Góð stofnun er gulls ígildi Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 22. ágúst 2024 21:03 Mér þykir vænt um stofnanir enda vinn ég á einni slíkri. Stofnunin mín er að verða 40 ára eftir nokkra mánuði og hefur þjónað ungum börnum og foreldrum þeirra allan þennan tíma, ætíð með þarfir barnanna sem þar hafa dvalið að leiðarljósi. Á minni stofnun dvelja börn fjarri heimilum sínum á meðan foreldrar sinna námi eða störfum og við starfsfólkið gerum allt sem í okkar valdi stendur til að þeim líði sem best þroskist og dafni um leið og þau njóti bernsku sinnar í aðlaðandi og styðjandi umhverfi. Mín stofnun stóð í stafni, var í framlínu eins og þá var sagt, á tímum heimsfaraldurs og starfsfólkið lagði á sig bæði ómælda vinnu og tíma til að tryggja sem best öryggi barnanna um leið og faglegu starfi var haldið áfram af jafn miklum eldmóði og áður og alla tíð. Það er merkilegt hve margt fólk, meira að segja stjórnmálafólk talar illa um stofnanir og starfsfólk þess. Endalaust er hnýtt í tilvist þeirra og starfsemi þeirra hædd og dregin í efa. Fyrst er að nefna heilbrigðisstofnanir landsins. Mörgu (stjórnmála)fólki er tíðrætt um að starfsfólk þeirra valdi ekki sínum störfum og gerir það þrátt fyrir að öllum sé ljóst að álagið á þeim stofnunum er gríðarlegt, skortur er á fagfólki og starfsumhverfið háð ótal áskorunum. Samt heldur starfsfólk dampi og með seiglu og starfsgleði tekur það á móti sjúklingum og sinnir bráðatilfellum. Sama fólkið og stóð í stafni, hnarreist og keikt á tímum heimsfaraldurs, tók á sig hverja öldu faraldursins, takmarkanir, umönnun og bólusetningar á heilli þjóð. Þá var talað um að starfsfólk heilbrigðisstofnanna væru ómissandi framlínustarfsfólk. Enda fór það svo að hér var lág dánartíðni og útbreiðslu faraldursins var haldið í skefjum um leið og heilbrigðiskerfið var undir gríðarlegu álagi. Við þessar erfiðu aðstæður sýndi heilbrigðisstarfsfólkið okkar einstaka fagmennsku, sveigjanleika, dugnað og fórnfýsi. Bakvarðarsveitir heilbrigðisstarfsfólks störfuðu ötullega, allt starfsfólk heilbrigðiskerfisins sem vettlingi gat valdið sté upp á meðan stofnanir voru á neyðarstigi. Erum við búin að gleyma því? Menntastofnanir fá líka ítrekað á baukinn. Starfsfólki þeirra stöðugt kennt um slakan árangur á stöðluðum prófum, heilindi þeirra dregin í efa og ítrekað horft framhjá fagmennsku þess og hæfileikum til að þróa og efla skólastarf. Starfsfólkið er útmálað sem þiggjendur launa og langra fría. Þetta eru kennarar sem hafa haldið uppi leikskólum landsins þrátt fyrir gífurlega manneklu og forföll starfsfólks, myglað húsnæði og flutninga í bráðbirgðahúsnæði. Svo ekki sé talað um stöðugar hagræðiskröfur. Kennarar og stjórnendur eru talaðir niður og efast um mikilvægi faglegs starfs í skólunum þeirra. Í grunnskólum eru kennarar víst að sama skapi endalaust í fríum og stöðugt að kvarta, þrátt fyrir að hóparnir verði sífellt fjölbreyttari og stærri og lítill skilningur til staðar heldur sífelld krafa um meiri afköst og betri gæði, að hlaupa hraðar já og með minni tilkostnaði. Kennarar sem hafa sjálfir útbúið eigið námsefni þegar ekkert er í boði sem hentar fjölbreyttum hópi nemenda í samfélagi sem þróast hraðar en mörg ná að fylgja eftir. Kennarar sem leggja á sig ómælda vinnu (og oft fjármagn þegar ekki má kaupa neitt) við að mæta nýja nemandanum sem var lagður í einelti og þarf að byggja upp sjálfstraustið og hinum sem talar enga íslensku og þarf námsefni sem ekki er til. Já og þar eru áskoranir ómældar hvað varðar húsnæðismál líkt og í leikskólunum. Þetta var fólkið í framlínunni sem hélt skólunum opnum með hólfaskiptingu og henti sér í blandað nám og í raun alls konar útfærslur á námi til að mæta nemendum. Erum við búin að gleyma því? Hið sama má segja um kennara framhaldsskólanna sem mega helst þakka fyrir að vera í vinnu og þeir ekkert of góðir til að útbúa og vinna námsefni og námspakka fyrir heilu fögin ár eftir ár því nánast engin útgáfa hefur verið á námsefni fyrir framhaldsskólana. Svo sjálfsagt þykir ráðafólki þetta framlag starfsfólks framhaldsskólanna að endalaust er dregið saman í fjárstuðningi og nýsköpun og styrkir til efnisgerðar og skólaþróunar hjákátlegir. Hundruðir nemenda fá ekki inngöngu í framhaldsskóla en samt eiga skólarnir að taka við stöðugt fleiri nemendum helst fyrir sömu upphæð og í fyrra já og með sama fermetrafjölda. Þarna eru kennararnir sem grípa ungmennin okkar, eru stöðugt á tánum við að mæta ólíkum þörfum og aðlaga námsefnið að ýmist nemanda sem á auðvelt með bóknám og þess er á erfitt með það. Finna með nemendum sínar sterku hliðar og hjálpa þeim að átta sig á hvað þeir vilja vera og gera þegar þeir verða stórir. Þjónustustofnar sem sinna börnum eru að sama skapi stöðugt fjársveltar, biðlistar lengjast og þrátt fyrir fögur loforð á tyllidögum og ráðstefnum eru engar efndir. Þetta er fólkið sem þarf stöðugt að berjast fyrir eigin tilvist og launum, stöðugt að sanna sig og benda á eigið ágæti og þörfina á eigin störfum börnum og ungmennum í hag. Því sannarlega gera aðrir það ekki. Bókasöfn hafa átt undir högg að sækja. Stöðugt er dregið úr þjónustu þeirra og fjármagni, um leið og læsi þjóðar minnkar er talið ráðlegast að draga úr starfsemi safnanna. Stofnanir sem ætlað er að standa vörð um réttindi okkar og sjá um að útdeila vottorðum, bótum og votta hin ýmsu skjöl og réttindi eru til óþurftar og starfsfólkið upp til hópa of margt og of stofnanalegt í framkomu og fasi. Nú er Mannréttindastofnun loksins að verða að veruleika. Stofnun sem við ein af fimm Evrópuþjóðum höfum dregið lappirnar í að stofna til að standa vörð um þau réttindi okkar sem þykja sjálfsögð. Enn er fárast og þusað. Þetta er langt í frá tæmandi listi yfir okkar mikilvægu stofnanir. Við ykkur sem mesta hnjóðið stundið, þessar stofnanir eru stór hluti okkar afskaplega mikilvægu innviða, þarna menntum við og styðjum við réttindi og heilsu þjóðarinnar, frá vöggu til grafar. Þarna vinnur fólk oft undir ómældu álagi og á ekki skilið að þurfa að hlusta á vanþóknun og vanþekkingu ykkar við hvert einasta tilefni. Þetta er fólk sem á hrós og þakklæti skilið, fólk sem þarf að hlúa að og sýna virðingu, lyfta upp en ekki rífa niður. Ef þið bara gerðuð ykkur grein fyrir hve þetta fólk skiptir miklu máli. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í hreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Sjá meira
Mér þykir vænt um stofnanir enda vinn ég á einni slíkri. Stofnunin mín er að verða 40 ára eftir nokkra mánuði og hefur þjónað ungum börnum og foreldrum þeirra allan þennan tíma, ætíð með þarfir barnanna sem þar hafa dvalið að leiðarljósi. Á minni stofnun dvelja börn fjarri heimilum sínum á meðan foreldrar sinna námi eða störfum og við starfsfólkið gerum allt sem í okkar valdi stendur til að þeim líði sem best þroskist og dafni um leið og þau njóti bernsku sinnar í aðlaðandi og styðjandi umhverfi. Mín stofnun stóð í stafni, var í framlínu eins og þá var sagt, á tímum heimsfaraldurs og starfsfólkið lagði á sig bæði ómælda vinnu og tíma til að tryggja sem best öryggi barnanna um leið og faglegu starfi var haldið áfram af jafn miklum eldmóði og áður og alla tíð. Það er merkilegt hve margt fólk, meira að segja stjórnmálafólk talar illa um stofnanir og starfsfólk þess. Endalaust er hnýtt í tilvist þeirra og starfsemi þeirra hædd og dregin í efa. Fyrst er að nefna heilbrigðisstofnanir landsins. Mörgu (stjórnmála)fólki er tíðrætt um að starfsfólk þeirra valdi ekki sínum störfum og gerir það þrátt fyrir að öllum sé ljóst að álagið á þeim stofnunum er gríðarlegt, skortur er á fagfólki og starfsumhverfið háð ótal áskorunum. Samt heldur starfsfólk dampi og með seiglu og starfsgleði tekur það á móti sjúklingum og sinnir bráðatilfellum. Sama fólkið og stóð í stafni, hnarreist og keikt á tímum heimsfaraldurs, tók á sig hverja öldu faraldursins, takmarkanir, umönnun og bólusetningar á heilli þjóð. Þá var talað um að starfsfólk heilbrigðisstofnanna væru ómissandi framlínustarfsfólk. Enda fór það svo að hér var lág dánartíðni og útbreiðslu faraldursins var haldið í skefjum um leið og heilbrigðiskerfið var undir gríðarlegu álagi. Við þessar erfiðu aðstæður sýndi heilbrigðisstarfsfólkið okkar einstaka fagmennsku, sveigjanleika, dugnað og fórnfýsi. Bakvarðarsveitir heilbrigðisstarfsfólks störfuðu ötullega, allt starfsfólk heilbrigðiskerfisins sem vettlingi gat valdið sté upp á meðan stofnanir voru á neyðarstigi. Erum við búin að gleyma því? Menntastofnanir fá líka ítrekað á baukinn. Starfsfólki þeirra stöðugt kennt um slakan árangur á stöðluðum prófum, heilindi þeirra dregin í efa og ítrekað horft framhjá fagmennsku þess og hæfileikum til að þróa og efla skólastarf. Starfsfólkið er útmálað sem þiggjendur launa og langra fría. Þetta eru kennarar sem hafa haldið uppi leikskólum landsins þrátt fyrir gífurlega manneklu og forföll starfsfólks, myglað húsnæði og flutninga í bráðbirgðahúsnæði. Svo ekki sé talað um stöðugar hagræðiskröfur. Kennarar og stjórnendur eru talaðir niður og efast um mikilvægi faglegs starfs í skólunum þeirra. Í grunnskólum eru kennarar víst að sama skapi endalaust í fríum og stöðugt að kvarta, þrátt fyrir að hóparnir verði sífellt fjölbreyttari og stærri og lítill skilningur til staðar heldur sífelld krafa um meiri afköst og betri gæði, að hlaupa hraðar já og með minni tilkostnaði. Kennarar sem hafa sjálfir útbúið eigið námsefni þegar ekkert er í boði sem hentar fjölbreyttum hópi nemenda í samfélagi sem þróast hraðar en mörg ná að fylgja eftir. Kennarar sem leggja á sig ómælda vinnu (og oft fjármagn þegar ekki má kaupa neitt) við að mæta nýja nemandanum sem var lagður í einelti og þarf að byggja upp sjálfstraustið og hinum sem talar enga íslensku og þarf námsefni sem ekki er til. Já og þar eru áskoranir ómældar hvað varðar húsnæðismál líkt og í leikskólunum. Þetta var fólkið í framlínunni sem hélt skólunum opnum með hólfaskiptingu og henti sér í blandað nám og í raun alls konar útfærslur á námi til að mæta nemendum. Erum við búin að gleyma því? Hið sama má segja um kennara framhaldsskólanna sem mega helst þakka fyrir að vera í vinnu og þeir ekkert of góðir til að útbúa og vinna námsefni og námspakka fyrir heilu fögin ár eftir ár því nánast engin útgáfa hefur verið á námsefni fyrir framhaldsskólana. Svo sjálfsagt þykir ráðafólki þetta framlag starfsfólks framhaldsskólanna að endalaust er dregið saman í fjárstuðningi og nýsköpun og styrkir til efnisgerðar og skólaþróunar hjákátlegir. Hundruðir nemenda fá ekki inngöngu í framhaldsskóla en samt eiga skólarnir að taka við stöðugt fleiri nemendum helst fyrir sömu upphæð og í fyrra já og með sama fermetrafjölda. Þarna eru kennararnir sem grípa ungmennin okkar, eru stöðugt á tánum við að mæta ólíkum þörfum og aðlaga námsefnið að ýmist nemanda sem á auðvelt með bóknám og þess er á erfitt með það. Finna með nemendum sínar sterku hliðar og hjálpa þeim að átta sig á hvað þeir vilja vera og gera þegar þeir verða stórir. Þjónustustofnar sem sinna börnum eru að sama skapi stöðugt fjársveltar, biðlistar lengjast og þrátt fyrir fögur loforð á tyllidögum og ráðstefnum eru engar efndir. Þetta er fólkið sem þarf stöðugt að berjast fyrir eigin tilvist og launum, stöðugt að sanna sig og benda á eigið ágæti og þörfina á eigin störfum börnum og ungmennum í hag. Því sannarlega gera aðrir það ekki. Bókasöfn hafa átt undir högg að sækja. Stöðugt er dregið úr þjónustu þeirra og fjármagni, um leið og læsi þjóðar minnkar er talið ráðlegast að draga úr starfsemi safnanna. Stofnanir sem ætlað er að standa vörð um réttindi okkar og sjá um að útdeila vottorðum, bótum og votta hin ýmsu skjöl og réttindi eru til óþurftar og starfsfólkið upp til hópa of margt og of stofnanalegt í framkomu og fasi. Nú er Mannréttindastofnun loksins að verða að veruleika. Stofnun sem við ein af fimm Evrópuþjóðum höfum dregið lappirnar í að stofna til að standa vörð um þau réttindi okkar sem þykja sjálfsögð. Enn er fárast og þusað. Þetta er langt í frá tæmandi listi yfir okkar mikilvægu stofnanir. Við ykkur sem mesta hnjóðið stundið, þessar stofnanir eru stór hluti okkar afskaplega mikilvægu innviða, þarna menntum við og styðjum við réttindi og heilsu þjóðarinnar, frá vöggu til grafar. Þarna vinnur fólk oft undir ómældu álagi og á ekki skilið að þurfa að hlusta á vanþóknun og vanþekkingu ykkar við hvert einasta tilefni. Þetta er fólk sem á hrós og þakklæti skilið, fólk sem þarf að hlúa að og sýna virðingu, lyfta upp en ekki rífa niður. Ef þið bara gerðuð ykkur grein fyrir hve þetta fólk skiptir miklu máli. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í hreyfingunni.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar