Miklu meira en gjaldfrjálsar skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar 26. ágúst 2024 08:30 Nýlega skrifuðu tveir ráðherrar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem á að taka upp í haust eftir útspil þar að lútandi í síðustu kjarasamningum. Svandís Svavarsdóttir leggur áherlsu á að um sé að ræða lífskjarajöfnun því gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn komi efnalitlum heimilum hlutfallslega best. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varar við því að gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir leiði til virðingarleysis fyrir kostnaðarsömum aðföngum. Hvorug þeirra virðist hafa lesið grein okkar innan umhverfismálahópsins Aldins um þessi mál. Sú grein birtist í Heimildinni í júní og nú hefur komið önnur grein á vísi.is frá okkar fólki um sama efni Kjarninn í máli okkar er þessi: Hér er tækifæri til að bæta lýðheilsu, minnka matarsóun og taka til hendinni í loftslagsmálum og umhverfisvernd almennt. Tækifærið er núna. Samkvæmt Samtökum sveitarfélaga er áætlað að kostnaður við þetta nemi um 5 milljörðum króna á ári og mun ríkið leggja til allt að 75% kostnaðarins eða allt að 4 milljarða króna á ári á samningstímanum. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu. Þetta er engin smávegis aðgerð. Heilir 20 milljarðar í opinber innkaup á mat og eldun og því mikilvægt að vel takist til. Ekki bara bókhaldsmál Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almennt við stefnu i umhverfismálum. Við bendum á að hér er einstakt tækifæri til að ná fram mörgum góðum markmiðum. Landlæknisembættið vinnur nú að því að uppfæra ráðgjöf sína og þó ekki sé efast um góðan vilja virðast margir hafa grun um að betur mætti fara í skólamáltíðum eins og nú háttar. Fréttir frá Árborg fyrr í sumar sýna réttmætar áhyggjur af stöðu mála og lofsverð fyrirheit þar um úrbætur. Varla er það eini staðurinn á landinu sem þarft að taka sér tak og setja markmið um heilsusamlegar máltíðir. Einnig þarf að huga að umhverfismálum og loftslagsstefnu Íslands. Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti því að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli. Hluti af því dæmi er matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 100 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. En síðast en ekki síst er hér tækifæri til að bæta næringu og heilsu barna. Gerum þetta rétt Á dögunum birtist frásögn Þorkels Sigurlaugssonar varaborgarfulltrúa í Reykjavík af nýlegri bók um hvað fer úrskeiðis og hvað tekst vel í stórum opinberum framkvæmdum. Lærdómurinn er að skipulag og undirbúningur skipti öllu. Aðdragandi að þessu skólamáltíðaverkefni er mjög skammur og ástæða þess að nú verða teknar upp gjaldfrjálsar skólamlátíðir fyrir öll börn fyrst og fremst kjaramál. Eins og oft hefur verið bent á er miklu meira í húfi: Góð heilsa barnanna okkar og matarmenning, umhverfis- og loftslagsvæn innkaupastefna, átak gegn matarsóun. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd. Tökum stöðuna og mælum árangur Hér er lagt til að sem fyrst verði gerð stöðukönnun. Óháð og sjálfstæð rannsókn á raunverulegri stöðu skólamáltíða í dag og hvaða fyrirkomulag gefur besta raun. Einnig verði gerð stöðukönnun með hæfilega stórum úrtökum skólabarna á heilsu, nærningarástandi og matarvenjum, og þeirri könnun fylgt eftir á verkefnistímanum með reglubundnum mælingum á væntum árangri. Við eigum fjölda næringafræðinga og nema á háskólastigi sem geta svarað þessu kalli. Þessi flötur undirbúnings er auðveldur og ætti ekki að skapa andstöðu. Það mun hins vegar taka á þegar mótuð verður innkaupastefna sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar og heilsu. Allt þetta þarf að gera. Stærstu sveitarfélögin hafa hér leiðtogahlutverki að gegna: Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur og fleiri. Oft hefur verið tilefni til borgarafundar og samráðs um þjóðþrifamál og því beint til borgarstjóra að við í Aldin eru að sönnu reiðubúin til að aðstoða við dagskrá. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og félagi í Aldin, samtökum aðgerðasinna í loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Grunnskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skrifuðu tveir ráðherrar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem á að taka upp í haust eftir útspil þar að lútandi í síðustu kjarasamningum. Svandís Svavarsdóttir leggur áherlsu á að um sé að ræða lífskjarajöfnun því gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn komi efnalitlum heimilum hlutfallslega best. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varar við því að gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir leiði til virðingarleysis fyrir kostnaðarsömum aðföngum. Hvorug þeirra virðist hafa lesið grein okkar innan umhverfismálahópsins Aldins um þessi mál. Sú grein birtist í Heimildinni í júní og nú hefur komið önnur grein á vísi.is frá okkar fólki um sama efni Kjarninn í máli okkar er þessi: Hér er tækifæri til að bæta lýðheilsu, minnka matarsóun og taka til hendinni í loftslagsmálum og umhverfisvernd almennt. Tækifærið er núna. Samkvæmt Samtökum sveitarfélaga er áætlað að kostnaður við þetta nemi um 5 milljörðum króna á ári og mun ríkið leggja til allt að 75% kostnaðarins eða allt að 4 milljarða króna á ári á samningstímanum. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu. Þetta er engin smávegis aðgerð. Heilir 20 milljarðar í opinber innkaup á mat og eldun og því mikilvægt að vel takist til. Ekki bara bókhaldsmál Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almennt við stefnu i umhverfismálum. Við bendum á að hér er einstakt tækifæri til að ná fram mörgum góðum markmiðum. Landlæknisembættið vinnur nú að því að uppfæra ráðgjöf sína og þó ekki sé efast um góðan vilja virðast margir hafa grun um að betur mætti fara í skólamáltíðum eins og nú háttar. Fréttir frá Árborg fyrr í sumar sýna réttmætar áhyggjur af stöðu mála og lofsverð fyrirheit þar um úrbætur. Varla er það eini staðurinn á landinu sem þarft að taka sér tak og setja markmið um heilsusamlegar máltíðir. Einnig þarf að huga að umhverfismálum og loftslagsstefnu Íslands. Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti því að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli. Hluti af því dæmi er matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 100 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. En síðast en ekki síst er hér tækifæri til að bæta næringu og heilsu barna. Gerum þetta rétt Á dögunum birtist frásögn Þorkels Sigurlaugssonar varaborgarfulltrúa í Reykjavík af nýlegri bók um hvað fer úrskeiðis og hvað tekst vel í stórum opinberum framkvæmdum. Lærdómurinn er að skipulag og undirbúningur skipti öllu. Aðdragandi að þessu skólamáltíðaverkefni er mjög skammur og ástæða þess að nú verða teknar upp gjaldfrjálsar skólamlátíðir fyrir öll börn fyrst og fremst kjaramál. Eins og oft hefur verið bent á er miklu meira í húfi: Góð heilsa barnanna okkar og matarmenning, umhverfis- og loftslagsvæn innkaupastefna, átak gegn matarsóun. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd. Tökum stöðuna og mælum árangur Hér er lagt til að sem fyrst verði gerð stöðukönnun. Óháð og sjálfstæð rannsókn á raunverulegri stöðu skólamáltíða í dag og hvaða fyrirkomulag gefur besta raun. Einnig verði gerð stöðukönnun með hæfilega stórum úrtökum skólabarna á heilsu, nærningarástandi og matarvenjum, og þeirri könnun fylgt eftir á verkefnistímanum með reglubundnum mælingum á væntum árangri. Við eigum fjölda næringafræðinga og nema á háskólastigi sem geta svarað þessu kalli. Þessi flötur undirbúnings er auðveldur og ætti ekki að skapa andstöðu. Það mun hins vegar taka á þegar mótuð verður innkaupastefna sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar og heilsu. Allt þetta þarf að gera. Stærstu sveitarfélögin hafa hér leiðtogahlutverki að gegna: Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur og fleiri. Oft hefur verið tilefni til borgarafundar og samráðs um þjóðþrifamál og því beint til borgarstjóra að við í Aldin eru að sönnu reiðubúin til að aðstoða við dagskrá. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og félagi í Aldin, samtökum aðgerðasinna í loftslagsmálum.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun