Sannleikurinn um Evrópsambandið II – 10 ríki bíða milli vonar og ótta eftir því að fá inngönu – 1 hefur beðið í 37 ár Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. ágúst 2024 08:01 Fyrir 10 dögum skrifaði ég fyrstu greinina undir fyrirsögninni „Sannleikurinn um Evrópusambandið I“. Nú kemur grein númer 2; II. Það eru í raun öll ríki álfunnar, sem sækja það fast og með öllum ráðum, að komast inn í ESB og fá Evru, nema þá Bretland, sem gekk úr ESB á grundvelli blekkinga, ósanninda og rangfærslna þeirra íhalds- og afturhaldsafla, sem fyrir útgöngu stóðu, og svo Ísland, trúlega mest af ótta við það, að við inngöngu og upptöku Evru, myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem íslenzka krónan tryggir í sessi, falla. Norðmenn, sem hafa verið tvístigandi vegna ríkra þjóðernistilfinninga, sérstaklega landsbyggðarmanna, virðast nú hafa tekið af skarið og ætla að stefna á nýja aðildarumsókn, alla vega á nýja öfluga umræðu um hana. Ógnin úr austri, Pútín, opna augu Evrópubúa enn betur en áður var um nauðsyn náinnar samvinnu og óskoraðrar samstöðu í Evrópu. ESB er kjarni hennar. Ný umsókn Noregs um aðild virðist ætla að verða stóra kosningamál Norðmanna 2025. Það regluverk, sem frá ESB kemur og byggir á grunnstefnu og grunngildum ríkjasambandsins, gengur út á það, að tryggja (1) lýðræðislegar leikreglur og réttaröryggi (2) harða viðspyrnu við klíkuskap og spillingu (3) jafnræði milli þjóðfélagshópa (4) sérstaka vernd minnihlutahópa (5) neytendavernd og matvælaöryggi (6) heilsuvernd (7) velferð og öryggi manna - heima fyrir, á ferðalögum og á vinnustað - (8) dýra-, náttúru- og umhverfisvernd; við eigum bara eina jörð (9) réttindi almennings gagnvart alþjóðlegum stórfyrirtækjum, svo sem flugfélögum, bönkum og símafélögum (10) eftirlit með því, að alþjóðlegu risafyrirtækin borgi sanngjarna skatta. Í þessaru stefnumörkun og regluverki eru semsé harðar kröfur settar fram, og verða þau þjóðríki, sem vilja verða aðildarríki, að innleiða í sín lög ákvæði, sem ganga skýrt í þessa átt, og svo, eftir aðild, fylgja þeim stíft og með sannfærandi hætti eftir. Í ESB-ríkjasambandinu eru nú 27 evrópsk þjóðríki. Tyrklandi reyndi fyrst að komast inn 1987, en þá hét bandalagið enn EEC (European Economic Community), en því var breytt 1993 í EU (European Union). Tyrkland hefur því í 37 ár verið að reyna - með flestum eða öllum ráðum - nú nýlega með kúgunartilraun í sambandi við inngöngu Svíþjóðar í NATO - auðvitað allt annað mál, sýnir örvæntingu Erdogans - að komast inn í sambandið, til að geta notið þeirra fríðinda og tryggt sér þá velferð, þá hagsmuni og það öryggi, sem sambandið býður upp á. Allar tilraunir landsins hafa þó strandað á því, að landið, stjórnendur þess, nú síðustu áratugina Recep Erdogan, hafa hunzað flestar grunnreglur ESB um lýðræði, mannréttindi, réttaröryggi og baráttuna gegn spillingu. Í raun gildir það sama um öll hin ríkin 9, sem hafa verið að reyna að komast inn í ESB, sum þeirra líka í meira en áratug. Umsóknir hafa strandað á því, að þau uppfylla ekki kröfurnar 10, sem ég listaði upp hér í byrjun, en ESB hvikar ekki frá neinni þeirra, einkum og alls ekki 1, 2 og 3. Ríkin 9, sem eru í biðröðinni, og eru nú í samráði við ESB að reyna að bæta sitt lýðræði, siðferði, jafnrétti og mannréttindi borgaranna, eru: Albanía, Bosnía-Hersegóvina, Georgía, Kosovó, Moldavía, Norður Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Úkraína. Hvað Úkraínu varðar, þá hefur ESB samþykkt sérstaka meðferð fyrir þá, nokkurs konar flýtimeðferð, til að styrkja Úkraínumenn, bæði siðferðislega og efnahagslega, í baráttunni gegn Rússlandi Pútíns. Er þetta staðfesting Evrópu á því, að hún líti á Úkraínu sem „eina af okkur“; hluta af Evrópu. Sú viðurkenning virðist Úkraínumönnum afar mikilvæg og dýrmæt, en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega. Í raun er það umhugsunarefni, að, á sama tíma og nánast öll þau Evrópuríki, sem ekki eru í ESB, eru með ráð og dáð að reyna að komast í sambandið og fá Evruna sem gjaldmiðil, til að tryggja efnahag sinn og stöðuleika hans, lága vexti og aukna velferð, skuli Ísland - valdaelítan hér - ekki einu sinni vilja skoða eða ræða málið. Ekki er annað að sjá, en að ýmsir valdamenn, Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi og aðrir forsvarsmenn sérhagsmunagæzlunnar og þá um leið klíkuskaparins og spillingarinnar í landinu, nánast stirni upp, ef málið ber á góma, hvað þá, að þeir séu til í, að láta á það reyna, fyrst, hvort þjóðin vilji fara í nýja óskuldbindandi umsókn, eða framhaldsviðræður á grundvelli þeirrar umsóknar, sem var lögð inn 2009/2010, og, svo í framhaldinu, ef niðurstaða þjóðaratkvæðis verður á þann veg, nýjar samningaumleitanir, sem auðvitað væru líka opnar og án fyrirfram skuldbindinga. Ótti ESB-andstæðinga við ESB-regulverkið eru eflaust margþættur, en efst stendur væntanlega það, að við inngöngu í ESB og upptöku Evru myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem íslenzka krónan leyfir, falla. Yrði erfitt fyrir valdaklíkuna, valdapótintáta Sjálfstæðismanna og Framsóknar, sem hafa mikið skipt með sér kökunni - tryggt sér og sínum sérstöðu, hagsmuni og forgang, þar sem almenningur hefur oftast mætt afgangi – eftir sleitulausa valdahandhöfn í hálfa eða heila öld; missa spottana, til að kippa, í úr höndum sér. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Fyrir 10 dögum skrifaði ég fyrstu greinina undir fyrirsögninni „Sannleikurinn um Evrópusambandið I“. Nú kemur grein númer 2; II. Það eru í raun öll ríki álfunnar, sem sækja það fast og með öllum ráðum, að komast inn í ESB og fá Evru, nema þá Bretland, sem gekk úr ESB á grundvelli blekkinga, ósanninda og rangfærslna þeirra íhalds- og afturhaldsafla, sem fyrir útgöngu stóðu, og svo Ísland, trúlega mest af ótta við það, að við inngöngu og upptöku Evru, myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem íslenzka krónan tryggir í sessi, falla. Norðmenn, sem hafa verið tvístigandi vegna ríkra þjóðernistilfinninga, sérstaklega landsbyggðarmanna, virðast nú hafa tekið af skarið og ætla að stefna á nýja aðildarumsókn, alla vega á nýja öfluga umræðu um hana. Ógnin úr austri, Pútín, opna augu Evrópubúa enn betur en áður var um nauðsyn náinnar samvinnu og óskoraðrar samstöðu í Evrópu. ESB er kjarni hennar. Ný umsókn Noregs um aðild virðist ætla að verða stóra kosningamál Norðmanna 2025. Það regluverk, sem frá ESB kemur og byggir á grunnstefnu og grunngildum ríkjasambandsins, gengur út á það, að tryggja (1) lýðræðislegar leikreglur og réttaröryggi (2) harða viðspyrnu við klíkuskap og spillingu (3) jafnræði milli þjóðfélagshópa (4) sérstaka vernd minnihlutahópa (5) neytendavernd og matvælaöryggi (6) heilsuvernd (7) velferð og öryggi manna - heima fyrir, á ferðalögum og á vinnustað - (8) dýra-, náttúru- og umhverfisvernd; við eigum bara eina jörð (9) réttindi almennings gagnvart alþjóðlegum stórfyrirtækjum, svo sem flugfélögum, bönkum og símafélögum (10) eftirlit með því, að alþjóðlegu risafyrirtækin borgi sanngjarna skatta. Í þessaru stefnumörkun og regluverki eru semsé harðar kröfur settar fram, og verða þau þjóðríki, sem vilja verða aðildarríki, að innleiða í sín lög ákvæði, sem ganga skýrt í þessa átt, og svo, eftir aðild, fylgja þeim stíft og með sannfærandi hætti eftir. Í ESB-ríkjasambandinu eru nú 27 evrópsk þjóðríki. Tyrklandi reyndi fyrst að komast inn 1987, en þá hét bandalagið enn EEC (European Economic Community), en því var breytt 1993 í EU (European Union). Tyrkland hefur því í 37 ár verið að reyna - með flestum eða öllum ráðum - nú nýlega með kúgunartilraun í sambandi við inngöngu Svíþjóðar í NATO - auðvitað allt annað mál, sýnir örvæntingu Erdogans - að komast inn í sambandið, til að geta notið þeirra fríðinda og tryggt sér þá velferð, þá hagsmuni og það öryggi, sem sambandið býður upp á. Allar tilraunir landsins hafa þó strandað á því, að landið, stjórnendur þess, nú síðustu áratugina Recep Erdogan, hafa hunzað flestar grunnreglur ESB um lýðræði, mannréttindi, réttaröryggi og baráttuna gegn spillingu. Í raun gildir það sama um öll hin ríkin 9, sem hafa verið að reyna að komast inn í ESB, sum þeirra líka í meira en áratug. Umsóknir hafa strandað á því, að þau uppfylla ekki kröfurnar 10, sem ég listaði upp hér í byrjun, en ESB hvikar ekki frá neinni þeirra, einkum og alls ekki 1, 2 og 3. Ríkin 9, sem eru í biðröðinni, og eru nú í samráði við ESB að reyna að bæta sitt lýðræði, siðferði, jafnrétti og mannréttindi borgaranna, eru: Albanía, Bosnía-Hersegóvina, Georgía, Kosovó, Moldavía, Norður Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Úkraína. Hvað Úkraínu varðar, þá hefur ESB samþykkt sérstaka meðferð fyrir þá, nokkurs konar flýtimeðferð, til að styrkja Úkraínumenn, bæði siðferðislega og efnahagslega, í baráttunni gegn Rússlandi Pútíns. Er þetta staðfesting Evrópu á því, að hún líti á Úkraínu sem „eina af okkur“; hluta af Evrópu. Sú viðurkenning virðist Úkraínumönnum afar mikilvæg og dýrmæt, en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega. Í raun er það umhugsunarefni, að, á sama tíma og nánast öll þau Evrópuríki, sem ekki eru í ESB, eru með ráð og dáð að reyna að komast í sambandið og fá Evruna sem gjaldmiðil, til að tryggja efnahag sinn og stöðuleika hans, lága vexti og aukna velferð, skuli Ísland - valdaelítan hér - ekki einu sinni vilja skoða eða ræða málið. Ekki er annað að sjá, en að ýmsir valdamenn, Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi og aðrir forsvarsmenn sérhagsmunagæzlunnar og þá um leið klíkuskaparins og spillingarinnar í landinu, nánast stirni upp, ef málið ber á góma, hvað þá, að þeir séu til í, að láta á það reyna, fyrst, hvort þjóðin vilji fara í nýja óskuldbindandi umsókn, eða framhaldsviðræður á grundvelli þeirrar umsóknar, sem var lögð inn 2009/2010, og, svo í framhaldinu, ef niðurstaða þjóðaratkvæðis verður á þann veg, nýjar samningaumleitanir, sem auðvitað væru líka opnar og án fyrirfram skuldbindinga. Ótti ESB-andstæðinga við ESB-regulverkið eru eflaust margþættur, en efst stendur væntanlega það, að við inngöngu í ESB og upptöku Evru myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem íslenzka krónan leyfir, falla. Yrði erfitt fyrir valdaklíkuna, valdapótintáta Sjálfstæðismanna og Framsóknar, sem hafa mikið skipt með sér kökunni - tryggt sér og sínum sérstöðu, hagsmuni og forgang, þar sem almenningur hefur oftast mætt afgangi – eftir sleitulausa valdahandhöfn í hálfa eða heila öld; missa spottana, til að kippa, í úr höndum sér. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun