Kylfingur í bann eftir fall á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 10:30 Graeme McDowell má ekki taka þátt í næsta móti en fær einnig stóra sekt. Getty/ Jason Butler LIV mótaröðin hefur sett kylfinginn Graeme McDowell í bann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Bann McDowell nær þó bara yfir eitt mót en hann fær líka 125 þúsund dollara sekt sem jafngildir 17,3 milljónum íslenskra króna. McDowell notaði sterkt nefmeðal sem innihélt lyf á bannlistanum. Lyfjaprófið var tekið eftir mót í Tennessee í júní síðastliðnum. „Fyrir LIV-mótið í Nashville þá var ég svo stíflaður að ég gat ekki sofið,“ útskýrði Graeme McDowell á samfélagsmiðlum. ESPN segir frá. „Ég var að reyna að ná einhverri stjórn á þessu og fékk mér Vicks nasal decongestant án þess að átta mig á því að það gæti innihaldið efni sem væru á bannlistanum,“ skrifaði McDowell. „Ég sem atvinnukylfingur átta mig á mikilvægi þess að skoða vel innihaldið á öllum lyfjum sem ég tek inn sem og möguleikanum á því að sækja um undanþágu. Því miður þá hafði ég ekki tíma til þess að sækja um slíkt enda keypti ég þetta lyf bara út í búð,“ skrifaði McDowell. „Ég sé mikið eftir þessu hugsanaleysi mínu og sætti mig fullkomlega við refsingu mína,“ skrifaði McDowell. McDowell vann Opna bandaríska mótið árið 2010 og hann er fyrsti kylfingurinn sem er refsað vegna brot á lyfjareglum LIV mótaraðarinnar. McDowell missir af mótinu í næstu viku sem er The Greenbrier mótið í Vestur Virginíu. Á umræddu móti í Nashville þá endaði hann í 42. sæti af 54 kylfingum, á einu höggi undir pari. Hann varð átján höggum á eftir sigurvegaranum Tyrrell Hatton. pic.twitter.com/y2jwwlndhA— Graeme McDowell (@Graeme_McDowell) August 11, 2024 Golf Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Bann McDowell nær þó bara yfir eitt mót en hann fær líka 125 þúsund dollara sekt sem jafngildir 17,3 milljónum íslenskra króna. McDowell notaði sterkt nefmeðal sem innihélt lyf á bannlistanum. Lyfjaprófið var tekið eftir mót í Tennessee í júní síðastliðnum. „Fyrir LIV-mótið í Nashville þá var ég svo stíflaður að ég gat ekki sofið,“ útskýrði Graeme McDowell á samfélagsmiðlum. ESPN segir frá. „Ég var að reyna að ná einhverri stjórn á þessu og fékk mér Vicks nasal decongestant án þess að átta mig á því að það gæti innihaldið efni sem væru á bannlistanum,“ skrifaði McDowell. „Ég sem atvinnukylfingur átta mig á mikilvægi þess að skoða vel innihaldið á öllum lyfjum sem ég tek inn sem og möguleikanum á því að sækja um undanþágu. Því miður þá hafði ég ekki tíma til þess að sækja um slíkt enda keypti ég þetta lyf bara út í búð,“ skrifaði McDowell. „Ég sé mikið eftir þessu hugsanaleysi mínu og sætti mig fullkomlega við refsingu mína,“ skrifaði McDowell. McDowell vann Opna bandaríska mótið árið 2010 og hann er fyrsti kylfingurinn sem er refsað vegna brot á lyfjareglum LIV mótaraðarinnar. McDowell missir af mótinu í næstu viku sem er The Greenbrier mótið í Vestur Virginíu. Á umræddu móti í Nashville þá endaði hann í 42. sæti af 54 kylfingum, á einu höggi undir pari. Hann varð átján höggum á eftir sigurvegaranum Tyrrell Hatton. pic.twitter.com/y2jwwlndhA— Graeme McDowell (@Graeme_McDowell) August 11, 2024
Golf Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti