Staðbundið neyslurými: Stórt skref í skaðaminnkun Magnea Gná Jóhannsdóttir og Þorvaldur Daníelsson skrifa 7. ágúst 2024 11:30 Í nokkur ár hefur Rauði Krossinn rekið færanlegt skaðaminnkandi úrræði í bíl, Frú Ragnheiði, sem þjónustað hefur fjölda fólks sem glímt hefur við fíknisjúkdóma. Markmið Frú Ragnheiðar, sem ekur um götur borgarinnar og sækir fólk heim, er að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem kann að hljótast af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa og koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða. Þar er veitt lágþröskuldaþjónusta svo sem nálaskiptaþjónusta. Fyrir þremur árum gerðu velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Rauði Krossinn samning um rekstur færanlegs neyslurýmis í bíl, kallað Ylja. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem neytendur vímuefna sem eru 18 ára og eldri geta sprautað ávana- og fíkniefnum í æð undir eftirliti starfsfólks og gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna. Markmiðið með slíkum rýmum er skaðaminnkun við notkun vímuefna. Í neyslurými er notanda m.a. boðið upp á almennar ráðleggingar um sprautubúnað og sprautunotkun og aðrar hættuminni aðferðir við inntöku efna og almenna ráðgjöf um hreinlæti og sjálfshjálp til að koma í veg fyrir sýkingar og draga úr líkum á sjálfsskaða. Þar er dreift hreinum sprautubúnaði fyrir hvern notanda og tekið við notuðum sprautubúnaði til förgunar. Sem og að notanda er veitt upplýsingar um heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu sem honum stendur til boða. Er því um þarfa heilbrigðisþjónustu að ræða sem hefur það markmið að auka lífsgæði, bæta heilsu og stuðla að ábyrgari neysluhegðun þeirra sem nota vímuefni. Þegar samningur Reykjavíkurborgar við Rauða Krossinn var við að renna út óskaði Velferðarráð Reykjavíkurborgar eftir áframhaldandi samstarfi við Rauði Krossins um rekstur Ylju, en talið var betra að rekstur slíks rýmis væri á föstum stað. Var það meðal annars vegna þess að bílar eiga það til að hristast þegar hvasst er úti og þá getur verið varasamt að nota sprautubúnað. Í staðbundnu húsnæði er þá hægt að bjóða fleiri einstaklingum inn í einu og byggja upp og veita aukna heilbrigðisþjónustu. Staðbundið neyslurými Í dag opnar neyslurýmið Ylja formlega við Borgartún. Rauði Krossinn mun reka þetta neyslurými samkvæmt samningi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, en ekki er hægt að fjalla um þetta án þess að minnast á þátt heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar. Willum Þór hefur verið mikill stuðningsmaður úrræðisins og hvatt til þess neyslurými yrði fundinn fastur staður. Heilbrigðisráðuneytið stendur undir kostnaði við reksturinn. Það er afar jákvætt að þessi starfsemi, sem er mikilvægt skref í minnkun á þeim skaða sem fíknisjúkdómar geta valdið, hefur fengið fastan samastað og um leið viðurkenningu á mikilvægi þessa úrræðis. Þessu skrefi ber að fagna og viljum við þakka þeim sem hafa starfað í málaflokknum um árabil, oft við erfiðar aðstæður. Höfundar eru fulltrúar Framsóknar í Velferðarráði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Reykjavík Fíkn Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Í nokkur ár hefur Rauði Krossinn rekið færanlegt skaðaminnkandi úrræði í bíl, Frú Ragnheiði, sem þjónustað hefur fjölda fólks sem glímt hefur við fíknisjúkdóma. Markmið Frú Ragnheiðar, sem ekur um götur borgarinnar og sækir fólk heim, er að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem kann að hljótast af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa og koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða. Þar er veitt lágþröskuldaþjónusta svo sem nálaskiptaþjónusta. Fyrir þremur árum gerðu velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Rauði Krossinn samning um rekstur færanlegs neyslurýmis í bíl, kallað Ylja. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem neytendur vímuefna sem eru 18 ára og eldri geta sprautað ávana- og fíkniefnum í æð undir eftirliti starfsfólks og gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna. Markmiðið með slíkum rýmum er skaðaminnkun við notkun vímuefna. Í neyslurými er notanda m.a. boðið upp á almennar ráðleggingar um sprautubúnað og sprautunotkun og aðrar hættuminni aðferðir við inntöku efna og almenna ráðgjöf um hreinlæti og sjálfshjálp til að koma í veg fyrir sýkingar og draga úr líkum á sjálfsskaða. Þar er dreift hreinum sprautubúnaði fyrir hvern notanda og tekið við notuðum sprautubúnaði til förgunar. Sem og að notanda er veitt upplýsingar um heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu sem honum stendur til boða. Er því um þarfa heilbrigðisþjónustu að ræða sem hefur það markmið að auka lífsgæði, bæta heilsu og stuðla að ábyrgari neysluhegðun þeirra sem nota vímuefni. Þegar samningur Reykjavíkurborgar við Rauða Krossinn var við að renna út óskaði Velferðarráð Reykjavíkurborgar eftir áframhaldandi samstarfi við Rauði Krossins um rekstur Ylju, en talið var betra að rekstur slíks rýmis væri á föstum stað. Var það meðal annars vegna þess að bílar eiga það til að hristast þegar hvasst er úti og þá getur verið varasamt að nota sprautubúnað. Í staðbundnu húsnæði er þá hægt að bjóða fleiri einstaklingum inn í einu og byggja upp og veita aukna heilbrigðisþjónustu. Staðbundið neyslurými Í dag opnar neyslurýmið Ylja formlega við Borgartún. Rauði Krossinn mun reka þetta neyslurými samkvæmt samningi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, en ekki er hægt að fjalla um þetta án þess að minnast á þátt heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar. Willum Þór hefur verið mikill stuðningsmaður úrræðisins og hvatt til þess neyslurými yrði fundinn fastur staður. Heilbrigðisráðuneytið stendur undir kostnaði við reksturinn. Það er afar jákvætt að þessi starfsemi, sem er mikilvægt skref í minnkun á þeim skaða sem fíknisjúkdómar geta valdið, hefur fengið fastan samastað og um leið viðurkenningu á mikilvægi þessa úrræðis. Þessu skrefi ber að fagna og viljum við þakka þeim sem hafa starfað í málaflokknum um árabil, oft við erfiðar aðstæður. Höfundar eru fulltrúar Framsóknar í Velferðarráði Reykjavíkurborgar.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun