Helsta nýframkvæmdin 2024 er endurheimt malarvega – telst það ekki innviðaskuld? Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 26. ágúst 2024 11:03 Eins og kunnugt er var blásið til mikilla hátíðarhalda þann 21. ágúst sl. þar sem forystumenn ríkisstjórnar og forráðafólk sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu enn eina uppfærsluna á samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er full ástæða til að óska sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu til hamingju með að hafa náð þessum merka áfanga að fá ráðamenn/ríkisvaldið til að skrifa upp á skjalið sem um ræðir og allar þær aðgerðir sem í því eru tilgreindar. Öðrum landshlutum og landshlutasamtökum sveitarfélaga hefur ekki tekist að ná ríkisvaldinu að borðinu með þessum hætti hvað varðar þær tillögur í samgöngumálum sem einstaka sveitarfélög og landshlutasamtök hafa unnið og kynnt á undanförnum árum. Forustumenn ríkisstjórnarinnar rökstuddu mál sitt við þetta tilefni m.a. á þann hátt að það væri orðin uppsöfnuð veruleg innviðaskuld á höfuðborgarsvæðinu. Orð ráðherranna í tengslum við hátíðarhöldin þar sem talað var um að verið væri að leiðrétta innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið stungu illa í augu og juku a.m.k. í huga sumra gjá á milli landsbyggðar og höfuðborgar og þannig á það ekki að þurfa að vera. Góðar, greiðfærar og ekki síst öruggar samgöngur um allt land er hagsmunamál allra landsmanna, hvar sem við búum. Íbúar Dalabyggðar og örugglega mun fleiri urðu hugsi við lestur þessa leifi ég mér að fullyrða og langar mig hér til að vísa til og upplýsa um þá vinnu sem við höfum lagt í á síðustu vikum og misserum því víða er brestur hvað varðar styrkleika innviða hér eins og víða á landsbyggðinni. Á 248. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sem haldinn var þann 15. ágúst sl. voru staðfestar tvær skýrslur er varða innviði í sveitarfélaginu. Annars vegar er um að ræða uppfærslu á forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu sem unnin var 2023 og hins vegar nýja forgangsröðun fjarskiptamála. Báðum forgangsröðunum er ætlað að vera lifandi plagg sem tekur breytingum eftir því sem vinnst á áherslum þeirra. Í báðum skýrslum er að finna forgangsröðun sveitarfélagsins á yfirstandandi framkvæmdum, næstu framkvæmdum og aðrar áherslur. Í uppfærslu á forgangsröðun vegaframkvæmda var m.a. tekið tillit til þeirra vegaframkvæmda sem hafa orðið frá því að skýrslan var unnin 2023 sem og endurheimt malarvega, já þið lásuð rétt, hér hafa malarvegir verið endurheimtir, á Vestfjarðarvegi 60 um Dali. Þá er sérstaklega gagnrýnt í skýrslunni eftir uppfærslu að einbreiðar brýr séu látnar halda sér þegar farið er í framkvæmdir í Dalabyggð og þá sérstaklega bent á framkvæmd á Laxárdalsvegi og Klofningsvegi. Rétt er að nefna þegar rætt er um brýr að við í Dölunum óskum ekkert sérstaklega eftir að við hönnun brúarmannvirkja þurfi að fara í útlitshönnunarsamkeppni, brýr þurfi bara að virka og vera öruggar m.t.t. umferðaröryggis. Í forgangsröðun fjarskiptamála er reynt að greina stöðuna í Dalabyggð eftir fremsta megni. Þá má benda á að þegar Fjarskiptastofa endurnýjaði tíðniheimildir Nova, Vodafone og Símans 2023 voru sett skilyrði um tryggt slitlaust samband á stofnvegum á láglendi fyrir árslok 2026 og ákveðnum hálendisvegum fyrir lok árs 2031. Þarna standa yfir 260km vega innan Dalabyggðar fyrir utan þessi skilyrði þar sem ekki er um stofnvegi að ræða. Á þessum rúmlega 260km eru þær kröfur einar settar á fjarskiptafyrirtækin að þjónusta verði ekki lakari en hún var 1. janúar 2023. Þá er engin krafa á að samband hjá t.a.m. heimilum utan stofnvegaleiðar sem eru í lélegu sambandi eða hafa aldrei verið í sambandi, verði betra en það var 1. janúar 2023. Ein birtingarmynd innviðabrests er sú staðreynd að notkun rafrænna skilríkja er ekki í boði og er það þekkt að sumir íbúa í Dalabyggð þurfa að aka um nokkurra kílómetra leið, á malarvegum oftast nær, til að sinna bankaviðskiptum í heimabanka sínum – já, talandi um innviði og innviðabrest. Báðar skýrslur hafa þegar verið sendar innviðaráðherra, þingmönnum kjördæmisins og viðeigandi nefndum Alþingis ásamt samtökum sveitarfélaga, hlutaðeigandi stofnunum og sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga. Skýrslurnar má nálgast hér: Skýrslur Við landsbyggðarfólk vitum að það eru á ákveðnum tímum sólarhringsins umferðarstíflur á höfuðborgarsvæðinu og skiljum líka að það þurfi að reyna að leysa úr þeim með tiltækum ráðum en ég a.m.k. skil ekki að það sé forgangsmál að fara í allar þessar framkvæmdir sem kveðið er á um í sáttmálanum áður en vegir á landsbyggðinni séu gerðir þannig úr garði að það séu ekki 50% líkur á því að það springi dekk hjá íbúum á leið til vinnu eða skóla, fjöldi einbreiðra brúa sé eins og hann er, mikilvægir stofnvegir séu þannig að varað sé við akstri á þeim og áfram mætti telja. Það er mikilvægt við hjálpumst að, landsbyggðarfólk sem og velunnarar landsbyggðarinnar, við að tala fyrir því að kúrsinn verði réttur þannig að við búum við sem jafnastar aðstæður landsmenn allir. Að þessu sögðu og í ljósi þess að Dalabyggð er ein og sér rúmlega 2400 ferkílómetrar meðan höfuðborgarsvæðið í heild er rúmlega 1000 ferkílómetrar þá er spurning hvort við förum ekki fram á við ríkisstjórn Íslands að við gerum með okkur sáttmála um uppbyggingu innviða í Dalabyggð og blásum til veglegrar hátíðar í Dalabúð við fyrsta hentugleika. Fordæmið er nú komið, vitað er um ýmsa bresti í innviðum hér, uppsafnaða til áratuga þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Vegagerð Samgöngur Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er var blásið til mikilla hátíðarhalda þann 21. ágúst sl. þar sem forystumenn ríkisstjórnar og forráðafólk sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu enn eina uppfærsluna á samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er full ástæða til að óska sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu til hamingju með að hafa náð þessum merka áfanga að fá ráðamenn/ríkisvaldið til að skrifa upp á skjalið sem um ræðir og allar þær aðgerðir sem í því eru tilgreindar. Öðrum landshlutum og landshlutasamtökum sveitarfélaga hefur ekki tekist að ná ríkisvaldinu að borðinu með þessum hætti hvað varðar þær tillögur í samgöngumálum sem einstaka sveitarfélög og landshlutasamtök hafa unnið og kynnt á undanförnum árum. Forustumenn ríkisstjórnarinnar rökstuddu mál sitt við þetta tilefni m.a. á þann hátt að það væri orðin uppsöfnuð veruleg innviðaskuld á höfuðborgarsvæðinu. Orð ráðherranna í tengslum við hátíðarhöldin þar sem talað var um að verið væri að leiðrétta innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið stungu illa í augu og juku a.m.k. í huga sumra gjá á milli landsbyggðar og höfuðborgar og þannig á það ekki að þurfa að vera. Góðar, greiðfærar og ekki síst öruggar samgöngur um allt land er hagsmunamál allra landsmanna, hvar sem við búum. Íbúar Dalabyggðar og örugglega mun fleiri urðu hugsi við lestur þessa leifi ég mér að fullyrða og langar mig hér til að vísa til og upplýsa um þá vinnu sem við höfum lagt í á síðustu vikum og misserum því víða er brestur hvað varðar styrkleika innviða hér eins og víða á landsbyggðinni. Á 248. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar sem haldinn var þann 15. ágúst sl. voru staðfestar tvær skýrslur er varða innviði í sveitarfélaginu. Annars vegar er um að ræða uppfærslu á forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu sem unnin var 2023 og hins vegar nýja forgangsröðun fjarskiptamála. Báðum forgangsröðunum er ætlað að vera lifandi plagg sem tekur breytingum eftir því sem vinnst á áherslum þeirra. Í báðum skýrslum er að finna forgangsröðun sveitarfélagsins á yfirstandandi framkvæmdum, næstu framkvæmdum og aðrar áherslur. Í uppfærslu á forgangsröðun vegaframkvæmda var m.a. tekið tillit til þeirra vegaframkvæmda sem hafa orðið frá því að skýrslan var unnin 2023 sem og endurheimt malarvega, já þið lásuð rétt, hér hafa malarvegir verið endurheimtir, á Vestfjarðarvegi 60 um Dali. Þá er sérstaklega gagnrýnt í skýrslunni eftir uppfærslu að einbreiðar brýr séu látnar halda sér þegar farið er í framkvæmdir í Dalabyggð og þá sérstaklega bent á framkvæmd á Laxárdalsvegi og Klofningsvegi. Rétt er að nefna þegar rætt er um brýr að við í Dölunum óskum ekkert sérstaklega eftir að við hönnun brúarmannvirkja þurfi að fara í útlitshönnunarsamkeppni, brýr þurfi bara að virka og vera öruggar m.t.t. umferðaröryggis. Í forgangsröðun fjarskiptamála er reynt að greina stöðuna í Dalabyggð eftir fremsta megni. Þá má benda á að þegar Fjarskiptastofa endurnýjaði tíðniheimildir Nova, Vodafone og Símans 2023 voru sett skilyrði um tryggt slitlaust samband á stofnvegum á láglendi fyrir árslok 2026 og ákveðnum hálendisvegum fyrir lok árs 2031. Þarna standa yfir 260km vega innan Dalabyggðar fyrir utan þessi skilyrði þar sem ekki er um stofnvegi að ræða. Á þessum rúmlega 260km eru þær kröfur einar settar á fjarskiptafyrirtækin að þjónusta verði ekki lakari en hún var 1. janúar 2023. Þá er engin krafa á að samband hjá t.a.m. heimilum utan stofnvegaleiðar sem eru í lélegu sambandi eða hafa aldrei verið í sambandi, verði betra en það var 1. janúar 2023. Ein birtingarmynd innviðabrests er sú staðreynd að notkun rafrænna skilríkja er ekki í boði og er það þekkt að sumir íbúa í Dalabyggð þurfa að aka um nokkurra kílómetra leið, á malarvegum oftast nær, til að sinna bankaviðskiptum í heimabanka sínum – já, talandi um innviði og innviðabrest. Báðar skýrslur hafa þegar verið sendar innviðaráðherra, þingmönnum kjördæmisins og viðeigandi nefndum Alþingis ásamt samtökum sveitarfélaga, hlutaðeigandi stofnunum og sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga. Skýrslurnar má nálgast hér: Skýrslur Við landsbyggðarfólk vitum að það eru á ákveðnum tímum sólarhringsins umferðarstíflur á höfuðborgarsvæðinu og skiljum líka að það þurfi að reyna að leysa úr þeim með tiltækum ráðum en ég a.m.k. skil ekki að það sé forgangsmál að fara í allar þessar framkvæmdir sem kveðið er á um í sáttmálanum áður en vegir á landsbyggðinni séu gerðir þannig úr garði að það séu ekki 50% líkur á því að það springi dekk hjá íbúum á leið til vinnu eða skóla, fjöldi einbreiðra brúa sé eins og hann er, mikilvægir stofnvegir séu þannig að varað sé við akstri á þeim og áfram mætti telja. Það er mikilvægt við hjálpumst að, landsbyggðarfólk sem og velunnarar landsbyggðarinnar, við að tala fyrir því að kúrsinn verði réttur þannig að við búum við sem jafnastar aðstæður landsmenn allir. Að þessu sögðu og í ljósi þess að Dalabyggð er ein og sér rúmlega 2400 ferkílómetrar meðan höfuðborgarsvæðið í heild er rúmlega 1000 ferkílómetrar þá er spurning hvort við förum ekki fram á við ríkisstjórn Íslands að við gerum með okkur sáttmála um uppbyggingu innviða í Dalabyggð og blásum til veglegrar hátíðar í Dalabúð við fyrsta hentugleika. Fordæmið er nú komið, vitað er um ýmsa bresti í innviðum hér, uppsafnaða til áratuga þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun