t.a.m. með afnámi ríkiseinokunar á útgáfu námsgagna og beturumbætur á menntun kennara. Til að ala upp barn þarf heilt þorp til Ef fram heldur sem horfir verður aðkoma foreldra að menntun barna sinna nær engin, þá bita fyrir bita minnkar þorpið utan um barnið. Til að nefna dæmi eru einkunnaspjöld barna orðin það flókin að heyrst hefur að foreldrar skilji jafnvel ekki hvað þar stendur og geta því ekki áttað sig á því hver staða barns síns er. Nú er stefnan sú að innleiða matsferil, sem örðugt virðist hafa verið fyrir menntayfirvöld að útskýra hvernig nákvæmlega eigi að virka, og með því hefur á fyrstu skrefum þess skapast verulegar efasemdir um nýja verkfærið. Foreldrar veita mikilvægt aðhald í skólakerfinu, en ef við flækjum kerfið um of missum við tengsl heimilis og skóla. Líkt og tími er til kominn að stjórnmálamenn ræði af fullri alvöru um menntamál þá þarf að valdefla foreldra svo heyrist megi í rödd þeirra í umræðunni svo bæta megi aðkomu þeirra að menntun barna sinna. Tími aðgerða Eitt ár í lífi barns er langur tími. Því fleiri börn sem útskrifast úr grunnskólum landsins með litla sem enga lestrarfærni því stærri verður vandinn þegar þau fara lengra inn í lífið. Tækifæri glatast og samfélagið missir af hæfileikum hvers og eins einstaklings. Þekkt er slæm staða drengja innan skólakerfisins en einnig berast okkur fregnir af skekkju meðal nemenda höfuðborgarsvæðisins og nemenda á landsbyggðinni, það er óásættanlegt að ekkert sé aðhafst í þeim efnum. Við bregðumst börnunum og framtíðarkynslóðum ef ekki er gripið til alvöru umbóta, ábyrgðin er mikil og tími aðgerða er löngu kominn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skóla- og menntamál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu að ég fagna því nær undantekningarlaust í hvert skipti sem við ræðum menntamál á Alþingi. Því við gerum það of sjaldan. Það er raunar mín skoðun að of lítið hefur verið um skoðanaskipti um stöðu skólakerfisins meðal stjórnmálamanna á undanförnum árum. Að marka stefnuna hefur verið eftirlátið öðrum en þeim sem setja lögin og samþykkja fjármögnun skólakerfisins og þar af leiðandi veigra stjórnmálamenn sér við því að taka ábyrgð á stöðunni eins og hún blasir við í dag. Í sumar hefur hávær umræða loksins komist upp á yfirborðið um stöðu menntamála hérlendis. Því fagna ég henni ákaft og vona að henni ljúki ekki þó haustið hafi hraustlega bankað á dyr, hið minnsta mun ég hér eftir sem hingað til vekja athygli á ýmsum atriðum sem betur má fara í skólakerfinu okkar. Þá hefur menntamálaráðherra kynnt stórar lagabreytingar í samráðsgátt og vænti ég þess að á þinginu verði miklar umræður um málið. En mörgu er enn ósvarað í þeim áætlunum. Hver er stefnan? Þær breytingar sem farið hefur verið í og kynntar eru til leiks nú bera því miður ekki með sér að í brennidepli séu aukin gæði menntunar. Gæði skóla og gæði kennara eru mikilvægustu þættirnir í umbótum á skólakerfinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð haft skýra sýn á menntakerfið. Það er samkvæmt stefnu okkar eitt mikilvægasta tólið til að tryggja öllum jöfn tækifæri. Skólinn á að vera öruggur fyrir öll börn, til að blómstra á eigin forsendum. Það má vera samkeppni, samanburður og einna helst ætti að tryggja valfrelsi foreldra um skóla með betri hætti en nú er gert. Skólinn er jú fyrst og fremst fyrir börnin og frumforsenda á úrbótum á skólakerfinu er meiri metnaður í að auka gæði menntunar, t.a.m. með afnámi ríkiseinokunar á útgáfu námsgagna og beturumbætur á menntun kennara. Til að ala upp barn þarf heilt þorp til Ef fram heldur sem horfir verður aðkoma foreldra að menntun barna sinna nær engin, þá bita fyrir bita minnkar þorpið utan um barnið. Til að nefna dæmi eru einkunnaspjöld barna orðin það flókin að heyrst hefur að foreldrar skilji jafnvel ekki hvað þar stendur og geta því ekki áttað sig á því hver staða barns síns er. Nú er stefnan sú að innleiða matsferil, sem örðugt virðist hafa verið fyrir menntayfirvöld að útskýra hvernig nákvæmlega eigi að virka, og með því hefur á fyrstu skrefum þess skapast verulegar efasemdir um nýja verkfærið. Foreldrar veita mikilvægt aðhald í skólakerfinu, en ef við flækjum kerfið um of missum við tengsl heimilis og skóla. Líkt og tími er til kominn að stjórnmálamenn ræði af fullri alvöru um menntamál þá þarf að valdefla foreldra svo heyrist megi í rödd þeirra í umræðunni svo bæta megi aðkomu þeirra að menntun barna sinna. Tími aðgerða Eitt ár í lífi barns er langur tími. Því fleiri börn sem útskrifast úr grunnskólum landsins með litla sem enga lestrarfærni því stærri verður vandinn þegar þau fara lengra inn í lífið. Tækifæri glatast og samfélagið missir af hæfileikum hvers og eins einstaklings. Þekkt er slæm staða drengja innan skólakerfisins en einnig berast okkur fregnir af skekkju meðal nemenda höfuðborgarsvæðisins og nemenda á landsbyggðinni, það er óásættanlegt að ekkert sé aðhafst í þeim efnum. Við bregðumst börnunum og framtíðarkynslóðum ef ekki er gripið til alvöru umbóta, ábyrgðin er mikil og tími aðgerða er löngu kominn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun